Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 14

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 14
14 sönghópar keppa í Norðurljósum 13. maí kl. 16.00 Kvartetta- keppni Dagana 12.–14. maí standa Fóstbræður fyrir norrænu karlakóramóti í Hörpu í samvinnu við Norræna karlakórasambandið og með stuðningi Sambands íslenskra karlakóra. Mótið er haldið í tengslum við 100 ára afmæli kórsins á þessu ári. Alls eru 23 karlakórar frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Sviss skráðir til þátttöku. Karlarsem elska Sex súper karlakórar, Egill Ólafsson og Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg 13. maí kl. 20.30 Fóstbræður og félagar í Hörpu: Akademiska Sangforeningen┃Muntra Musikanter┃Den norske Studentersangforening Männerstimmen Basel┃Karlakór Reykjavíkur ┃Fóstbræður┃Egill Ólafsson & Stórsveit Reykjavíkur Miðasala á tix.is og harpa.is Þúsund kallar Tónleikar karlakóra í sölum Hörpu 14. maí yfir daginn. Aðgangur ókeypis Norrænt mót karlakóra Hátíðartónleikar 23 karlakóra í Eldborg 14. maí kl. 18.00 Aðalstyrktaraðili mótsins: Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Það sem gerðist í Seljahlíð, þeg- ar Judith Júlíusdóttir óskaði eftir hjálp, er ekki einsdæmi,“ segir Inga Snorradóttir. Móðir hennar dvaldi á Seljahlíð þar til hún lést í fyrra. Inga telur að starfsfólkið hefði átt að hlusta betur á móður hennar. Nokkrir aðstandendur núverandi og fyrrverandi íbúa í Seljahlíð hafa á undanförnum dögum haft sam- band við Fréttatímann og sagt frá atvikum sem hafa setið í þeim, þar sem þeim hefur þótt þjónusta við aldraða í Seljahlíð ábótavant. Sum atvikin hafi átt sér stað fyrir þó nokkru þegar mannekla ríkti í Seljahlíð. Þá skrifuðu starfsmenn borgaryfirvöldum og landlækni bréf og greindu frá grafalvarlegri stöðu. Ekkert gengi að ná fá faglært starfs- fólk. Starfsmannamál Seljahlíðar hafa komist í betra horf síðan þá og nú er mönnunin sambærileg öðrum þjónustukjörnum borgarinnar. Einn íbúi Seljahlíðar sagði í sam- tali við Fréttatímann að hann hafi fyrir rúmu ári margreynt að hringja öryggiskallkerfi hússins til að fá samtal við starfsmann en enginn hafi komið inn til hans fyrr en undir morgun. Hann hafi meiðst á mjöðm og legið kvalinn alla nóttina. Ólga vegna Seljahlíðar Aldraðir Aðstandendur telja að tryggja þurfi öryggi íbúa þjónustuíbúða í Seljahlíð Fleiri dæmi eru um að íbúar sólarhringsvöktuðu þjónustuíbúðanna í Seljahlíð hafi hringt öryggiskallkerfi án þess að starfsfólk hafi brugðist við. Fleiri aðstandendur telja íbúa fá miklu minni þjónustu en þeir þurfa. Það sé ekki einsdæmi að forstöðukonan rengi frásagnir íbúa, líkt og hún gerði í síðasta Fréttatíma. Ég íhugaði stundum að gista þarna, til að kanna málið. Það hvarflaði því að manni að næturvaktin svæfi á verðinum. Inga Snorradóttir. 14 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.