Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 06.05.2016, Qupperneq 15

Fréttatíminn - 06.05.2016, Qupperneq 15
Vélarnar fást eingöngu í Bosch-búðinni. Tilboð gildir til 12. maí eða á meðan birgðir endast. Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Bosch, þvottavél Serie 4, WAN 282B7SN Ný 7 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín. og í orkuflokki A+++. Mjög hljóðlátur, kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð. Tilboðsverð: 89.900 kr. Fullt verð: 129.900 kr. Bosch, þurrkari Serie 4, WTH 8520SSN Nýr 8 kg þurrkari með íslensku stjórnborði og rafrænum rakaskynjara. Orkuflokkur A++. 40 mínútna hraðkerfi. Krumpuvörn við lok þurrkunar. Fullt verð: 129.900 kr. Tilboðsverð: 89.900 kr. Bjóðum nú Bosch þvottavél og þurrkara á einstöku tilboðsverði. 8 Frábært par, sem hugsar vel um þig. Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is Pabbi hefði þurft miklu meiri hjálp Ásta Bjarndís er ein þeirra sem fannst kunnuglegt stef í fréttum af nýliðnum atvikunum í Selja- hlíð en faðir hennar dvaldi á Seljahlíð í rúmt ár þar til hann lést árið 2014. Hún segir þó faðir hennar hafi verið ánægður í Seljahlíð hafi hann í raun þurft miklu meiri aðstoð en hann fékk í þjón- ustuíbúðinni. „Hann glímdi við einhverskonar framheilabilun og þurfti aðstoð við margt, til dæmis við að taka inn lyfin. Hann gat ekki séð um þetta sjálfur svo ég hafði ítrekað sam- band við starfsfólkið og bað um að hann fengi aðstoð við þetta. Mér var tjáð að það væri ekki í þess verkahring, þar sem hann var ekki í hjúkrunarrými. Það var því undir honum komið að taka lyfin, sem hann réði ekkert við. Oftast þurfti að leita vel til að finna starfsmann sem gat að- stoðað með eitthvað tilfallandi. Þá var nú oftast orðið við óskum mínum.“ Ásta segist hafa þurft að ganga á eftir hjálpinni í húsinu. „Ég fékk alltaf þau skilaboð að þarna væri bara veitt lágmarks- þjónusta. Maður myndi samt halda að það væri athugað með fólkið nokkrum sinnum yfir dag- inn. En það kom til dæmis fyrir að þegar barnabarn hans kom í heimsókn, þá uppgötvaðist að hann lá enn í rúminu í náttföt- um klukkan fimm um dag. Hann hafði þá ekkert borðað og var mjög áttavilltur. Eins þurfti hann aðstoð við daglegar athafnir, svo sem að fara í bað og svoleiðis en hann var bara einn þarna í íbúð- inni. Ef eitthvað bjátaði á þá hringdi hann í okkur ættingjana. Þetta var bara eina úrræðið sem hann fékk, því það var ekkert annað pláss.“ Fréttatíminn sagði frá því í síðustu viku að Judith Júlíusdóttir, 96 ára íbúi á heimilinu, hefði veikst alvarlega að næturlagi og hringt öryggiskallkerfi viðstöðulaust í 1,5 klukkustund án þess að starfsfólk kæmi henni til hjálpar. Brá hún þá á það ráð að hringja í dóttur sína sem reyndi að koma henni til bjargar en hún kom að læstum dyrum hússins. Næturvaktin svar- aði hvorki símtölum, öryggiskall- kerfi né dyrasíma. Lögreglan var komin á staðinn þegar starfsfólkið loks brást við, opnaði dyrnar og kom Judith til hjálpar. Atvikið átti sér stað fyrir hálfum mánuði. Í viðtali við Fréttatímann í síðustu viku sagði Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðukona Selja- hlíðar, að ólíklegt væri að Judith hefði hringt öryggiskallkerfinu. Hún fullyrti jafnframt að sambæri- leg mál hefðu ekki komið upp á Seljahlíð áður. Judith var í kjölfarið lofað að starfsfólk kæmi framvegis til hennar tvisvar sinnum um nótt, fyrst klukkan tvö og svo klukkan sex. Nóttina eftir atvikið, ákvað dóttir Judithar að dvelja hjá henni á Seljahlíð yfir nótt. Starfsfólkið kom hinsvegar ekki inn til hennar fyrr en klukkan fimm um morgun og var því brugðið að sjá dótt- urina í íbúðinni. Frá þessu greinir fjölskylda Judithar í samtali við Fréttatímann. Segja verklagið ekki bætt Katrín Ósk Jóhannsdóttir, barnabarn Ju- dithar, segist vilja fylgja máli ömmu sinnar fast eftir. Hún er sjálf fyrrum starfsmaður Seljahlíðar og telur nauðsynlegt að úrbæt- ur verði gerðar á íbúðakjarnanum. „Ég hef gert þá kröfu til Margrétar Ósvaldsdóttur, forstöðukonu Seljahlíðar, að lögmætir að- ilar taki út kerfið og veiti svör um málið fyrir föstudag.“ Sama dag og fjallað var um mál Judithar í Fréttatímanum greindi RÚV frá því að annar íbúi heimilisins hefði um svipað leyti dottið úr rúmi sínu og fótbrotnað en starfs- fólk ekki komið á staðinn fyrir en tuttugu mínútum eftir að kallað var á hjálp. Maður- inn býr með eiginkonu sinni í Seljahlíð en hún greip til þess ráðs að hringja í dóttur þeirra, Kolbrúnu Karlsdóttur, og biðja hana um að hjálpa úr því enginn svaraði öryggis- kallkerfinu. Kolbrún reyndi þá ítrekað að ná í starfsfólkið í síma, en enginn svaraði. Kolbrún segir í samtali við Fréttatímann að ættingjar þurfi að treysta á þjónustan sem lofað er í Seljahlíð sé veitt. Hún hafi sent Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Seljahlíðar leiddi athugun á málinu í ljós að eiginkona mannsins sem slasaðist hafi ekki kunnað á öryggiskallkerfið og ekki náð að kalla eftir hjálp. Það sé hinsvegar rétt, að starfsfólkið hafi ekki heyrt í síma hússins þegar dóttirin reyndi að ná sambandi. Judith Júlíus- dóttir íbúi í þjónustuíbúð í Seljahlíð. Katrín Ósk Jóhanns- dóttir, barnabarn Judithar. |15FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.