Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 80

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 80
Það þýðir ekki að fara út að hjóla í gömlum jogg- inggalla – það þarf að dressa sig upp Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Hjólreiðar eru græjusport, í það minnst ef ekki er bara verið að hjóla í og úr vinnu á borgar- hjóli. Það er endalaust hægt að uppfæra gíra, gjarðir og gaffla. En það sem margir ættu helst að uppfæra er fataskápurinn. Hann er mikilvæg leið til að bæði komast hraðar og líða betur á hjólinu. Svo er það ótt- inn við hið aðsniðna. Spandex, lycra og hvað þetta allt heitir er ekki fyrir alla. En fyrr eða síðar, eigi að hjóla langt og hratt, verða allir að koma út úr skápnum – spandex-skápnum. Til að flækja svo fatakaupin eru til reglur. Alvöru reglur útgefnar á bók. Velominati-regl- urnar leiðbeina hinum óinn- vígða inn í heim þeirra útvöldu. Sé þeim fylgt eftir. Reglu #5 eiga allir að þekkja og fylgja í hví- vetna. Hún hefur reyndar ekk- ert með föt að gera en sé farið er eftir henni skipta þau heldur ekki máli. Hnakkar á alvöru hjólum eru ekki neinir hægindastólar. Hér á regla #5 ágætlega við en fyrstu fatakaup eru þó yfirleitt púðabux- ur. Bleyjulaga púðinn verndar rumpinn svo mögulegt sé að sitja á þessum píningar- tækjum. Regla #14 segir okkur svo að téðar stuttbuxur eigi alltaf að vera svartar. Reyndar er hjálmur auðvitað alltaf fyrstu kaup hvers alvöru hjólreiðamanns. Þeir sem ætla að hjóla á götunni á hinum sí vinsælu racer-hjólum hafa í huga að samkvæmt reglu #35 má ekki hafa der á hjálminum. Svo eru það liðstreyjur. Regla #17 segir okkur að þær séu fyrir þá sem eru í liðinu. Bannað að vera „full kit wanker“. Enda kennir regla #18 okkur að vita hverju skal klæðast og þjást ekki af búningaruglingi. Þannig að best er að fara milliveginn í níðþröngum treyjunum og eins og segir í reglu #27, sokkar og stuttbuxur eiga að vera eins og Gullbrá. Finnist fólki erfitt að fylgja öllum þessum reglum má líta á þá #28 sem vin í eyði- mörkinni en hún fjallar um sokka og að þeir mega vera í hvað djöfuls lit sem er. Eins og öllu yfirvaldi er þeim sem semja regl- urnar umhugað um borgarana. Þess vegna eru þar nokkrar reglur um notkun hlífðargler- augna. Regla #36 biður þó um að þau séu sérstaklega gerð fyr- ir hjólreiðar, #37 fer út í hvernig spangirnar skulu alltaf vera utan yfir böndin á hjálminum og loks er það svo gullna reglan fyrir þá sem hugsa um augun í sér, regla #39: Aldrei hjóla án gleraugna. Reglurnar ná reyndar víðar en um fatnaðinn. Útlitið verður líka að vera í lagi, eins og regla #7 sem fjallar um, að sól- brúnkulínur skulu vera rækt- aðar og skarpar eins og rakblað. Hipsterar og aðrir letingjar skulu snyrta andlitshár sitt sam- kvæmt #50, já og ljúkum þess- ari yfirhalningu á einni mikil- vægustu reglunni í hjólreiðum og lífinu sjálfu. Hún er #43: Ekki vera fáviti! Fyrir þá sem nenna ekki að lesa reglurnar má finna gamlar myndir af Eddie Merckx. Hann var með þetta, eins og sést á svörtum buxunum, þótt treyjan sé gul, svo ekki sé minnst á sól- brúnkulínurnar. Fötin skapa manninn – ef farið er eftir reglum Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is NJÓTTU HJÓLATÚRSINS Hjá Fastus finnur þú mikið úrval af stuðningshlífum og öðrum vörum sem nýtast vel í útivistinni. 8 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016 Hjól

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.