Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 20
Í Fréttatímanum í dag er sagt frá aðferðum sem útgerðar-menn og fiskútflytjendur hafa notað til að skjóta hluta sölu-
verðs sjávarafurða undan skatti,
undan skiptum og undan gjald-
eyrisskilum. Sumum kann að þykja
þetta ekki mikil frétt. Í raun hefur
það verið opinbert leyndarmál ára-
tugum saman að fiskútflytjendur
hafa skilið hluta söluverðsins eftir
í útlöndum. Þeir hafa flutt eins
lítinn gjaldeyri og mögulegt er
heim í krónuhagkerfið. Þrátt fyrir
að stjórnvöld og stærstur hluti al-
mennings hafi vitað af þessum
svikum hefur ekkert verið gert til
að stöðva þau.
Verðlagsstofa skiptaverðs er
eftirlitsaðili með því að útgerðar-
menn og fiskútflytjendur gefi upp
rétt söluverð til skipta. Eins og flest
önnur eftirlitskerfi á Íslandi er verð-
lagsstofan undirmönnuð og fjár-
svelt. Hún er sýndareftirlit og hefur
í raun engum árangri skilað.
En hvers konar samfélag er það,
þar sem vitað er um umfangsmikil
svik sem hefur mikil áhrif á efna-
hagslega afkomu sjómanna og í
raun landsmanna allra, en ekkert
er að gert?
Það er samfélag þar sem ríkis-
valdið og eftirlitsstofnanir þjóna
ekki hagsmunum almennings
heldur sérhagsmunahópa. Samfé-
lag þar sem stjórnmálin snúast ekki
um hagsmuni almennings heldur
um hagsmuni sérhagsmunahópa.
Samfélag þar sem ríkisvaldið er í
raun í höndum sérhagsmunahópa
en ekki almennings.
Samfélag eins og Ísland.
Uppljóstranir Panama-skjalanna
afhjúpa ekki aðeins að íslenskir
stjórnmálamenn eru óhæf fífl,
eins og danski hagfræðingurinn
orðaði það, heldur að íslenskt
samfélag er gegnspillt og hefur
lengi verið.
Panama-skjölin afhjúpa að vandi
Íslendinga er ekki fáeinir spilltir
einstaklingar sem eyðilögðu Ísland,
eins og margir vildu sættast á eftir
Hrun. Panama-skjöl draga fram
hvernig auðfólk spilaði með bönk-
unum til að komast undan skatt-
skilum. Þau draga fram að á meðan
notkun skattaskjólsfélaga var
vandamál erlendis var hún viðtekin
venja á Íslandi. Í kjölfar afhjúpana
úr skjölunum hafa bæði dagblöðin,
auk Viðskiptablaðsins, skrifað rit-
stjórnarefni og haldið því fram að
aflandsfélög séu góð og gegn hluti
venjulegra viðskipta. Þetta er full-
yrt þótt það sé almennt viðurkennt
að um 80 prósent slíkra félaga séu
stofnuð svo eigandi þeirra komist
undan skattskilum.
Það var ekki fyrr en eftir Hrun
sem íslensk yfirvöld eyddu skatta-
legu hagræði af aflandsfélögum,
langt á eftir öðrum löndum. Þegar
Panama-skjölin afhjúpa umfang
þessara félaga á Íslandi er því síðan
haldið fram að félögin séu í raun
eðlileg.
Í varnarræðum sínum hélt frá-
farandi forsætisráðherra því fram
að Tortóla væri ekki skattaskjól. Og
að í raun væri Svíþjóð skattaskjól.
Svona getur umræðan á Íslandi
orðið galin. Hvítt skal vera svart og
svart skal vera hvítt.
Panama-skjölin afhjúpa hversu
djúpstæð spilling hefur verið
í íslensku stjórnmála- og við-
skiptalífi. Í Fréttatímanum í dag
er fjallað um hvernig fjármála-
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
hafa kerfisbundið haldið aftur
af skattaeftirliti, á sama hátt og
haldið er aftur af Verðlagsstofu
skiptaverðs.
Þetta ætti engum að koma á
óvart sem fylgst hefur með ís-
lenskum stjórnmálum. Helsta
bakland Sjálfstæðisflokksins var
á síðustu öld heildsalar og út-
gerðarmenn. Það var inngróið í
viðskiptahætti heildsala að flytja
vörur til Íslands á hærra verði
en þær voru keyptar á og halda
mismuninum eftir á erlendum
reikningum. Á sama hátt var það
vitað að fiskútflytjendur seldu
á lægra verði en þeir endanlega
fengu fyrir aflann. Mismunurinn
varð eftir á Kýpur eða annars
staðar.
Það segir sig sjálft að stjórn-
málaflokkur sem er pólitískur
armur slíkra viðskiptahátta berst
ekki gegn skattsvikum stórra
aðila. Slíkur flokkur er í verkum
sínum fylgjandi skattsvikum og
andstæður skatteftirliti – eða
eftirlitsiðnaðinum eins og for-
ystumenn flokksins kölluðu það
varnarkerfi almennings sem fólst
í virku skatteftirliti.
Það var þessi stefna Sjálfstæð-
isflokksins sem gat af sér það
viðskiptaumhverfi sem bjó til
þjóðbraut skattaundanskota frá
Íslandi til Karíbahafsins. Það var
þessi sama stefna sem fékk nú-
verandi fjármálaráðherra til að
leggja fram almenn grið þeirra
skattsvikara sem höfðu notað
þessa þjóðbraut. Og það er í anda
þessara stefnu sem Morgun-
blaðið, sem er nú í eigu útgerð-
arinnar eftir að heildsalarnir
misstu blaðið, berst fyrir því að
aflandsfélög séu viðurkennd sem
góð og gegn — að hvítt sé svart og
svart sé í raun hvítt.
Gunnar Smári
HVÍTT ER
SVART OG
SVART ER HVÍTT
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri:
Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
20 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016