Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 46
Nýjungar hjá Veiðivon Allt sem þarf til að takast á við urriðann, laxinn og sjóbirtinginn Allt er klárt fyrir veiðisumarið í Veiðivon, en verslunin hefur tekið heilmiklum breytingum og nýjar vörur fyrir veiðina hafa bæst í hillurnar. Flugur frá Atlantic Flies og flugustöng frá Scott. Myndir/Hari Unnið í samstarfi við Veiðivon Hjónin Eygló og Haukur í Veiðivon í Mörkinni 6 hafa löngum verið þekkt fyrir frábæra þjónustu við veiði- menn. Á síðustu mánuðum hafa þau verið að undirbúa sig fyrir veiðisum- arið með heilmiklum breytingum á versluninni og hafa þau tekið inn nýjar vörur, þar á meðal hágæða flugur frá Atlantic Flies og nýja flugu- stöng sem valin var stöng ársins. Í dag fagna þau með því að bera veitingar á borð og bjóða veiðimönn- um að hita sig upp fyrir veiðisumarið með því að líta inn í verslunina og sjá allt það nýja sem fyrir augu ber og spjalla um veiðina. „Okkur fannst tími til kominn að hressa aðeins upp á búðina þar sem við vorum að fá nýjar vörur inn og við erum bjartsýn fyrir sumarið í sumar,“ segir Haukur Jóhannesson, annar eigenda verslunarinnar Veiði- vonar sem hefur verið starfrækt í Mörkinni 6 í ein 24 ár, allt frá árinu 1992. Haukur og eiginkona hans, Eygló Kristinsdóttir, keyptu rekstur- inn árið 1995 og hafa allt frá því byggt þann orðstír að veita frábæra þjónustu öll þessi ár sem þau hafa staðið bak við búðarborðið. Í Veiðivon fæst flest til stangveið- innar ásamt hinum ýmsu smávörum sem nýtast í skotveiði og almennri útivist, en Haukur segir margt hafa breyst á því 21 ári sem þau hjónin hafa rekið verslunina. „Hér áður fyrr seldum við töluvert meira af kaststöngum, spúnum og þess háttar en undanfarin ár hefur sala á fluguveiðivarningi aukist töluvert og þá sérstaklega á flugum. Þess vegna ákváðum við að taka til sölu hágæða flugur sem löngu eru orðnar þekktar á Íslandi, frá fyrirtækinu Atlantic Flies sem rekið er af íslenskum veiði- manni, Jóni Inga Ágústssyni. En við munum að sjálfsögðu halda áfram að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spúna, sökkur og öngla þó við séum að auka úrvalið af flugunum,“ segir Haukur. Meðal spennandi nýjunga í Veiðivon er Meridan flugustöngin frá Scott sem hefur unnið til verðlauna erlendis, meðal annars sem besta nýja flugustöngin. „Meridian er stöng sem hönnuð er fyrir veiðar í sjó þar sem aðstæður eru oft þannig að fiskarnir eru stórir og sterkir og það er oft talsvert rok. Það eru aðstæður sem íslenskir veiðimenn kannast við og þess vegna vildum við prófa stöngina hér og í ljós kom að hún hentaði alveg frábærlega í bæði lax og sjóbirting. Við erum alveg hand- viss um að stöngin muni reynast vel í baráttunni við Þingvallaurriðann í vor og nú höfum við líka fengið til sölu í búðina til okkar flugurnar sem hafa verið að reynast einna best þar. Svo það má segja að nú fái veiðimenn hjá okkur allt sem þeir þurfa í Þingvallaurriðann, laxinn og sjóbirtinginn.“ FAGNA BREYTINGUM OG NÝJU VEIÐITÍMABILI Í DAG Veiðivon býður veiðimönnum að kíkja við í dag, 15. apríl, milli klukkan 16 og 19, til að skoða búðina og nýju vörurnar, þiggja veitingar og fagna breytingum og nýju veiðitímabili. Margrét Ásta Guðjónsdóttir er nýr leigutaki í Tungulæk og veiddi sinn fyrsta sjóbirting á dögunum „Þetta var mjög skemmtilegt, jú eigum við ekki að segja að ég sé komin með bakteríuna. Sumarið leggst alla vega vel í mig. Nú þarf ég bara að dressa mig upp og þá er þetta komið,“ segir Margrét Ásta Guðjónsdóttir, sem veiddi sinn fyrsta sjóbirting í Tungulæk á dög- unum. Veiði hófst í Tungulæk í byrjun mánaðarins og veitt er fram til 20. október. Fjórar stangir eru í vor- veiðinni en þrjár yfir sumarið og haustið. Aðeins er veitt á flugu og fékk Margrét Ásta sinn á hvítan nóbel. „Ég horfði á þetta og hélt fyrst að þetta væri eyrnapinni,“ segir hún í léttum dúr. Margrét og Valur Blomsterberg eru nýir leigutakar Tungulækjar í Landbroti en Tungulækur þykir í hópi bestu sjóbirtingsáa á heims- vísu. Veiðin hefur farið afar vel af stað. Á miðvikudagskvöld höfðu 557 fiskar komið á land. „Þetta er búin að vera mokveiði og veðrið er búið að vera frábært. Nema það barði aðeins á Frökkum sem voru hérna opnunarhelgina. Þeir voru samt hæstánægðir. Þeir sem til þekkja eru hæstánægðir með veiðina. Ætli þetta sé ekki bara met?“ segir Margrét Ásta. Margrét og Valur hafa breytt veiðihúsinu í gistiheimili þar sem ferðamenn, veiðimenn og aðrir, geta pantað sér gistingu. Þá hafa þau einnig leigt eldisstöðina við Hæðarlæk þar sem ræktuð er bleikja til manneldis. Er allt uppbókað í Tungulækinn? „Nei, það er enn hægt að ná í leyfi. Ég veit að það hefur marga dreymt um að komast í Lækinn og nú er tækifæri til þess.“ Margrét titlar sjálfa sig bústýru í Tungulæk og kann vel við sig í þessu nýja hlutverki. „Ég var að klára Landbúnaðarháskólann, fór úr reiðmanninum í veiðmanninn. Þetta er skemmtilegt. Þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu getur maður leyft sér að sprikla aðeins.“ | hdm Margrét Ásta Guðjóns- dóttir með vænan sjóbirting sem hún landaði í Tungulæk á dögunum. Mokveiði í Tungulæk „Þetta er búin að vera mokveiði og veðrið er búið að vera frábært. Nema það barði aðeins á Frökkum sem voru hérna opnunarhelgina. Þeir voru samt hæstánægðir. 46 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Kynningar | Veiði AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.