Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 88

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 88
Unnið í samstarfi við KIA Gullhringinn KIA Gullhringurinn hefur á fáum árum orðið ein vinsælasta hjólreiðakeppni landsins, fyrsta keppnin var haldin árið 2012 og hefur keppnin síðan vaxið með hjólreiðarsportinu. Fyrsta árið voru um 100 keppendur, í fyrra voru þeir í kringum 700 og í ár er markmið okkar að fá 800 þátttakendur,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri KIA Gullhringsins 2016. KIA Gullhringurinn er haldinn á Laugarvatni og hjólað er um margar þekktustu náttúruperlur Íslands. Keppnin verður haldin þann 9. júlí næstkomandi og verða keppendur ræstir af stað klukkan 18 og hjóla inn í kvöldið. Hver og einn getur valið sér vegalengd eftir getu en um þrjú mismunandi keppnisstig er að ræða. Hægt er að hjóla 106 kílómetra, 65 kílómetra og 48 kílómetra. „Einkunnarorð KIA Gullhringsins eru allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir. Hugmyndin með KIA Gullhringnum er einfaldlega að fá allskonar fólk, með allskonar markmið þannig að það verða rosalega margir sigrar,“ segir María Ögn. „Margir þátttakendur eru að prófa að hjóla í fyrsta skipti lengra en þeir eru vanir og margir eru að prófa sína fyrstu götuhjólakeppni.“ Að sögn Maríu Agnar er ekki bara um hjólareiðakeppni að ræða heldur stóran við- burð. „Það er ekki bara hjólað og svo farið heim. Margir taka helgina frá, tjalda og taka virkan þátt, sama hvort þeir eru keppendur eða áhorfendur. Að lokinni keppni er svo haldið veglegt grillpartí og dansað undir berum himni. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt, sama hvort þú ert að hjóla eða ekki.“ Eftir að keppendur koma í mark stendur þeim til boða að hvíla lúin bein í Fontana laugunum. „Einnig fá allir skráðir þátttakendur veglega pakka með vörum og öðru frá styrktaraðilum okkar,“ segir María Ögn. Nánari upplýsingar um KIA Gullhringinn má finna á kiagullhringurinn.is Hjólað umhverfis þekktar náttúruperlur KIA Gullhringurinn er ein vinsælasta hjólreiðakeppni landsins og búist er við 800 þátttakendum í ár „Það er ekki bara hjólað og svo farið heim. Margir taka helgina frá, tjalda og taka virkan þátt, sama hvort þeir eru keppendur eða áhorfendur,“ segir María Ögn um KIA Gullhringinn. Unnið í samstarfi við Vistor Benecta Sport™ er fæðu-bótarefni sem er sérþróað fyrir íþróttafólk með það að markmiði að stuðla að auknu úthaldi við æfingar. Jafn- framt styður Benecta Sport™ við náttúrulega viðgerðarferla í líkamanum, hjálpar til við bólguúr- vinnslu og flýtir fyrir endurheimt eftir æfingar. Hvernig virkar Benecta Sport? Benecta Sport™ inniheldur sykrunga (kítínfásykrur) sem unnir eru úr rækjuskel. Þessir sykrungar bindast bólgupróteinum sem myndast við vöðvaáreynslu og stuðla að viðgerð og endurheimt í vöðvum og gerir þá hæfari í næstu átök. Inntaka á Benecta Sport 30-60 mínútum fyrir æfingar: • Getur hámarkað afköst og dregið úr álagi • Getur flýtt fyrir árangri • Styður við uppbyggingu vefja • Flýtir endurheimt í vöðvum • Auðveldar sprengikraftsæfingar Benecta Sport hjálpar meðal annars vöðvum að nýta fitusýrur í stað glúkósa við æfingar: – það dregur úr mjólkursýrumynd- un og kemur í veg fyrir að gengið sé of hratt á glýkógenbirgðir vöðvanna. Notkun Benecta Sport Benecta Sport er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri. Skammtar: Taka skal 1-2 hylki 30-60 mínútum fyrir æfingu. Ekki skal taka meira en 2 hylki daglega því of stór skammtur getur dregið úr virkni. Íþróttamönnum gæti gagnast að taka Benecta Sport daglega, þ.e. einnig á þeim dögum sem ekki eru stundaðar æfingar, því það styrkir bandvefi og getur dregið úr bólgum eftir álag og meiðsli. Benecta er ekki ætlað þunguðum konum eða einstaklingum með skel- fiskofnæmi. Rannsóknir og þróunarvinna Benecta Sport™ er fram- leitt af íslenska líftækni- fyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sér- hæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðu- bótarefnum og lækninga- tækjum úr rækjuskel. Þróun Benecta Sport™ hefur staðið yfir undanfarinn ára- tug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn. Upplýsingar um innihaldsefni Hvert hylki inniheldur 300 mg af kítínfásykrum sem unnar eru úr rækjuskel. Kítinfásykrublandan er einkaleyfisvarin. Engin aukaefni eru í Benecta Sport™. Íslenskt fæðubótarefni sérþróað fyrir íþróttafólk Benecta Sport er nýtt íslenskt fæðubótarefni sem unnið er úr rækjuskel og er sérþróað fyrir íþróttafólk. Benecta Sport getur stuðlað að viðgerð og endurheimt í vöðvum sem gerir þá hæfari í næstu átök. Bólga er náttúrulegur og nauðsynlegur fylgikvilli vefjaskaða. Þegar bólgan hefur unnið sína vinnu tekur við annað ferli sem er kallað bólguúrvinnsla (Resolution). Þetta ferli stýrir hjöðnun bólgu og styður við vefjanýmyndun. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel. 16 | fréttatíminn | HELGIN 15. AprÍL–17. AprÍL 2016 Kynningar | Hjól
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.