Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 54

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 54
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ef ég ætti að lýsa fullkominni helgi með dætrum mínum þá væri það bara venjuleg helgi þar sem við náum að vera sem mest saman fjölskyldan. Það eru bestu helgarnar,“ segir Árni Helgason, lögmaður og tveggja dætra faðir. Hann er duglegur að leika við dæturnar og taka virkan þátt í því sem þær eru að gera. Beðinn um að lýsa dæmigerðri helgi nánar segir Árni að öfugt við það sem gerist á virkum dögum, þegar pabbinn vekur dæturnar, oft við litlar undirtektir, snúist taflið við um helgar. „Sigga Dögg, konan mín, hefur undanfarið tekið upp á þeirri góð- mennsku að vakna á undan mér um helgar og leyfa mér að sofa áfram. Þetta ástand fær að viðgang- ast þar til stelpurnar koma og vekja mig með látum og dagurinn byrjar. Við fjölskyldan reynum að vera dugleg að fara í sund og hjólatúra, sér- staklega núna þegar það er farið að hlýna aðeins og hitinn kominn alveg upp í 3-4 gráður, sem jafngildir íslenskri vor- blíðu. Við förum stundum út á róló í Bakkagarði, sem er rétt hjá okkur, en þar er vinsælasta tækið klár- lega aparólan og yfirleitt þónokkuð margar ferðir farnar í henni. Ég sjálfur fer yfirleitt nokkrar slíkar og læt reyna verulega á þanþol rólunnar – sem hefur haldið hingað til,“ segir Árni sposkur, en dætr- unum finnst skemmtilegt að fylgjast með pabba leika sér í rólunni. „Svo reynum við að vera dugleg að hitta fjölskylduna, en stelpurnar eru svo heppnar að eiga ömmu og afa bæði í Vesturbænum og á Selfossi.“ Árni segir það gaman að upplifa hvað dæturnar dafni og þroskist hratt. „Sú eldri, Auður Freyja, er orðin 8 ára og er vinamörg og alla- jafna með nóg að gera en gefur sér þó alltaf tíma fyrir fjölskylduna. Við erum góðir vinir, spilum fótbolta saman og stundum sokka- handbolta, lesum saman og ræðum málin. Hún er athugul og stál- minnug og fljót að reka mann á gat ef skýringar og svör eru ekki fullnægjandi. Sú yngri, Sólveig Katla, verður 3 ára í sumar og er ákaflega lífsglöð ung stúlka. Staðlað svar hennar við spurningunni um hvernig dag- urinn hennar var er: „Mjög góður“ og yfirleitt fylgir með að hún hafi leikið við bestu vinkonu sína á leik- skólanum,“ segir Árni. Sæl vertu, kæra móðir og þakka þér fyrir bréfið þitt. Ég skil áhyggj- ur þínar vel og það er mikilvægt að þú leitir aðstoðar og samvinnu til að gera það besta fyrir dreng- inn þinn. Í sandkassanum Agression eða árásargirni er yfir- gripsmikið hugtak og lýsir hegðun sem við skulum taka fullt mark á eins og þessi skilgreining sýnir; „... munnleg eða líkamleg tjáning á óvild eða reiði sem brýst út í ráðríki, þvingun eða ofbeldi sem ætlað er að skaða aðra.“ Glíman við „aðra“ er hluti af þroskaferli mannskepnunnar og við erum sjálfmiðuð og eigingjörn fyrir okkur sjálf og flokkinn okkar. Því ferli lýkur í sjálfu sér aldrei og við sjáum fullorðna ráðast að öðrum – en yfirleitt á þróaðri hátt heldur en þriggja ára börn sýna. Sandkassinn er þekkt hugtak yfir árásir og ofbeldishegðun, einmitt vegna þess að hjá börnum sjáum við ódulbúna hegðun og heiðarleg samskipti án þess félagslega taum- halds sem þjálfast ár frá ári. Ógnir lífsins Árásargirni sprettur oftast af ótta og fyrir þriggja ára barn er margt að óttast í stórum barnahópi. Fær einhver meira en „ég“ af spenn- andi leikföngum eða er kennar- inn að sinna einhverjum öðrum börnum eða ætlar einhver að rífa skófluna af mér og betra að vera fyrri til athafna. Sem sagt; enda- lausar ógnir sem einbirnið þarf aldrei að reyna heima hjá mömm- unni og ekki einu sinni pabbi til staðar til að taka athyglina. Svo er það vanmátturinn sem fylgir því að vera lítið barn með „stórt skap“; óendanlega sjálfstæðisþörf en oft takmarkaða getu. Því fylgir oft sár ör- vænting sem börn sýna með reiði og gráti og árásum á aðra. Þau þurfa aðstoð en án þess að vera niðurlægð og heima getur