Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 48

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 48
Skyr.is próteindrykkur – próteinrík og kolvetnaskert nýjung Handhægt og hollt fyrir fólk á ferðinni Unnið í samstarfi við MS Öll vitum við að mataræði og næring skiptir miklu máli til að viðhalda góðri heilsu og gera okkur kleift að takast á við þau ólíku verkefni sem okkar bíða í hinu daglega lífi. Lykillinn að góðum og varanlegum árangri og heilbrigðum lífsstíl er finna gott jafnvægi milli hreyfingar og mataræðis. Jafnvægið snýst um að endurtaka góðar og hollar ákvarðanir á kostnað hinna óhollu og hafa það ætíð hugfast að góð heilsa og gott líkamlegt form er ekki áfangastaður eða einhver endapunktur, heldur lífsstíll sem við viljum temja okkur til að vera betur í stakk búin til að takast á við lífið í öllum sínum myndum. „Skyr.is próteindrykkur er nýr kolvetnaskertur drykkur frá MS sem inniheldur 25% meira prótein en hefðbundnir skyrdrykkir og er að auki fitulaus,“ segir Björn S. Gunnarsson, næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri MS. „Vöruþróun MS tekur mið af kalli og óskum neytenda og bjóðum við því stolt upp á þessa nýjung sem íslenskir neytendur munu vonandi taka fagnandi enda gæðavara og rík af próteini, kalki, vítamínum og öðrum steinefnum,“ segir Björn og bætir við að sífellt sé unnið að því hjá fyrirtækinu að fjölga valkostum fyrir neytendur og m.a. lögð rík áhersla á að draga úr viðbættum sykri. Drykkirnir eru seldir í 300 ml fernum og verða fáanlegar í þremur ljúffengum bragðtegundum til að byrja með: með suðrænum ávöxtum, jarðarberjum og ban- önum og loks drykkur með mangó, spínati og engifer. „Umbúðirnar eru endurvinnanlegar með skrúftappa, sem hefur mælst vel fyrir meðal neytenda, en þær draga úr sóun þar sem hægt er að loka fernunni og klára úr henni seinna,“ segir Björn. Skyr.is próteindrykkur er hollur og góður valkostur sem hentar fullkom- lega sem morgunmatur eða millimál og mætti í raun kalla drykkina hand- hægt boozt sem hægt er að grípa með sér þegar maður er á ferðinni, í skóla eða vinnu, á leiðinni í fjall- göngu eða aðra útivist. Kynningar | Matartíminn Þarf alltaf að vera kjöt? mt. Anita Briem og eiginmaðurinn, Constantine. Girnilegt kjötlaust chilli úr smiðju Anitu Briem og Sollu Leikkonan Anita Briem var að senda frá sér huggulega matreiðslubók sem hún vann með Sollu Eiríks, sem oftast er kennd við veitinga- staðinn Gló. Bókin kallast Mömmubitar og fjallar um mat og hollustu á meðgöngu. Anita og eigin- maður hennar, Constantine Paraskevopoulus, eignuðust dóttur fyrir tveimur árum og kviknaði hugmyndin að bókinni á meðgöngunni. Chilli sin Carne með súkkulaði, toppað með avókadó og jógúrt 400 g soðnar svartar baunir eða 1 dós niðursoðnar 2 msk góð olía eða ghee (skírt smjör) til steikingar 1 rauðlaukur, smátt saxaður 4 hvítlauksrif, pressuð 2 rauð chilialdin, smátt söxuð 2 tsk cuminduft 1 tsk reykt paprika eða chipotle- pipar 1 tsk óreganó 1 lárviðarlauf 1 kanilstöng 500 g blandað grænmeti (gulrætur, rauð paprika, sæt kartafla, sell- erístönglar) 4 msk tómatpúrra 800 ml maukaðir tómatar eða tómatpassata 1½ tsk sjávarsaltflögur 40 g lífrænt 70% dökkt súkkulaði Ofan á: grísk jógúrt, nokkrar avókadósneið- ar,kóríanderlauf og límónubátur Leggðu baunirnar í bleyti yfir nótt og sjóddu þær samkvæmt leiðbein- ingum, eða notaðu niðursoðnar baunir. Hitaðu olíu í potti og settu rauðlauk, hvítlauk, chili og krydd út í og láttu krauma í 3-5 mínútur, eða þar til það er farið að mýkjast. Skerðu grænmetið í bita, bættu því út í og láttu malla í nokkrar mínútur. Hrærðu tómatpúrrunni saman við ásamt maukuðum tóm- ötum og láttu sjóða við vægan hita í 25 mínútur. Bragðbættu með salti eftir smekk. Skerðu súkkulaðið í litla bita, bættu því út í og hrærðu í þar til það hefur bráðnað. Stráðu kóríanderlaufi yfir og berðu fram með grískri jógúrt, nokkrum avó- kadósneiðum og límónubátum. 48 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.