Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 40
Mynd | Rut
Keppnin fer fram dagana 10., 12., og
14. maí í Stokkhólmi. Á hverju ári er
talið að 180 milljónir manna fylgist
með keppninni. Veðbankarnir í ár spá
Rússlandi, Frakklandi og Svíþjóð sigri
og stendur framlag Íslendinga, Hear
Them Calling, í 19. sæti á þeim lista.
Flosi Jón Ófeigsson, alþjóðafulltrúi
FÁSES, segir keppnina taka breytingum.
„Það er kominn nýr vinkill á keppnina.
Sjónræn framsetning skiptir gríðarlega
miklu máli. Til þess að gott lag sigri án
tæknilegrar framsetningar þarf það að
vera stórkostlegt. Það er ekki endilega
besta lagið eða flutningurinn sem kemst
lengst heldur framsetningin.“
Flosi spáir Rússlandi sigri í ár, líkt og veð-
bankarnir. „Lagið er ekta Eurovision lag
með klassísku upphækkuninni. Strákur-
inn syngur vel, lítur vel út og er dansari.
Mikið e rlagt í grafíkina á skjámyndinni
og líklegast hafa farið nokkrar milljónir í
atriðið. Hann er tmeð þetta á hreinu.“
Æfingarnar hjá Grétu Salóme á sviðinu
í Stokkhólmi hafa gengið upp og ofan.
Flosi segir stærð sviðsins og grafíkina
þarfnast æfingar. „Það er betra að gera
mistök á æfingum en á stóra kvöldinu.
Hún verður okkur til sóma.“
Tölum um… Eurovison
Hverjum er spáð sigri, hvaða atriði eru umdeild?
Tölum aðeins um Eurovision því það verður aldrei þreytt
Grundvallaratriði
Staðsetning: Stokkhólmur
Undankvöld: 10. og 12. maí
Úrslitakvöld: 14. maí
Ísland keppir: 12. maí
Bannaðir fánar í
áhorfendasal
ISIS
Palestína
Wales
Krímskagi
Norður-Kýpur
Fyrir rúmum sjö árum fór Björn, sem er 26 ára matreiðslumaður, að drekka Pepsi Max sem með tímanum þróaðist út í ávananabindandi
gosneyslu. Á hverjum einasta degi
drekkur hann 6-8 lítra af Pepsi
Max.
„Ef ég fæ ekki Pepsi Max á
klukkustundar fresti byrja ég að
skjálfa og fæ hausverk. Það er þetta
„aspartame“ sem allir eru að tala
um, ég er háður því svo þetta hefur
þróast út í fíkn hjá mér,“ lýsir Björn
Ágúst sem er alltaf með Pepsi Max
við hönd. Á næturnar vaknar hann
tvisvar til þrisvar sinnum til þess
að fá sér sopa af Pepsi. „Ég vakna
og verð að fá mér sopa. Það
fyrsta sem ég geri síð-
an á morgnana er að
fá mér Pepsi sem ég
hef við náttborðið. Í
vinnunni er ég allt-
af með flösku við
skurðarbrettið.“
Þó nokkrir hafa
komið að máli við
Björn og beðið hann
um að hætta, sem
honum tókst um
tíma. „Mamma og
pabbi hafa talað um
þetta, kærastan mín
og tengdaforeldrar. Þegar ég var
nemi á Hótel Rangá tókst mér að
hætta í þrjá mánuði. Ég varð hins-
vegar svo skapillur og hundleiðin-
legur við fólk í kringum mig að ég
byrjaði aftur. Fólk trúir því varla að
ég drekki svona mikið, enda gríð-
arlegt magn af vökva. En ég drekk
heldur ekkert annað.“
Björn er ekki að velta sér mik-
ið upp úr gosdrykkjunni en segir
kostnaðinn helsta gallann. „Sam-
kvæmt nýlegum útreikningum eyði
ég 400.000 þúsund krónum á ári í
Pepsi Max. Ég fer á nokkurra daga
fresti og birgi mig upp af tveggja
lítra f löskum í Bónus. Ég hafði
samband við Ölgerðina og kann-
aði hvort það væri ekki hagstæð-
ara fyrir mig að kaupa bretti, þau
sögðu að það væri ódýr-
ara að versla í Bónus, svo
ég geri það.“
Það er í kortunum
hjá Birni að draga úr
gosdrykkjunni og
hefst átakið í mán-
uðinum. „Þetta er
allt í vinnslu, það
gengur bara rólega.
Markmiðið er að
detta í eina flösku á
dag fyrir næsta mán-
uð. Við sjáum hvernig
það gengur.“ | sgk
Björn Ágúst Hansson vaknar nokkrum sinnum
á nóttunni til þess að fá sér sopa af Pepsi Max.
Óttarr
Proppé
segist hafa
nördalegan
áhuga á
exótískum
stöðum og
áttunda
áratugnum.
Skelfur ef hann
fær ekki Pepsi Max
Björn Ágúst Hansson drekkur átta lítra af Pepsi
Max á dag og eyðir 400.000 krónum á ári í
gosdrykkinn. Hann stefnir að því að minnka
drykkjuna í tvo lítra á dag
„Bókin sem ég er að lesa núna
er njósnakrimminn Shibumi frá
1979, eftir bandaríska höfundinn
Trevanian.
Bókin gerist í hátæknilegri tækni-
stofnun árið 1977 og aðalpersónan
er kínverk-rússnesk-þýsk-japanskur
leynimorðingi sem býr í Baskalandi
og sérhæfir sig í að koma hryðju-
verkamönnum fyrir kattarnef.
Þessi bók er stórkostleg. Það sem
er svo skemmtilegt við hana er að
Trevanian er svo á undan forminu
sem hann notar. Hann skrifar
reyfaraform þar sem hoppað er
milli heimsálfa, persóna og jafn-
vel áratuga, eins og ekkert sé,
langt áður en slík formúla var til.
Og einmitt þess vegna leyfir hann
sér svo mikið, eins og til dæmis 60
síðna langan kafla um ferð leyni-
morðingjans í hellaleiðangur – sem
kemur plottinu ekkert við en er
stórkostleg frásögn.
Shibumi sameinar minn nörda-
lega áhuga á exótískum stöðum
og áttunda áratugnum, og þess-
ari dásamlegu framtíðarmynd af
tækninni sem 8. áratugurinn hafði.
Svo er líka hressandi að sjá hvað
karlremba, sem þótti eðlileg á þeim
tíma, er orðin sjaldséð nú til dags.“
Á náttborðinu
Óttarr Proppé:
Shibumi sameinar
nördin í mér
„Þessi bók er
stórkostleg.
Það sem er svo
skemmtilegt
við hana er að
Trevanian er svo
á undan forminu
sem hann notar. “
Ég er hrifin
af framlög-
um Tékk-
lands og
Búlgaríu en
ég veit að Frakkland er
talið sigurstranglegt.
– Elísabet Ormslev
Uppáhalds
lagið mitt er
frá Eistlandi
og lagið frá
Lettlandi er
líka mjög gott. Ég óska
ég mér á hverju ári að
úrslitin verði óvænt, en
það er því miður sjald-
gæft. Ég held því að
Sergey frá Rússlandi sé
augljós sigurvegari í ár.
– Haukur Johnson
Með hvaða lagi heldur þú?
40 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016