Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 20

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 20
20 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016 Myndir | Alda Lóa Áburðardreifarar Grasið verður grænna með góðri og jafnri áburðargjöf Model WE-B Rafhlöðuknúinn kastdreifari Vinnslubreidd allt að 2,5 m Hentugur fyrir minni garða Model WE-330 Áburðardreifari Vinnslubreidd 41 cm Rúmtak 15 lítrar Model WE-430 Áburðardreifari Vinnslubreidd 43 cm Rúmtak 20 lítrar Mosatætarar Vandaðir mosatætarar á hagstæðu verði Mosatætari með rafmótor Mosatætari með bensínótor ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Frá aldamótum hefur unga fólkið á Íslandi dregist efnahagslega aftur úr öðrum aldurshópum. Það hefur lægri laun og fær minni stuðning frá hinu opinbera en fyrri kynslóðir fengu. Margt ungt fólk reynir að lifa íslenska drauminn; kaupa íbúð, vinna mikið og skulda mikið í von um að þetta reddist. En líkurnar vinna á móti ungu fólki í dag. Fréttatíminn mun fjalla um týndu kynslóðina á næstu vikum. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Foreldrar Völu Fyrir 30 árum var Anna Yates, mamma Völu Guðmundsdóttur, einmitt að ljúka við sitt fæðingar­ orlof sem var á þeim tíma 4 mán­ uðir á Íslandi. Hún var heima með tvíburadrengi nýfædda og Völu þriggja ára þegar Þjóðviljinn birti viðtal við hana og barnsföður hennar, Guðmund J. Arason. Vala, dóttir þeirra, og sambýlismaður hennar eru í sömu sporum núna og foreldrar hennar voru árið 1986. Ágætis byrjun Lífið gerist hratt hjá þeim Ásgeiri Kára Ómarssyni, 24 ára frá Hrís­ ey, og Völu Sigríði Guðmunds­ dóttur Yates, 33 ára, sem er fædd í London og alin upp í Vogahverf­ inu. Þau fengu fimm mánuði til þess að máta sig við hvort annað áður en þeim varð ljóst að Sólrósin þeirra væri á leiðinni í heiminn. Þau héldu sig að mestu til hjá Önnu, móður Völu, í Vogunum þangað til í janúar þegar þau festu Allt sem þótti gott á Íslandi er mögulega bara að versna Vala og Ásgeir eru par og eiga saman Sól­ rós. Eins og margt ungt fólk basla þau við að láta enda ná saman og eiga eitthvert líf á meðan þau reyna að eiga fyrir reikning­ unum. Fyrir þrjátíu árum tók Þjóðviljinn viðtal við foreldra Völu um lífskjör ungs fólks. Hefur eitthvað breyst? Og mun eitt­ hvað breytast í framtíðinni? Eftir að Sólrós kom inn í líf þeirra þá hefur allt breytst. „Þetta er ekki lengur ég geri mitt og þú þitt, núna verðum við að vinna saman.“ segir Vala.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.