Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 63

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 63
 |63FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Ég | hef lítið haft tíma til að sitja heima og horfa á sjónvarpið upp á síðkastið, en síðasta þáttaröð sem ég fylgdist með var Scandal. Mér fannst þættirnir æði, enda elska ég „girl power“ í sjónvarpsefni sem ég horfi á. Svo fór ég í bíó um daginn á How To Be Single með stelpunum sem tóku þátt með mér í Biggest Loser. Ég tengdi mikið við hana, enda er ég þessa dagana sjálf einhleyp í fyrsta skipti í níu ár. Annars horfði ég á Hungurleikana um daginn í fyrsta skipti, alveg frábærar myndir. Þar eru einmitt aftur sterkar kvenpersónur, ég fíla þegar þær eru í aðalhlutverki. Sófakartaflan Agla Steinunn Bjarnþórudóttir, sigurvegari í Biggest Loser Ísland Elska „girl power“ í sjónvarpsefni Mynd | Hari Aldrei nóg af glæpaþáttum SkjárEinn American Crime, sunnu- daginn 17. apríl, klukkan 22.30. Bandaríska þáttaröðin American Crime hefur göngu sína á sunnu- daginn. Þættirnir fjalla um ungt par sem verður fyrir hrottalegri árás í smábænum Modesto. Atvikið á eftir að draga dilk á eftir sér í samfélaginu. Fáviti kannar framandi heima Netflix. Karl Pilkington er orðinn einskonar þjóðardjásn Breta eftir þætti á borð við The Ricky Gervais Show og An Idiot Abroad. Karl er dæmigerður Breti sem virðist hugsa sem minnst áður en hann opnar munninn. Ofan á það þolir hann ekki að ferðast. Því fannst gríndúettinum Ricky Gervais og Stephen Merchant tilvalið að framleiða ferðaþætti með Karl í aðalhlutverki. Útkoman er með fyndnara sjónvarpsefni sem gert hefur verið í Bretlandi á undan- förnum árum. An Idiot Abroad, nýir þættir nú komnir á Netflix. Brumm, brumm SkjárEinn Top Gear: The Races, klukkan 19.25 á sunnudagskvöld. Bílaáhugamenn bíða eflaust spenntir eftir að sjá hvernig nýrri seríu Top Gear muni reiða af. Þeir Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond eru sestir í helgan stein og aðeins hinn dular- fulli Stig heldur áfram í þáttunum. Frægastur sjö nýrra kynna þáttarins er líklega Matt LeBlanc, sem gerði garðinn frægan sem Joey í sjón- varpsþáttunum Friends. Einnig verður kappaksturskonan Sabine Schmitz einn kynna og þar með fyrsti kvenkyns kynnir þáttanna í 15 ár. Shoda Rimes klikkar ekki Netflix Á laugardaginn verður önnur sería af How to Get Away With Murder aðgengileg á Netflix. Shonda Rhimes er höfundur þátt- anna en hún er einnig höfundur vinsælustu þáttasería síðustu ára, Grey’s Anatomy og Scandal. Í þetta skiptið fjallar Shondu um lög- fræðing og hóp lærlinga sem fylgja henni í einu og öllu. Lagabálkinn þekkja þau og nýta sér til að hylma yfir morð. Dularfullir, spennandi og ógnvekjandi á köflum. Íslensk náttúra. Ilmandi mosi og ægifögur allasýn. Þú kastar mæðinni og virðir fyrir þér fegurðina; Kirkjufell, þetta sérstæða, hnarreista flaggskip Snæfellsnessins. Við höfum nýtt okkur íslensk allagrös frá upphafi byggðar. Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál, handtínd í íslenskri náttúru. Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina. Saman munu þau gera það áfram.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.