mamma hjálpað. Í leikskólanum eru margir sem þurfa aðstoð og eins er það enn sárara en ella að mistak- ast fyrir framan hóp af börnum. Svona má lengi telja og þriggja ára barn hefur ekki forsendur til að stöðva sig hjálparlaust í mörgum tilvikum. „Karlmannsleysið“ Fjölmörg börn alast upp hjá ein- stæðum foreldrum og þú skalt alls ekki næra sektarkennd í hjarta þér þótt enginn uppkominn karl sé á heimilinu – fyrirmyndir finnast víðar en á heimilinu. Hins vegar skaltu sýna drengnum þínum ákveðni og taka þér óumdeilt vald í litlu fjölskyldunni til að hann fari ekki að skipa hlutverk eigin- mannsins – eitthvað sem getur gerst ef þú ert alltaf að hjálpa og þjóna og sýna endalausa athygli. Þá ert þú óafvitandi farin að leyfa honum að seilast of djarflega til valda yfir öðrum annars staðar, rétt eins og „heima hjá mömmu.“ Vandi skólans eða barnsins? Leikskólinn er ekki að mæta væntingum þínum og ég skil vel að þú veltir fyrir þér að færa hann í annan leikskóla. Hins vegar veit ég af eigin reynslu að innan hvers leikskóla og grunnskóla er frábært starfsfólk sem vill mæta þörfum barna af umhyggju og elsku. Þess vegna myndi ég ráðleggja þér deila áhyggjum þínum með kenn- urum og skólastjóra áður en þú tekur ákvörðun. Þú getur fengið vinkonu eða fjölskyldumeðlim með þér á fundinn til stuðnings. Tillaga mín er að þú óskir eftir að- stoð sérfræðings þar sem þriggja ára barn er oftast komið með ögn meira taumhald í samskiptum en þú lýsir. Slíkt mat svarar spurn- ingu þinni um vanda skólans eða barnsins og þið mæðgin hafið allt að vinna en engu að tapa. Gangi ykkur allt í haginn, kæra umhyggjusama móðir og yndislegi drengur sem munt ná tökum á frábærum samskiptum. Uppeldisáhöldin Lemur, bítur og slær Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Hæ Magga Pála! Átt þú einhver ráð við þriggja ára gutta sem slær og hrindir og bítur önnur börn? Ég er búin að lesa mikið um þetta og flestir fræðingar segja að þetta sé eðlilegur hluti af þroska barna sem hafa litla færni í málinu og mikinn vilja til að vera sjálfstæð og bjarga sér sjálf og það á við um hann. Hann er duglegur strákur, klæðir sig næstum sjálfur, alltaf að brasa og vinna en er ekki farinn að tala mjög mikið ennþá. En mér skilst að hjá flestum sé árásargirni að líða hjá á þessum aldri en minn gutti er agg­ ressívur sem aldrei fyrr. Þetta er orðið dálítið leiðinlegt í leikskólanum því þótt að leikskólafólkið sé með hann í stífu eftirliti þá dugar það ekki alltaf og það er ekki óalgengt að eitthvert barn fari heim með bitför eftir hann. Ég skammast mín fyrir þetta og er farin að hugsa alls konar vitleysu eins og hvort að hann sé að gjalda eitthvað fyrir það að ég sé einstæð móðir og hann fái ekki nægan karlaaga því pabbi hans býr í útlöndum, eða hvort að leikskólinn sé kannski ekki nógu góður… En það skrítna er að heima með mér er hann undurblíður og góður og sýnir aldrei þessa ofbeldisfullu hegð­ un sem hann sýnir þegar hann er búinn að vera innan um börn í smá stund. Mynd | NordicPhotos/Getty Spilar sokka-handbolta og leikur sér í aparólunni Árni Helgason lögmaður lýsir fullkominni helgi með dætrum sínum Gæðastundir um helgar Árni Helgason lögmaður nýtur þess að vera með dætrum sínum, Auði Freyju og Sólveigu Kötlu, um helgar. Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me …fjölskyldan 10 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 „Ég læt reyna verulega á þanþol rólunnar“ Líkami & Lífsstíll FLUTT Í GARÐABÆ Líkami & Lífsstíll hefur flutt verslun sína í Gilsbúð 5, Garðabæ. Af því tilefni bjóðum við 20% afslátt af öllum vörum í verslun dagana 6. - 13. maí. Kíktu við í Gilsbúð 5 og gerðu góð kaup. Opið 11-17 virka daga. | Sími 571 7000 | likamioglifsstill.is Ekki láta beinhimnubólguna aftra þér í sumar! Vertu klár í hlaupin með Zensah Compression legghlífum, sokkum og armhlífum. Fyrirbyggir beinhimnubólgu og hámarkar endurbata.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.