Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 38
Myndir | Hari
Hönnun Göngum saman
Áskorun að hanna bleikt
Lóa Hjálmtýsdóttir hannar
boli, buff og poka til styrktar
rannsóknum á brjósta-
krabbameini
Ár hvert er fenginn listamaður
til að hanna varning til styrktar
Göngum Saman, göngu sem farin
verður til styrktar rannsóknum á
brjóstakrabbameini á sunnudag.
Þetta árið tókst Lóa Hjálmtýsdóttir
á við verkefnið.
Lóa segir teikningarnar hafa
verið áskorun, en þó ekki vegna
viðfangsefnisins: „Að teikningin
yrði tengd brjóstakrabbameini
var ekkert mál, en sem mann-
eskja sem gengur alltaf í svörtu var
mikil áskorun að gera bleika boli,“
segir Lóa.
Hún segist þó hæstánægð með
útkomuna, sem notuð er á buff,
boli og töskur sem seldar verða til
styrktar rannsóknum á brjósta-
krabbameini.
Lóa segir mikla pressu á kon-
ur að líta vel út og þær fái oft þau
skilaboð að þær eigi að passa inn
í ákveðna ímynd. Hún vildi því að
bolirnir yrðu liður í því að fagna
fjölbreyttum líkömum með sögu,
hvort sem sú saga er saga baráttu
við sjúkdóm eða ekki.
„Ör og hrukkur eru eins og dag-
bók líkamans. Þau segja söguna
okkar og það ætti ekki að vera
íþyngjandi.“ | sgþ
Einfalt að lifa smátt
Hvernig er best að nýta 35 fermetra smáhýsi? Inga Rán Reynisdóttir er
fyrsti viðmælandi myndaraðarinnar Stúdentagarðarnir þar sem litið er
inn til námsmanna sem búa á stúdentagörðum. Skoðað er hvernig ungt
fólk nýtir rými þar sem nægjusemi einkennir búskapinn. Leigumarkaður-
inn er til umræðu og kynslóðin sem dreymir ekki um einbýlishúsið.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Arkitektúrnemanum Ingu Rán Reynisdóttur tókst að koma eldhúsi, svefnherbergi, stofu og vinnuaðstöðu fyrir í 35 fermetrum stúdenta-
garðsins. „Markmiðið var fyrst og
fremst að þetta yrði ekki eitt stórt
svefnherbergi. Fólk trúir því ekki
þegar ég segist koma stofu, eldhúsi
og svefnherbergi fyrir í þessu rými.“
Inga Rán segir sína kynslóð ekki
bera sömu drauma og foreldra sína,
að eignast einbýlishús og lifa stórt.
„Ég væri vissulega til í að geta lokað
að mér inn í svefnherbergi en þessi
stærð á rými hentar mér vel. Ungt
fólk í dag vill frekar nýta peningana
sína til þess að ferðast og borða úti
heldur en að eignast stórhýsi. Ég er
líka mikið á ferðinni, ver miklum
tíma í skólanum svo ég er ekki mikið
heima.“
Hillan sem skilur rúmið við stof-
una er lykillinn að rýmisnýtingunni,
samkvæmt Ingu. „Ég vildi aðskilja
rúmið frá öllu hinu, ég þarf að klifra
svolítið upp í rúmið en það býttar
engu. Í hilluna raðaði ég hlutum
sem eru mér kærir en þarna má sjá
öndina Hörpu og álfinn Pétur. Ég á
það til að skíra hlutina mína, þá þyk-
ir mér vænna um þá og hugsa betur
um þá. Einnig er ég óhrædd við að
blanda saman litum og umkringja
mig plöntum og blómum.“
Eldhúskrókurinn í íbúðinni er sér-
staklega vel heppnaður, það verður
að teljast gott að koma fyrir borði og
fjórum stólum. „Borðið er hægt að
minnka um helming og stólana má
fella saman. Svoleiðis lausnir koma
sér vel í litlu rými sem þessu. Það
skiptir þó mestu máli að sanka ekki
að sér of miklu dóti og drasli. Það
þarf ekki nema nokkrar flíkur á gólfið
og dósir á borðið þá er allt í drasli.“
Á næstu árum hyggst Inga flytja út
í mastersnám í arkitektúr, bíða þar og
vona að leigu- og fasteignamarkaður-
inn taki breytingum á Íslandi. „Það
vantar allt framboð af litlum stúdíó-
íbúðum. Að ungt fólk geti fjárfest eða
leigt litlar íbúðir sem eru undir 80-90
fermetrum. Fasteignakaup eru mér
víðs fjarri en ef eitthvað í líkingu við
stúdentagarðana býðst þá opnast
fleiri dyr fyrir ungt fólk.“
Stúdentagarðarnir #1
Inga Rán býr á stúdentagörðum og með sniðugum lausnum
kom hún heilli íbúð fyrir í 35 fermetra rými.
Ungt fólk í dag vill
frekar nýta pen-
ingana sína til þess
að ferðast og borða
úti heldur en að
eignast stórhýsi.
Hillan er lykillinn að nýtingu á
rýminu. Þarna má sjá öndina
Hörpu og álfinn Pétur.
38 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
MÍL ANÓ f rá
12.999 kr.*
LYON f rá
12.999 kr.*
VILNÍUS f rá
12.999 kr.*
VARSJÁ f rá
12.999 kr.*
VERTU
WOW Í
SUMAR
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
jún í
jún í
ágúst - september
jún í
BRISTOL f rá
7.999 kr.*
maí- jún í