Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 4
4.og 5. maí. Brjóstnámið er sýnt í beinni útsendingu á ráðstefnunni RRS Iceland, sem fer fram í gamla skemmtistaðnum Broadway sem hefur verið breytt í heilsumiðstöð og skurðstofur af fyrirtækinu Eva Consortium. Ein af hverjum ellefu konum fær brjóstakrabbamein á ævinni. Það á þó ekki við um konur með arfgengt gen sem veldur brjóstakrabba- meini, BRCA1 . BRCA2. 80% þeirra mega búast við því að greinast með brjóstakrabba. Á annað þúsund konur á Íslandi eru með þetta gen. Aðalviðfangsefni ráðstefnunn- ar er hvernig hægt sé að minnka áhættu þessara kvenna með fyrir- byggjandi brjóstnámi. Kristján Skúli Ármannsson brjóstaskurðlæknir segir að ráð- stefnan snúist um að fá hingað helstu sérfræðinga í þessum fræð- um. „Það er orðin svo mikil eftir- spurn eftir þessum aðgerðum að brjóstaskurðlæknar þurfa helst að sérhæfa sig í þeim,” segir Kristján. Hann segir að framfarirnar svo miklar að konurnar geti útskrifast daginn eftir aðgerð með ný brjóst.“ Aðgerðin sjálf kostar um eina og hálfa milljón. Sjúkratryggingar greiða hana ekki en slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á Landspítalan- um. Þangað komast þó mun færri en vilja. Konur í áhættuhópi sem ekki vilja bíða geta því reitt fram peningana sjálfar og komist í að- gerð í Ármúla. Konurnar sem lögð- ust undir hnífinn á ráðstefnunni, eru báðar á fimmtugsaldri og í áhættuhópi. Þær fengu aðgerðina sér að kostnaðarlausu. Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún fær Hyundai en hann fær Porsche Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir vill að Pepsi-deild kvenna verði veitt miklu meiri athygli. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Lítill frændi minn spurði mig í einlægni hvers vegna Gylfi Sigurðs- son ætti Porche en ég bara gamla Hyundai druslu, við værum bæði í landsliði í fótbolta. Hann skildi ekki muninn á okkur. Ég svaraði að það væri vegna þess að ég er stelpa,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Breiða- bliks, í samtali við Fréttatím- ann. Facebook-pistill hennar um áhugaleysi fjölmiðla á efstu deild kvenna í íþróttinni hef- ur vakið gríðarlega sterk viðbrögð og verið deilt mörg hundruð sinn- um. Hallbera segist hafa pirrað sig mikið á því að umfjöllun og upphit- un fyrir Pepsi-deild karla hafi staðið yfir í heilan mánuð. „En stundum er eins og kvennadeildin sé ekki til. Kvennaboltinn er á hraðri uppleið og líklega hefur deildin aldrei verið sterkari en nú. Fjögur eða fimm lið gera tilkall til Íslandsmeistaratitils og það hefur aldrei gerst áður. Fjöl- margar stelpur eru að snúa heim úr atvinnumennsku til að spila. Mér finnst að það mætti gera meira úr þessu, kynna deildina vel og veita henni meiri umfjöllun. Áhuginn mun fylgja, jafnvel þó það taki eitt til tvö ár.“ Hallbera spyr hvernig fólk eigi að fá áhuga á kvennafót- bolta ef fjölmiðlar fjalla ekki um hann? „Mér finnst ungar stelpur ekki fá að fylgjast með fyrirmyndunum sínum á sama hátt og strákar. Þeir hafa miklu meira aðgengi að sínum fyrirmyndum í gegnum fjölmiðla og sjónvarp. Á meðan við erum í felum á bak við. Þetta gengur ekki lengur.