Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 32
Sigurlaug og Tyler hafa búið í Berlín síðan í júlí. Sigur-
laugu þekkja margir sem tónlistarkonuna Mr. Sillu og
Tyler hefur gert garðinn frægan sem tónlistarmaður
í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og víðar, meðal
annars með hljómsveitinni Princess Music.
Þau segja Berlín auðuga borg fyrir tónlistarfólk og
afslappaðri en aðrar stórborgir.
„Hér er fullt af tækifærum til að hitta fólk úti á götu
og vinna með því. Við þekkjum marga listamenn hér
sem gengur vel, svo það virðist mögulegt að lifa á
listinni hérna.“
Silla segir að erfitt sé fyrir tónlistarmann að búa á
Íslandi án þess að vera í tveimur vinnum meðfram
tónlistinni. Hún sér því ekki fyrir sér að búa í Reykja-
vík í bráð.
„Það er auðvelt og ódýrt að búa hér, auk þess
sem allir vinir okkar búa í götunni,“ segja þau. „Við
grínumst með að þetta sé eins og Friends-þáttur, við
erum hópur tíu vina sem hittist á hverjum degi, eldar
saman og nýtur lífsins. Enda reynum við að tala helst
ekki við fólk utan Weserstrasse,“ segir Tyler glettinn.
Margir þessara vina eru íslenskir og segist Tyler öf-
unda Íslendinga af því að þeir myndi alltaf náin sam-
félög hvar sem þeir séu. „Það eru auðvitað þúsund
Bandaríkjamenn á hvern Íslending, svo við tengjumst
ekki jafn sterkt og Íslendingar virðast gera.“
Allir saman á einni götu
Weserstrasse eins og Friends-þáttur
Þær Borghildur, Hrafnhildur Gissurardóttir og Petra
Valdimarsdóttir bjuggu áður allar samtímis í Amster-
dam. Þær rákust þó aldrei á hver aðra þar, heldur
kynntust fyrst þegar þær fluttu til Berlínar til að
vinna í listheiminum.
„Ef maður vill búa í stórborg er Berlín besti kostur-
inn. Hér er hægt að lifa hátt á litlum peningum, sem
ekki er í boði í öðrum stórborgum,“ segir Borghildur
Indriðadóttir, ein þriggja listakvenna sem starfa nú
saman í Berlín að sýningaröð sem þær kalla HAH.
Sýningaröðin er gerð til að koma á framfæri ungum
og óþekktum listamönnum, en stelpurnar segja meira
í boði fyrir unga listamenn í Berlín en í Reykjavík.
„Berlín er áhugaverðasti staðurinn fyrir listamenn
að búa á í dag – þetta er suðupottur listar. Fólk flytur
nú í stríðum straumum hingað annarsstaðar frá.“
Þremenningarnir segjast halda að ástæðan fyrir
fjölda íslenskra listamanna sem búa í Berlín að ein-
hverju leyti vera þá að Íslendingar séu með innbyggða
útþrá, auk þess sem ekki sé margt í boði fyrir ungt
fólk á Íslandi.
Stelpurnar eru allar reynsluboltar í sýningarstjórn,
hönnun og listsköpun, en hugnast ekki að flytja til Ís-
lands eins og staðan er í dag.
„Þar er verið að minnka við fjárhagslegan stuðning
við listheiminn, en hér í Þýskalandi eru fleiri styrkir
og því auðveldara að fjármagna sýningar og slíkt,“
segja þremenningarnir.
Allar hafa þær samt taugar til Íslands þó þær sjái sig
ekki starfa þar í náinni framtíð.
Vinnustofa og heimili HAH er á Weserstrasse og
segir Borghildur götuna vera eins og sinn æsku-
draum: „Þegar ég var lítil bjó ég í Berlín en fluttist
svo til Reykjavíkur og hef haft taugar til beggja borga
síðan. Þá óskaði ég mér að ég gæti fengið alla sem mér
þætti vænt um á Íslandi til Berlínar og allir gætu búið
saman á einni götu. Ég er ekki frá því að það sé að
gerast hér á Weserstrasse!“
Silla og Tyler á kaffihúsinu Drops
fyrir neðan íbúð sína á Weserstrasse.
Mynd | Viktor Richardsson
HAH-stelp-
urnar bjuggu
allar samtímis
í Amsterdam,
en kynntust
þó ekki fyrr en
þær fluttust til
Berlínar.
Mynd | Viktor Richardsson
Vinnustofa HAH-hópsins:
Weserstrasse155
Silla og Tyler:
Weserstrasse 155
East of My Youth:
Weichselstrasse 57
Hlýjar og þægilegar flíkur
sem auðvelt er að klæða sig í.
Flestar uppskriftirnar miðast
við að nota megi hvort heldur
er innflutt garn eða íslenska ull.
Flíkur fyrir
íslenskar
aðstæður
w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
32 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016