Berklavörn - 01.06.1945, Síða 27

Berklavörn - 01.06.1945, Síða 27
VÉLSMIÐAVERKSTÆÐI Ljósm. F. Clausen. skorið. Framtíðin hlaut að verða dómar- inn. Reksturinn. Vinnuheimilið að Reykjalundi hóf rekst- ur sinn 8 mánuðum eftir að forseti S. í. B. S. tók fyrstu skóflustunguna úr grunni fyrsta húss staðarins. Á þessum 8 mán- uðum hafði mikið verið gert, en fiöl- margt var það þó, sem staðinn vantaði í byrjun. Aðbúnaður var að ýmsu leyti ekki eins fullkominn eins og forráðamenn S. í. B. S. höfðu óskað eftir, en þorðu þó að taka svo snemma til starfa vegna þess, að þeir vistmenn, sem þarna komu til dvalar, voru sjálfir meðlimir þess félags- skapar, sem var að byggja upp þennan stað, þeir höfðu margir hverjir verið virk- ir þátttakendur í félagslífi S. í. B. S. og framkvæmdum þess í Vinnuheimilismál- inu, sumir frá upphafi, aðrir skemmri tíma. Þessir menn skyldu ástæðuna fyrir því að margt vantaði og skyldu áhuga okkar fyrir því að byrja starfsemina eins fljótt og unnt var. Húsin voru að vísu tilbúin, en húsmuni vantaði í sum þeirra. Það var því ekki um annað að ræða fyrir suma vistmennina en að standa uppréttir eða liggja í rúmum sínum. En þeir vissu, að allt stóð til bóta og tóku því ágöllunum með þolinmæði eða góðlátlegu gríni. Húsin voru mjög björt og vistleg með stórum gluggum, en her- mannaskálar og steinveggir byrgðu gjör- samlega útsýnið úr sumum gluggunum. S. í. B. S. hafði ekki tekizt að fá þessum setuliðseignum rýmt burt af landi sinu, BERKLAVORN 11

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.