Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 68
Mynd | Hari
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Ég kom til Íslands í fyrsta sinn þann 1. mars árið 2000 því það var svo slæmt atvinnu-ástand í Póllandi. Vin-kona mín var að vinna í
fiski hér svo ég ákvað að koma og
prófa. Síðan eru liðin sextán ár og
hér er ég enn!“
„Eftir sjö mánuði í fiskvinnsl-
unni ákvað ég að fara heim og
sækja börnin mín tvö og koma
mér fyrir hér. Það var erfiðara
fyrir dóttur mína en soninn að
flytja því hún var mikill náms-
hestur í Póllandi, átti góðar vin-
konur og vildi ekki breyta til. Ég
lofaði henni því að ef þetta væri
ennþá erfitt eftir eitt ár þá mynd-
um við flytja aftur til baka. Eftir
árið var hún búin að læra íslensku
og eignast vini og vildi ekki flytja
til baka. Hún býr hér enn í dag, er
orðin þrítug og á tvö börn. Sonur
minn á líka tvö börn og býr líka
enn á Íslandi.“
Árið 2004 stofnaði Ewa fyrir-
tækið Kjötpól með fyrrverandi
eiginmanni sínum og árið 2011
kjötverslunina Pylsumeistarann
við Laugalæk.
„Sigurður er kjötiðnaðarmaður
og mér finnst gaman að selja svo
þetta passar allt mjög vel. Mig
langaði svo að bjóða upp á kjöt-
vöru sem væri ekki pökkuð inn
í plast, eins og ég er vön frá Pól-
landi. Fyrstu vörurnar okkar voru
Bratwurst grillpylsa og Krakow
lúxus-skinka og síðan höfum við
stöðugt verið að bæta við úrvali,
erum til dæmis með Metwurst,
sem er kæfa, og snakkpylsur úr
hreinu kjöti sem er miklu betra
en sykurnammi fyrir krakka.
Annars er beikonið alltaf langvin-
sælast hjá okkur.“
„Ég á aldrei eftir að flytja aftur
til Póllands því hér á ég börn,
barnabörn og systkini. Mamma
var ein eftir í Póllandi en þegar
hún varð blind fyrir fimm árum
kom hún hingað til okkar og býr í
dag með systur minni,“ segir Ewa
sem saknar einna helst vorsins
í Póllandi. „Ég sakna þess að sjá
blómin springa út og finna smá
hita. Svo sakna ég líka tungumáls-
ins, því ég get ekki sagt allt sem
ég vil á íslensku.“
„Það sem er svo gott við Ísland
er hvað hér er allt svo einfalt. Hér
tekur allt svo stuttan tíma en í
Póllandi getur tekið heilan dag
að fara í banka. Hér eru líka allir
svo vinalegir og þolinmóðir við
mig þegar ég tala ekki fullkomna
íslensku. Mér finnst Ísland vera
landið mitt.“
68 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016
„Það sem er svo gott
við Ísland er hvað hér
er allt svo einfalt. Hér
tekur allt svo stuttan
tíma en í Póllandi getur
tekið heilan dag að fara
í banka.“
Steypireyður er stærsta dýr jarðarinnar,
30 metrar á lengd og 170 tonn. Þrátt fyrir
gríðarlega stærð er uppistaða fæðu þeirra
agnarsmáu krabbadýrin ljósáta. Meðal
steypireyður getur innbyrt um fjögur tonn
af ljósátu á dag.
Steypireyðurin er einnig háværasta dýr
jarðar, þó svo við heyrum ekki til hennar
vegna lágrar tíðni. Hún heyrir hljóð í 1.600
km fjarlægð. Þar sem steypireyður er spen-
dýr kemur hún upp til að anda einu sinni
og heldur aftur í undirdjúpin í allt að 90
mínútur. Til þess að drukkna ekki í svefni
sefur aðeins helmingur heilans meðan
hinn man eftir því að anda.
