Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 38

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 38
skorts á starfsmannaklósetti, svo ég ætlaði að redda því en þá sögðu þau lofthæðina of lága fyrir veitingastað. Svo virðist sem þau vilji ekki gefa leyfi,“ segir Bogi, langþreyttur á karpi um reglugerð- ir og formsatriði. Allar þessar neitanir segir Bogi svo lýjandi að hann hafi um tíma misst trúna á að byggja upp rekstur í strætónum. Trúfélag sem rekur strætó Þegar Bogi fékk starfsendurhæfingu hjá Virk vaknaði framkvæmdagleðin á ný. „Ég fór að lesa lög og komst að glufu í kerfinu þess efnis að trúfélög, kvenfélög og íþróttafélög hafa heimild til að vera með smáræðisrekstur, svo lengi sem reksturinn er ekki auglýstur, opnunar- tíminn óreglulegur og enginn hagnaður af honum.“ Bogi stofnaði rakleiðis trúfélagið Friðarkúluna utan um reksturinn. Trú- félagið telur aðeins tvo félaga: Boga og Nok. Í rauða strætónum er nú boðið upp á Pad Thai, vöfflur, kaffi og karókí fyrir heppna gesti sem koma þegar trúfélagið Friðarkúlan nennir að hafa opið. „Reglurnar eru svo þannig að verði gróði á rekstrinum má aðeins nota hann í hópferðir trúfélagsins. Svo ef við græðum skellum við Nok okkur bara í skemmtiferð,“ segir Bogi brosandi. Ýmislegt er á döfinni hjá þessum orkumiklu hjónum. Nok undirbýr nú markað í bílskúr sínum sem hún vonast til að hafa opinn alla virka daga í sumar, en nú stendur hún vaktina allar helgar með bás í Kolaportinu. Bogi er hins vegar að sækja um að vera með matar- bás á Hlemmi þegar matartorgið opnar í haust: „Mig langar að vera með þver- skorna ýsu,“ segir Bogi brosandi. „Með kartöflum og smjöri, mín kynslóð myndi fyllast nostalgíu og túristar myndu upp- lifa alvöru íslenskan mat.“ Hjónin taka lagið í karókítækinu í strætónum góða. Þennan tilkomumikla buffaló gerði faðir Nok þegar hann heimsótti hjónin til Íslands í fyrsta sinn. Nok undirbýr markað í bílskúrnum sem hún hyggst opna í sumar.  Fleiri myndir á frettatiminn.is Ég komst að glufu í kerfinu þess efnis að trú- félög, kvenfélög og íþróttafélög hafa heimild til að vera með smáræðisrekst- ur, svo lengi sem reksturinn er ekki auglýstur, opnunartíminn óreglulegur og enginn hagn- aður af honum. 38 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.