“ Brjóstnám í beinni á ráðstefnu í Ármúla Kristján Skúli Ármannsson brjósta- skurðlæknir segir framfarirnar svo miklar að konurnar geti útskrifast dag- inn eftir aðgerð með ný brjóst.” Tvær konur í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbamein láta fjarlægja á sér brjóstin í beinni útsendingu á vísindaráðstefnu sem einkarekna skurðstofan, Klíníkin stendur fyrir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Fjöldi brjóstakrabbameinslækna og annarra ráðstefnugesta fylgist með tveimur íslenskum konum leggjast undir hnífinn og láta fjar- lægja á sér brjóstin í forvarnar- skyni á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er í Klíníkinni við Ármúla, Heilbrigðismál Brjóstnám kostar um eina og hálfa milljón á einkaklíník Á gráu svæði Ástríður Stefáns- dóttir siðfræð- ingur segir þekkt að skurðað- gerðir séu gerðar fyrir áhorfendur á vísindaráð- stefnum. Það þurfi þó að gera miklar siðferðislegar kröfur, þetta sé á eldfimu svæði. Tilgangurinn verði að vera sá að bæta meðferð sjúklinga og velferð þeirra þurfi að vera í for- grunni. Þarna sé einkafyrirtæki með beitt vopn í höndunum sem geti auðveldlega snúist upp í ágenga markaðsstefnu og aug- lýsingastarfsemi. Ef sjúklingar fái til dæmis aðgerðirnar frítt ef þeir taki þátt í svona útsendingu sé það á gráu svæði. Aðgerðin sjálf kostar um eina og hálfa milljón. Sjúkratrygg- ingar greiða hana ekki en slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á Land- spítalanum. Þangað komast mun færri en vilja. Konur í áhættu- hópi sem ekki vilja bíða geta því reitt fram pen- ingana sjálfar og komist í aðgerð í Ármúla Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar er hvernig hægt sé að minnka áhættu kvenna með fyrirbyggjandi brjóstnámi. Stjórnmálaflokkar reyna að auglýsa um miðjan október þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til kosninga. Allir stjórnmálaflokkar vilja auglýs- inga á strætóskýlum höfuðborgar- svæðisins þrátt fyrir að ekki sé búið að tilkynna um nákvæma tímasetn- ingu kosninga í haust. Hart hefur verið deilt um tímasetningar á kosn- ingunum, en svo virðist sem stjór- nmálaflokkarnir geri sér einhverja hugmynd um það hvenær kosning- arnar fara fram. „Allir f lokkar hafa falast eftir plássi,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux, sem selur auglýsingar á strætóskýli um allt höfuðborgarsvæðið. Eftirspurn stjórnmálaflokkanna vekur athygli, ekki síst vegna þess að það er ekki búið að tilkynna almenn- ingi tímasetningu kosninganna. Því lá beint við að spyrja Einar hvenær stjórnmálaöflin voru að falast eftir auglýsingarými á strætóskýlum borgarinnar. „Þetta var um fertugustu og fyrstu og aðra vikuna á árinu,“ segir Einar en 41. vika ársins hefst 10. október og 42. viku lýkur 23. október. Það er því hægt að álykta sem svo að kosningar verði haldn- ar á þessu tímabili, ef hægt er að taka mark á eftirspurn stjórnmá- laflanna. Það breytir þó ekki því að stjór- nmálaflokkar munu ekki sjást á auglýsingaskiltum strætóskýlanna þar sem eftirspurnin í auglýsinga- plássin eru slík að það er upppant- að til áramóta að sögn Einars. „Það er bara ótrúleg aðsókn,“ segir Einar sem gat aðeins boðið stjórnmálaflokkunum eina viku í júlí, sem myndi varla gagnast þeim fyrir kosningarnar. Spurður hvaða flokkar hafi sett sig í samband við fyrirtækið vegna auglýsinganna svarar Einar: „Þetta voru nú auglýsingastofur sem settu sig í samband við mig, en ég get sagt að allir flokkarnir vildu aug- lýsa.“ | vg Flokkarnir vilja auglýsa á strætó Allir flokkar hafa falast eftir auglysingaplássi. 4 | fréttatíminn | 6. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.