Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 78
Mynd | Hari
Hjólakonan María Ögn veit
betur en flestir hvað þarf til
að ná árangri í sportinu
„Ef þú vilt raunverulega ná mark-
miði þínu sem þú hugsaðir hér
í upphafi, þá þarf vélin, sem er
skrokkurinn á þér, að ganga á
góðu bensíni. Það að huga að mat-
aræði, svefni, teygjum, æfinga-
hvíld og öðrum hliðarþáttum þjálf-
unar er „aukaæfingin sem skapar
meistarann!“ en ekki endilega
það að hjóla fleiri kílómetra og
æfa meira,“ segir María Ögn Guð-
mundsdóttir, hjólakona og hjóla-
þjálfari. María heldur úti heimasíð-
unni www.hjolathjalfun.is þar sem
hún býður upp á ýmisskonar nám-
skeið, þjálfun, fræðslu, fyrirlestra
og hópefli sem snúa að hjólreiðum,
næringu og ýmisskonar þjálfun.
Hún leggur hér til átta góð ráð
fyrir hjólafólk um næringu.
1 Drekktu vatn á hverjum degi. Minni líkur verða á því að fá krampa og líkaminn fyrirgefur
þér frekar ef þú drekkur til dæmis
ekki nóg á æfingu eða eftir æfingu
því hann er í jafnvægi.
2 Hugaðu að næringahlutföll-unum í mataræðinu yfir dag-inn, þú þarft prótein, kolvetni
og fitu. Ekki flækja málin og fara á
sér fæði sem þú þarft að hugsa of
mikið. Oft er máltíð líka bara „fóð-
ur“ þú þarft að næra þig, það þarf
ekki að fara eftir agalegri uppskrift
til að gera þetta rétt, borðaðu það
sem er gott fyrir skrokkinn þinn.
3 Skelltu í þig rauðrófusafa á hverjum degi, á morgnana eða 2 tímum fyrir æfingu. Jú, hann
bragðast mögulega í fyrstu eins
og mold en hann venst og hann er
góður fyrir þig. Við sækjumst eftir
nítratinu í rauðrófusafanum og
rauðrófur eru náttúrulegur nítrat-
gjafi. Nítrat hefur æðavíkkandi
áhrif, eykur blóðstreymi og þar af
leiðandi veldur hraðari súrefnis-
flutningi sem hjálpar þér á æfing-
unni sjálfri og einnig til að hreinsa
út þau eiturefni og mjólkursýruna
sem koma í vöðvana við álag.
4 Fáðu þér magnesíum fyrir svefninn, ekki endilega á hverjum degi en sérstaklega
þegar æfingamagnið er meira.
Magnesíum er steinefni og er und-
ur ef þú finnur til þreytu í vöðvum,
fótapirringi eða átt það til að fá
sinadrátt eða krampa á æfingum.
5 Bættu túrmerik dufti eða túrmerikrót út í drykkinn þinn eftir erfiðar æfingar.
Túrmerik er náttúrulegt bólgulyf.
Ekki taka það á hverjum degi, bara
hæfilega reglulega og þegar mikið
gengur á í æfingum og keppni.
6 Farðu aldrei af stað án þess að vera með einhverja orku í bakvasanum á treyjunni
þinni. Alltaf gott að hafa gelbréf,
orkustykki eða hnetur-möndlur-
þurrkuð trönuber blandað í poka,
þetta gefur þér orku. Ef þú ert að
fara langt eða ekki búinn að borða
nóg síðustu klukkustundir fyrir
æfinguna þá er gott að taka með
sér til dæmis banana sem auð-
melta fyllingu og er ríkur af kalí-
um sem kemur í veg fyrir krampa.
7 Ekki vera bara með vatn á æfingu, þú vilt vera með drykk sem bætir upp þau
efni sem eyðast úr líkamanum
og hjálpa þér að gera æfinguna
betur. Ekki venja þig á koffein
orkudrykki að jafnaði. Notaðu þá
heldur þegar þess þarf á æfingum
eða í keppni.
8 Æfingin er ekki búin fyrir skrokkinn þegar þú ert bú-inn með hjólatúrinn. Strax
eftir æfingu þurfum við að fylla
á tankinn með amínósýrum,
steinefnum, orku og próteinum,
svo líkaminn geti byrjað að gera
við sig og unnið úr æfingunni á
bestan hátt.
8 ráð um næringu hjólreiðafólks
Maríar Ögn Guðmundsdóttir, hjólakona og hjólaþjálfari.
6 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016
Hjól
Í samvinnu við Félag
íslenskra fótaaðgerðafræðinga
Hvert sem leið þín liggur
Margnota hlífðarhúð
Með sjálflímandi yfirborði.
Hægt að sníða eftir þörfum,
þvo og nota aftur og aftur.
Klædd tábergshlíf
Mjúkur gelpúði hlífir
táberginu gegn álagi
og núningi.
Þunnar til hliðanna
en þykkari fremst til að
taka við álagi.
Gelhlíf fyrir hæl
Frábær margnota vörn
gegn hælsæri. Mjúkur
gelpúði hlífir hæl og hásin.
Liðhlíf fyrir litlutá
Liggur þétt við fótinn
og hlífir gegn núningi
frá skófatnaði.
Gelhettur fyrir tær
Heelen er stór íslensk vörulína sem
býður uppá einfaldar lausnir við
algengum fótavandamálum.
Heelen vörurnar má allar þvo og
nota aftur og aftur, þær taka ekki
óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar
einfaldar í notkun og koma með
góðum íslenskum leiðbeiningum.
Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen
með í ferðalagið og njóttu dagsins.
Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun.
Allt fyrir hjólreiðarnar!