Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 63

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 63
 |63FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Ég | hef lítið haft tíma til að sitja heima og horfa á sjónvarpið upp á síðkastið, en síðasta þáttaröð sem ég fylgdist með var Scandal. Mér fannst þættirnir æði, enda elska ég „girl power“ í sjónvarpsefni sem ég horfi á. Svo fór ég í bíó um daginn á How To Be Single með stelpunum sem tóku þátt með mér í Biggest Loser. Ég tengdi mikið við hana, enda er ég þessa dagana sjálf einhleyp í fyrsta skipti í níu ár. Annars horfði ég á Hungurleikana um daginn í fyrsta skipti, alveg frábærar myndir. Þar eru einmitt aftur sterkar kvenpersónur, ég fíla þegar þær eru í aðalhlutverki. Sófakartaflan Agla Steinunn Bjarnþórudóttir, sigurvegari í Biggest Loser Ísland Elska „girl power“ í sjónvarpsefni Mynd | Hari Aldrei nóg af glæpaþáttum SkjárEinn American Crime, sunnu- daginn 17. apríl, klukkan 22.30. Bandaríska þáttaröðin American Crime hefur göngu sína á sunnu- daginn. Þættirnir fjalla um ungt par sem verður fyrir hrottalegri árás í smábænum Modesto. Atvikið á eftir að draga dilk á eftir sér í samfélaginu. Fáviti kannar framandi heima Netflix. Karl Pilkington er orðinn einskonar þjóðardjásn Breta eftir þætti á borð við The Ricky Gervais Show og An Idiot Abroad. Karl er dæmigerður Breti sem virðist hugsa sem minnst áður en hann opnar munninn. Ofan á það þolir hann ekki að ferðast. Því fannst gríndúettinum Ricky Gervais og Stephen Merchant tilvalið að framleiða ferðaþætti með Karl í aðalhlutverki. Útkoman er með fyndnara sjónvarpsefni sem gert hefur verið í Bretlandi á undan- förnum árum. An Idiot Abroad, nýir þættir nú komnir á Netflix. Brumm, brumm SkjárEinn Top Gear: The Races, klukkan 19.25 á sunnudagskvöld. Bílaáhugamenn bíða eflaust spenntir eftir að sjá hvernig nýrri seríu Top Gear muni reiða af. Þeir Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond eru sestir í helgan stein og aðeins hinn dular- fulli Stig heldur áfram í þáttunum. Frægastur sjö nýrra kynna þáttarins er líklega Matt LeBlanc, sem gerði garðinn frægan sem Joey í sjón- varpsþáttunum Friends. Einnig verður kappaksturskonan Sabine Schmitz einn kynna og þar með fyrsti kvenkyns kynnir þáttanna í 15 ár. Shoda Rimes klikkar ekki Netflix Á laugardaginn verður önnur sería af How to Get Away With Murder aðgengileg á Netflix. Shonda Rhimes er höfundur þátt- anna en hún er einnig höfundur vinsælustu þáttasería síðustu ára, Grey’s Anatomy og Scandal. Í þetta skiptið fjallar Shondu um lög- fræðing og hóp lærlinga sem fylgja henni í einu og öllu. Lagabálkinn þekkja þau og nýta sér til að hylma yfir morð. Dularfullir, spennandi og ógnvekjandi á köflum. Íslensk náttúra. Ilmandi mosi og ægifögur allasýn. Þú kastar mæðinni og virðir fyrir þér fegurðina; Kirkjufell, þetta sérstæða, hnarreista flaggskip Snæfellsnessins. Við höfum nýtt okkur íslensk allagrös frá upphafi byggðar. Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál, handtínd í íslenskri náttúru. Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina. Saman munu þau gera það áfram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.