Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 12

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 12
setti af stað verðbólgu sem snögg­ lega dró úr kaupmætti almennings og hækkaði skuldirnar. Fyrirtækin fóru hins vegar á hausinn vegna skulda sem má rekja beint til útstreymis fjármagns. Þau voru skuldsett vegna kaupa og þá fluttu fyrri eigendur söluhagnaðinn gjarnan út úr landi. Og þau voru skuldsett til að standa straum af arði til eigenda sinna, sem oftar en ekki fluttu féð úr landi. Og eins og nú hefur komið í ljós, gjarnan í skattaskjól. Almenningur misst 750 milljarða Þar sem bólan fyrir Hrunið blés upp óraunveruleg verðmæti er ekki hægt að meta skaðann af útstreymi fjár og verðfalls krónunnar með því að skoða stöðu eins og hún var á hápunkti bólunnar rétt fyrir Hrun. En ef við búum til meðaltal áranna 2004 og 2005 og reiknum síðan ár­ legan 1,5 prósent vöxt landsfram­ leiðslu kemur í ljós að fyrst þandi bólan út framleiðsluna svo hún varð samanlagt um 250 milljörðum króna hærri en hún hefði ella orð­ ið en svo súrraði Hrunið og lands­ framleiðslan langt niður fyrir það sem hún hefði verið ef við hefðum losnað við bóluna og Hrunið. Þrátt fyrir 250 milljarða króna landsframleiðslu umfram eðlileg­ an vöxt fyrir Hrun er landsfram­ leiðsla síðustu tíu ára samanlagt um þúsund milljörðum króna lægri á þessu tímabili en orðið hefði ef stjórnvöldum hefði tekist að halda utan um jafnan og öruggan vöxt. Fall landsframleiðslunnar sýnir ekki einvörðungu þann skaða sem almenningur varð fyrir. Betri leið til að skoða hann er að gera það sama við einkaneysluna, bera þró­ un hennar síðustu tíu árin saman við það sem hefði orðið ef hér hefði verið þokkalega jafn og öruggur vöxtur. Þá kemur í ljós að þrátt fyr­ ir að einkaneyslan hafi farið langt upp úr eðlilegum vexti í bólunni fyrir Hrun þá er hún enn langt und­ ir því sem verið hefði ef hér hefði ríkt jöfnuður. Ef miðað er við 1,5 prósent árleg­ an vöxt síðustu tíu árin vantar um 115 milljarða króna í einkaneyslu síðasta árs eða um 10 prósent. Upp­ safnað er einkaneysla síðustu tíu ára um 750 milljörðum króna lægri en ef hún hefði orðið miðað við stöðugt efnahagsástand og traust­ an gjaldmiðill. Skaði almennings af hruni fjár­ málakerfisins og falls krónunnar í kjölfar gríðarlegs útstreymis fjár­ muna er í námunda við þá upphæð. Sá tiltölulega fámenni hópur fólks sem tókst að koma fjármunum út úr krónuhagkerfinu varð ekki fyrir þessu áfalli heldur meirihluti almennings sem gat ekki varið sig fyrir afleiðingum þess spilavítis­ kapítalisma sem var stundaður á árunum fyrir Hrun. Gríðargróði kvótafyrirtækja Þótt efnahagslífið sé að jafna sig á Hruninu og svo virðist sem hag­ vöxtur verði góður næstu misserin eru samt hægt að benda á að geng­ Almenningur tapaði 750 milljörðum Einkaneysla gefur hugmynd um hversu mikið af falli landsframleiðsl- unnar lenti á almenningi. Einkaneyslan er um helmingur af landsfram- leiðslu en uppsafnaður samdráttur einkaneyslunnar nemur rúmlega 70 prósent af uppsöfnuðu tapi landsframleiðslu vegna Hrunsins. Miðað við 2 prósent ársvöxt einkaneyslu á mann var einkaneyslan um 115 milljörðum króna lægri í gær en hún hefði verið ef engin hefði verið bólan og ekkert Hrunið. Uppsafnað tap einkaneyslu frá 2005 er um 750 milljarðar króna miðað við 2 prósent normal vöxt, 450 milljarðar króna miðað við hóflegan 1,5 prósent vöxt en þúsund milljarðar miðað við 2,5 prósent jafnan árlegan vöxt. 1.250 1.200 1.150 1.100 1.050 1.000 950 900 2005 2015 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 Einkaneysla 2005–2015 Meðan nauðsynlegt er að halda gengi krónunnar lágu til að fæla ekki ferðamenn frá landinu sogast mikill auður að útflutningsgreinunum og þá einkum sjávarútveginum. Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja er tvöfalt og jafnvel þrefalt meiri en í öðrum greinum. Ef þetta ástand varir árum og áratugum saman án þess að kvóta- eigendur séu skattlagðir vegna veiði- réttar og gengisgróða er fátt sem getur komið í veg fyrir að Þorsteinn Már Baldvinsson og aðrir eigendur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna eignist Ísland eins og það leggur sig. isfallið, sem útstreymi fjármagns orsakaði, er enn að skaða samfé­ lagið. Það má jafnvel halda því fram að þessi atburðarás sé að umbreyta samfélaginu. Fall gengis krónunnar varð til þess að hingað streymdu ferða­ menn. Fjölgun ferðamanna er í raun eina ástæðan fyrir því að hér hefur hagvöxtur tekið við sér og horfur eru góðar þegar horft er til næstu missera. Ef fjölgun ferða­ manna væri strokuð út væri hér stöðnun og kreppa. Lágt gengi krónunnar er því for­ senda fyrir hagvexti og viðreisn efnahagslífsins. Lágt gengi krón­ unnar heldur hins vegar niðri kjör­ um almennings en færir mikinn hag til útflutningsatvinnuveganna og þá einkum sjávarútvegsins. Sögulega hefur efnahagsstjórn á Íslandi snúist um að deila út hag af auðlindum hafsins í gegnum gengi krónunnar. Þegar afurðaverð er hátt og hagur fyrirtækja í sjávarút­ vegi góður hefur gengi krónunnar verið hækkað svo hluti af bættum hag af sjávarútvegi færist til al­ mennings í formi lægra verðs á inn­ fluttum vörum. Nú er það hins veg­ ar orðið forsenda áframhaldandi hagvaxtar að halda genginu lágu. Meðan svo er búa sjávarútvegsfyrir­ tæki við fordæmalaust góðæri sem lýsir sér í því að hagur þeirra er margfaldur á við önnur fyrirtæki. Eins og fram kom í Fréttatíman­ um fyrir skömmu kom fram að frá Hruni hafa 30 stærstu kvótafyrir­ tækin hagnast um 230 milljarða króna, þegar tekinn er saman út­ greiddur arður til eigenda og hækk­ un eigin fjár fyrirtækjanna. Þetta er rúmlega 300 prósent hagur sé miðað við eigið fé fyrirtækjanna í árslok 2009. Sambærilegur hagur 24 stærstu fyrirtæka landsins í öðrum geirum var um 75 prósent af eigin fé fyrir­ Með stigvaxandi þunga runnu gríðarupphæðir úr landi Tölur í milljónum króna 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 122 +47 177 +55 197 +20 234+37 454 +220 1.128 +678 1.662 +534 2.457 +795 tækjanna í árslok 2009. Ef sjávarút­ vegurinn hefði búið við sambæri­ legar aðstæður og önnur fyrirtæki í landinu hefði bættur hagur þeirra orðið 55 milljarðar króna í stað 230 milljarða króna. Með öðrum orðum hefur hagur sjávarútvegs­ fyrirtækjanna orðið 175 milljörð­ um króna meiri frá Hruni en hann hefði orðið ef fyrirtækin byggju við sömu aðstæður og önnur fyrirtæki á landinu og ekki við það taum­ lausa góðæri sem er í greininni. Nauðsyn að hækka veiðigjöld Ef ekkert verður að gert mun þessi ógnargróði sjávarútvegsfyrirtækja verða til þess að kvótaeigendur munu eignast Ísland á næstu árum og áratugum. Kvótaeigendur hafa þegar teygt sig yfir í aðrar atvinnu­ greinar og meðan hagur þeirra fyr­ irtækja er svo miklum mun betri en annarra getur ekkert komið í veg fyrir að það haldi áfram með vax­ andi þunga næstu árin. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur brást við þessu ástandi að litlu leyti með því að stórhækka veiðileyfagjöld. Ríkisstjórn Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar lækkaði þau hins vegar aftur þótt eðlilegra hefði verið að stórhækka gjöldin. Veiðileyfagjöldin eru ekki aðeins réttlætismál og snúast ekki aðeins um eignarrétt á auðlindinni heldur eru þau nauðsynlegt hag­ stjórnartæki til að jafna út gróða sjávarútvegsfyrirtækja sem rekja má til gengisfalls krónunnar í kjöl­ far gríðarlegs útstreymis fjármagns út úr krónuhagkerfinu á árunum fyrir Hrun. 12 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016 ÚRSLITALEIKIR #olisdeildin GRÓTTA – STJARNAN Laugard. 7. maí kl. 16.00 Hertz-höllin Mánud. 9. maí kl. 19.30 TM-höllin HAUKAR – AFTURELDING Sunnud. 8. maí kl. 16.00 Schenker-höllin Miðvikud. 11. maí kl. 19.30 N1-höllin VIÐ ÞURFUM ÞIG Á VÖLLINN!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.