Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 19
 Það er ótrúlega magnað að sjá þegar þær verða ástfangnar af börnunum sínum. Þegar þær eru komnar á þann stað að geta brosað fram í barnið sitt, fengið bros til baka og sagt að þær elski það. mæður sem þurfa stuðning við fyrstu skrefin í nýju hlutverki. Flestar þeirra eru með þungan farangur á bakinu, svo sem geð- raskanir, fíknivanda, félagslegan vanda eða fjölþætt vandamál. Reynt er að veita allri fjölskyld- unni meðferð þar sem barnið er í forgrunni en báðir foreldrar koma að samtalinu. „Almennar rannsóknir sýna að ef gripið er inn í á fyrstu þúsund dögum barnsins, og hægt er að ná upp meðferðarsambandi, þá getum við vænst þess að það skili góðum árangri. Það er hinsvegar aldrei of seint að hefja meðferð,“ segir Gunnlaug. Í teyminu er ólík reynsla sér- fræðinga af líðan kvenna í barns- eignarferli. Sérfræðingarnir, sem allt eru konur, hafa sameinað krafta sína í þróun þessa með- ferðarúrræðis sem er með öllu ókeypis, enda skilgreint sem þjón- usta við börn. „Það er álag fyrir barn að eiga veika móður. Ef móðurinni líður illa getur barnið legið baðað í streituhormónum í móðurkviði. Framleiðsla streituhormónanna getur haldið áfram eftir að barnið fæðist, ef það á í tilfinningalega flóknu sambandi við móðurina. Margar rannsóknir sýna að streita hefur langtímaáhrif á heilsufar, til dæmis svokölluð Ace-rannsókn sem lengi hefur verið gerð lengi í Bandaríkjunum. Hún sýnir bein tengsl milli áfalla í frumbernsku og heilsufars. Nú er hægt að tengja streitu í frumbernsku við sykur- sýki, offitu og hjartasjúkdóma.“ Gunnlaug telur þessvegna þjón- ustuna vera ódýra og bráðnauð- synlega forvörn til að sporna við vandamálum í lífi barnsins. Aðspurð um hvort hægt sé að sjá einkenni á tilfinningalega vanræktum ungbörnum, segir Gunnlaug það stundum vera. „Þau geta verið með svefnvanda, óværð og næringarvanda. Algengt er að foreldrar leiti á heilsugæslu- stöðvar með þetta og þess vegna skiptir miklu máli að þeir séu teknir alvarlega. Að hlustað sé á þá og þeir spurðir beint út hvernig þeim líði, svo hægt sé að greina hvað raunverulega liggi að baki. Alvarlegustu tilfellin, sem eru afar sjaldgæf, lýsa sér þannig að barnið gefst upp á að eiga í samskiptum og dregur sig alfarið í hlé. Það er mjög óhugnanleg sjón. Öfga- fyllstu dæmin sem upp hafa komið í heiminum, þar sem börn hafa verið algjörlega einangruð og svelt á tilfinningaleg tengsl, sýna að börnin þroskast mjög óeðlilega og hegða sér í raun eins og dýr.“ Til að hjálpa mæðrum eða fjöl- skyldum að mynda tengsl er boðið upp á samtalsmeðferð í sérinn- réttuðum hlýlegum herbergjum. Samtölin eru oftast vikulega og fara fram á gólfinu þar sem barnið er í miðjunni. „Margir þeirra sem til okkar koma upplifa barnið sem aðskotahlut í lífi sínu, að það sé krefjandi, jafnvel óþolandi. Algengt er að móðirin nái ekki að hugga barnið og finni sig ekki í hlutverkinu. Oftast veit fólk sjálft hvert vandamálið er, þegar það kemur til okkar.“ En er hægt að hjálpa til dæmis þunglyndri móður til þess að byrja að elska barnið sitt? „Já, í langflestum tilfellum er það hægt. Það tekur mismunandi langan tíma. Við veitum engin ráð en reynum að spyrja spurninga og sýna forvitni. Við reynum að lyfta þörfum barnsins upp. Til dæmis ef móðirin segist ekki þola barnið sitt, þá spyrjum við hvað hún haldi að barninu þyki um það? Vinnan snýst því um að beina sjónum móðurinnar að tjáningu barnsins og gera hana meðvitaða um til- finningalíf þess.“ Í hverju felast þá litlu sigrarnir á leiðinni að tilfinningatengslum? „Að sjá mömmu vaxa og átta sig á að hún er mikilvæg og lífsnauð- Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi segir ánægjulegast að sjá mæður vaxa og átta sig á mikilvægi þeirra í lífi barnsins. synleg fyrir barnið. Að hún finni leiðir til að næra barnið sitt tilfinningalega. Það er í raun þannig að við sjáum ástar- sambandið fæðast. Það er ótrú- lega magnað að sjá þegar þær verða ástfangnar af börnunum sínum. Þegar þær eru komnar á þann stað að geta brosað fram í barnið sitt, fengið bros til baka og sagt að þær elski það. Og þegar við upplifum að mamm- an sé fær um að setja þarfir barnsins ofar sínum og tengjast því tilfinningalegum böndum, þá getum við farið að leggja upp útskriftarplanið.“ Þeir sem vilja afla sér upp- lýsinga eða leita sér hjálpar hjá FMB-teyminu geta skoðað heimasíðu Landspítalans. |19FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 OR og dótturfyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur kynna starfsemina, stöðu og horfur á opnum ársfundi í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14 –16. Við höfum tekið til í rekstrinum, bætt fjárhaginn og breytt skipulaginu. Nú eru þau þáttaskil að 2016 er fyrsta heila árið sem við störfum undir nýjum merkjum og breytingar eru að verða í stjórn fyrirtækisins. Á fundinum mun: • Haraldur Flosi Tryggvason kveðja sem stjórnarformaður OR eftir sex ára setu. • Brynhildur Davíðsdóttir taka við af Haraldi Flosa. • Staðan hjá OR og dótturfélögum verða rakin af stjórnendum þeirra. • Hljómsveitin Sjálfsvorkunn skemmta gestum. Sjálfsvorkunn skipa þeir Haraldur Flosi, S. Björn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, Hörður Bragason og Jón Gnarr. Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 10 81 Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á www.or.is Allir eru velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.