Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 06.05.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 06.05.2016, Qupperneq 8
Nánast ógerlegt verður fyrir lágtekjufólk og barnmargar fjölskyldur að sækja sér þjónustu geðlækna ef nýtt frumvarp heilbrigðisráð- herra um greiðsluþátttöku sjúklinga verður að lögum. Þá fer meðalkostnaður ör- yrkja við geðlæknisþjónustu úr 20.000 í 63.500 krónur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Meðalkostnaður öryrkja við geð- læknisþjónustu fer úr 20.000 kr. í 63.500 kr., hækkar um 43.000 kr. á ári ef frumvarpið verður að lögum. Breytingin kemur ekki aðeins við ör- yrkja heldur allan almenning í land- inu því að almennt verð fyrir fyrsta viðtal hjá geðlækni hækkar úr 13.696 kr. í 25.690 kr. eða um hátt í 12.000 kr., samkvæmt frumvarpinu. Verð fyrir hefðbundið langt við- tal hækkar úr 9.879 kr. í 16.148 kr. eða um ríflega 6.000 kr. Sú breyting veldur því að nánast ógerlegt verð- ur fyrir lágtekjufólk og barnmargar fjölskyldur að sækja sér þjónustu geðlækna. Greiðsluþak almennings verður 95.200 kr. á ársgrundvelli, samkvæmt frumvarpinu. Öryrki með geðfötlun leitar að meðaltali sex sinnum til sjálfstætt starfandi geðlækna og nokkrum sinnum til lækna á heilsugæslu og sjúkrahúsum á hverju ári. Nú fá öryrkjar afsláttarkort eftir að hafa greitt 8.500 kr. eða fyrir ríflega tvö viðtöl hjá geðlækni, samkvæmt verðskrá fyrir þjónustu geðlækna við öryrkja og ellilífeyrisþega. Í framhaldi af því greiðir öryrki svo 1.098 kr. fyrir hvert viðtal upp í sex viðtöl eða samtals um 13.000 kr. á ári. Að viðbættum nokkrum heim- sóknum á heilsugæslustöð og sjúkra- hús hækkar upphæðin upp í 20.000 kr. á ári. Ef frumvarp heilbrigðisráðherra verður að lögum greiðir sami öryrki 16.148 kr. fyrir hvert viðtal hjá sjálf- stætt starfandi geðlækni og ætti því að greiða samtals 96.888 kr. fyrir sex viðtöl að viðbættum um 5.000 kr. kostnaði vegna heilsugæslu- og sjúkrahúskostnaðar ef ekki kæmi til 63.500 kr. kostnaðarþak öryrkja, samkvæmt frumvarpinu. Öryrkinn þyrfti með öðrum orðum að greiða 63.500 kr. fyrir þjónustuna í stað- inn fyrir 20.000 kr. eða um 43.000 kr. hærri upphæð en í dag, ef frum- varpið verður að lögum. Úr Vesturbænum í strákofa Leigusali sem auglýsti fjög- urra herbergja íbúð í Vestur- bænum til leigu fyrir 285.000 krónur á mánuði fékk kaldar kveðjur frá lesendum á Facebook sem bókstaflega helltu úr skálum reiði sinnar. Svo virðist sem maðurinn hafi farið út fyrir þau mörk sem markaðurinn býður upp á, þótt leiga sé almennt orðin hærri en venjulegt fólk ræður við með góðu móti. „3.420.000 kr á ári fyrir utan hita og rafmagn….Ja hérna, hvað er í gangi,“ segir einn lesandi, meðan annar segist ætla að liggja úti í tjaldi í Reykjavík og leigja sér síðan strákofa í Eþíópíu vegna hins botnlausa okurs á Íslandi. Leigusal- inn segir að sér hafi brugðið mjög mikið við þessi viðbrögð og hann hafi ákveðið að taka auglýsinguna út í kjölfarið. | þká Öryrkjum stillt upp við vegg „Ég er hræddur um að þetta verði til þess að þeir sem verst eru staddir geti ekki leitað sér hjálpar,“ segir Bergþór Böðvarsson, talsmaður sjúk- linga á geðdeild LSH. „Fólki er stillt upp við vegg. Það þarf í raun og veru að velja á milli þess að fá læknisþjónustu eða kaupa sér mat. Fólk sem leitar eftir þjónustu geðlækna þarf alltaf að fara endurtekið í viðtöl til að það beri árangur. Öryrkjar þurfa að hitta læknana reglu- lega, annars fá þeir engin lyf. Þeir sem taka svona ákvarðanir eru ekki að hlusta á annað fólk, þeir gera bara það sem þeir komast upp með. Kannski er verið að senda þau skilaboð að fólk eigi bara að hætta að sækja sér læknisþjónustu til að draga úr álagi á kerfið.“ Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Opna listahús í skugga húsasölu Menning Listamenn á Korpúlfsstöðum opna húsið fyrir almenningi í miðju óvissuástandi Til stendur að selja Korpúlfsstaði en þar eru 40 listamenn með aðstöðu. Ákvörðunin var tekin af borgar- stjórn á síðasta ári, en húsið er þó ekki enn komið í sölumeðferð, eftir því sem næst verður komist 28 listamenn munu opna vinnu- stofur sínar um helgina auk þess sem samsýningin „Eitt eilífðar smáblóm“ verður opnuð. Þá verð- ur kaffihús opnað í húsinu um helgina. „Við tókum þá hátíðlegu ákvörð- un að líta á það sem meðvitundar- leysi borgarinnar að þeir sjá ekki dýrgripinn sem þeir eiga í jaðri bæjarins og aðstoða þá við að gera sér grein fyrir þeim einföldu sann- indum,“ segir listakonan og bú- stýra Korpúlfsstaða, Gerður Pálma- dóttir, sem mun reka kaffihúsið. Sjálf er hún með vinnustofu í þessu fornfræga húsi sem hefur verið eitt fjölmennasta aðsetur listamanna á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár. „Ef við ætlum að halda lífi í Reykjavík þá verðum við að halda lífi í menningunni,“ segir Gerður, spurð út í þá fyrirætlun ASÍ að selja listasafn sitt við Freyjugötu. „Það er verið að þrengja að listamönn- um, við finnum það og almenn- ingur líka,“ segir Gerður sem spyr blaðamann á móti: „Hvar á eigin- lega að sýna list og sinna listsköpun ef fram fer sem horfir?“ Gerður segir listamennina vera að vinna í því að fá leyfi fyrir kaffi- húsinu og sjálf vonar hún að upp- bygging innan hússins geti átt sér stað í samstarfi við borgina. Spurð hvers eðlis veitingasalan verði svar- ar hún: „Þetta verður bara svona fjósakaffi með vöfflum og góðum mat.“ | vg Heilbrigðismál Nýtt frumvarp kemur illa við tekjulága Hindrar geðsjúka í að leita sér hjálpar Kannski er verið að senda þau skilaboð að fólk eigi bara að hætta að sækja sér læknisþjónustu, segir Bergþór Böðvarsson. Mynd | Rut ALMENNUR SJÚKLINGUR 10 TIL 12 VIÐTÖL HJÁ GEÐLÆKNI Á ÁRI KOSTAR 72.000 Í DAG VERÐUR 95.200 ÖRYRKI 10 TIL 12 VIÐTÖL HJÁ GEÐLÆKNI Á ÁRI KOSTAR 20.000 Í DAG VERÐUR 63.500 Formaður Geðhjálpar Ráðherra verður að bregðast við „Það eru mjög slæmar fréttir að þessi þjónusta sé að koma svona illa við þennan hóp,“ segir Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. Hann segir að það hafi verið sláandi að reikna út hvernig frumvarpið komi við geðsjúka. Það hjálpi sárafáum en komi illa við fjöldann. Það sé í raun farið beint í vasann á þeim sem síst skyldi. „Við krefjumst þess að þetta verði skoðað betur, geðsjúkdómar eru alvarleg veik- indi. Þeir skerða lífsgæði einstaklinga og eru dýrir fyrir samfélagið, einkum þegar fólk hefur ekki tækifæri til að leita sér við- eigandi hjálpar með þeim afleiðingum að einkenni viðkomandi sjúkdóms aukast. Þess vegna skýtur skökku við að öryrkjum og öllum almenningi sé hamlað að leita sér bata með aðstoð geðlækna, eins og raunin verður ef frumvarp heilbrigðisráð- herra verður að lögum,” segir Hrannar. „Þetta er ekki það sem menn lögðu upp með. Ráðherra verður að bregðast við. Við í stjórn Geðhjálpar skorum á hann að bera velferð almennings fyrir brjósti og lækka komugjöld til geðlækna, sam- kvæmt frumvarpinu, hið fyrsta.“ | þká Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. Hrannar hyggur ekki á pólitískan frama „Lilja leitaði til mín, en við vor- um kunnug hvort öðru eftir að ég var verkefnastjóri í forsætisráðu- neytinu,“ segir Hrann- ar Pétursson sem dró framboð sitt til embættis forseta Ís- lands til baka fyrir skömmu, en til- kynnt var á mið- v ikudag inn að hann yrði aðstoðar- maður Lilju Daggar Alfreðsdóttur, nýskip- aðs utanríkis- ráðherra. Eins og Hrannar sagði þá kynntust þau Lilja í forsæt- isráðu- neytinu árið 2014. Þá gerði Hrann- ar úttekt og greiningu á úrbótum í samskiptamálum, enda þaulreynd- ur upplýsingafulltrúi. Ráðherra ræður aðstoðar- mann á pólitískum forsend- um og því spyr blaðamaður Hrannar hvort hann hyggi á pólitískan frama. Svar Hrannars við spurningunni er þó einfalt: „Nei, það geri ég ekki.“ Hrannar Péturs- son hyggur ekki á pólitískan frama en hann er nýr aðstoðar- maður utanríkis- ráðherra. Gerður Pálmadóttir, listakona og bústýra Korpúlfsstaða, 8 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.