„Það er stórkostleg upplifun
að sjá steypireyði, sérstaklega í
fyrsta skiptið. Skepnan er gríðar-
lega stór og þung, á borð við
Boeing 747 flugvél. Hún leynir
á sér þar sem aðeins lítill hluti
sést á yfirborðinu og því fylgir
henni mikil dulúð. Hún getur
síðan blásið vatni 15 metra upp
í loftið, því má segja að öll upp-
lifunin sé mikilfengleg.“
Gústaf Gústafsson
„Fyrsta skiptið sem ég sá steypi-
reyði var ég leiðsögumaður í
hvalaskoðun. Ég öskraði hálf-
partinn í míkrafóninn, ég var
svo hissa. Ég man þó helst eftir
einu skipti þegar sjórinn var
alveg tær og steypireyðurin sér-
staklega gæf og synti meðfram
bátnum. Þá sá ég hversu gríðar-
lega, gríðarlega stór hún er, það
var ólýsanleg upplifun.“
Sigrún Björg Aðalsteinsdóttir
Tölum um steypireyði
Mikilfenglega spendýrið með tungu
sem vegur á við fíl og hjarta á við bíl
Þyngdin á við
2.667 sjötíu
kílóa menn
Tungan ein er
jafn þung og fíll
Hjartað er jafn
þungt Volkswagen
bjalla og slær 5
sinnum á mínútu
Barn getur
gengið um
stærstu
æðarnar
Hvernig er að sjá steypireyði?
100 manns
komast fyrir
í kjaftinum
Lengdin er sú sama
og körfuboltavöllur
Innflytjandinn
Ewa Kromer: Ísland
er landið mitt
Sumargjöfin fæst
í Safnbúðinni
Forvitnir ferðalangar, valkyrjur og víkingar
Mikið úrval af vönduðum miðalda- og
víkingabúningum og leikföngum.
Föndraðu fugla 1.995 kr.
Sólúr 1.550 kr.
Togarahöfn í tinboxi
2.550 kr.
Smásjá 1.995 kr.
Njósnapenni
850 kr.
Lærðu að binda hnúta 1.550 kr.
Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · Sími 530 2203 · thjodminjasafn.is
Opið alla daga vikunnar 10–17 (frá 1. mai)
„Ég á aldrei eftir að flytja til
Póllands,,“ segir Ewa.
Stórsöngvarinn Björgvin Halldórs-
son segist hafa orðið fyrir áhrifum
Krumma, sonar síns, og kærustu
hans, Linneu Hellström, í matar-
gerð. Þau eru bæði vegan og Lin-
nea hefur vakið mikla athygli fyrir
vegan-matinn sem hún reiðir fram
á kaffihúsinu Vínyl á Hverfisgötu.
Fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið
er vegan-matur úr hráefni sem ekki
kemur úr dýraríkinu.
„Þau eru róttæk og ganga alla
leið. Konan mín borðaði ekki kjöt
í mörg ár og hefur aðhyllst holla
fæðu um árabil. Ég er hinsvegar að
fikra mig áfram í þessu. Ég er svo
mikill dýravinur, ég á marga ketti
og má ekkert aumt sjá. Það er
auðvitað algjört „dílemma“
að setja svo dýr á grillið!
Það er nú það sem truflar
mig. Mér finnst ég ekki vera
samkvæmur sjálfum mér
þegar ég borða dýr.“
Bó segir að fjölskylduboðin
hafi að undanförnu haft nýstár-
legri blæ yfir sér og um jólin og
páskana hafi ekki þýtt að bjóða upp
á mat úr dýraríknu. „Það var auð-
vitað ekki hægt að vera með nauta-
steik, þegar Krummi og Linnea
voru í mat. Svo hún bjó til ofsalega
góðan mat og ég svona handlang-
aði og reyndi að hjálpa til. Ég er að
reyna að hugsa meira um það sem
ég set ofan í mig og um umhverfið,
borða minna kjöt og meira af græn-
meti. Framtíðarspár segja að um-
hverfisins vegna verðum við öll að
vera vegan eftir um það bil fimmtíu
ár.“
En hvað með sjálfan Bó-hamborgar-
ann sem nefndur er eftir Björgvin
og fæst á Hamborgarafabrikkunni?
„Já, hamborgari er hamborgari.
Ég fæ mér þá svona við og við líka.
Ég er nokkuð stoltur af þessum
hamborgara og bjó hann til sjálfur
í eldhúsinu heima hjá mér. Ég geri
þessar breytingar bara skref fyrir
skref og fer mér hægt, en stefnan er
á vegan með tímanum.“
Bó gefur
gó á vegan
Bó Hall sleppti því að borða
kjöt um jól og páska og fékk
sér heldur vegan-mat. Hann
er svo mikill dýravinur að
það er farið að angra hann
að setja dýr á grillið.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is