Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 70
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@amk.is
Úff. Mig hefði aldrei í mínum villtustu draumum dreymt að þetta gengi svo vel,“ segir söngkonan
Hildur Kristín Stefánsdóttir um
frábærar viðtökur hennar fyrsta
lags, I'll walk with you, sem kom
út fyrr á þessu ári. Hildur hefur
verið söngkona hljómsveitar-
innar Rökkurró og segir það allt
annars eðlis að standa ein sem
listamaður en sem hluti af hljóm-
sveit. „Mig hafði langað til að
gera þetta lengi en aldrei þorað
– ekki fyrr en ég tók þátt í Euro-
vision. Eftir þá reynslu öðlaðist
ég kjarkinn til að láta vaða og
hætta að hugsa um hvað öðru
fólki finnst. Ummælin á Twit-
ter hertu mig,“ segir hún og
hlær.
Lagið I'll walk with you
virðist höfða til allra aldurs-
hópa og allt frá fjögurra ára
börnum upp til heldri borgara
eru hummandi hið mjög svo
grípandi viðlag. „Ég vissi alveg
að lagið væri grípandi en mig
óraði ekki fyrir að það myndi
höfða til jafn ólíkra hópa og raun
ber vitni,“ segir Hildur. Hún
fær reglulega send myndbönd á
Snapchat af krökkum að syngja
lagið og segist hafa grátið þegar
hún fékk sent Snapchat af fullri
rútu af börnum syngjandi lagið
hennar.
Hildur segist ekki vera orðin
fræg enda séu ekki margir farnir
að tengja andlitið við lagið. „Það
eru helst lítil börn sem stara svo-
lítið á mig og síðan fólk sem er
komið í glas. Það er alveg óhrætt
við að ræða við mann um lagið
Kerry Washington ófrísk í annað sinn
Leikkonan, Kerry Washington, sem
margir elska úr þáttaseríunni SCANDAL, á
von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina
Isabelle með eiginmanni sínum, Nnamdi
Asomugha. Kerry fór mjög leynt með sam
band sitt við Nnamdi í byrjun og hennar
nánustu vinir vissu ekki af því að þau væru
að hittast. Þau giftu sig meira að segja í
mikilli leynd í júní 2013 eftir að hafa verið að
hittast í þrjú ár, svo lítið bæri á. Nnamdi er
fyrrum stjörnuleikmaður hjá 49ners. Kerry
hefur alltaf haldið einkalífi sínu frá sviðs
ljósinu og segist, í viðtali hjá Glamour, vilja
halda því þannig.
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur
var í Istanbúl á dögunum þar sem
hann var viðstaddur ljóðahátíð. Ei-
ríkur veiktist í þessari ferð.
„Ég hélt fyrst að ég væri hugsan-
lega með matareitrun eða bara
meltingartruflanir. Þetta byrjaði
nóttina áður en ég flaug heim,“ segir
Eiríkur sem fór beint í apótek þegar
heim var komið og fékk lyf sem
slógu aðeins á verkina. Þegar leið á
vikuna á eftir og Eiríkur var kominn
í heimabæ sinn, Ísafjörð, fóru verk-
irnir hins vegar versnandi.
„Á föstudagskvöldið fór ég að
gúgla og komst að því að líklega væri
ég með einhvers konar botnlanga-
bólgu. Ég hef ekki farið til læknis í
tuttugu ár og einhvern veginn eru
skrefin lengri eftir því sem lengra
er liðið frá því að maður fór; svo ég
hringdi ekkert upp á Heilsugæsluna
á Ísafirði fyrr en á mánudeginum,“
segir Eiríkur sem var í kjölfar skoð-
unar á þriðjudeginum lagður inn.
Kom þá í ljós að Eiríkur hafði fengið
botnlangakast sem er samt stað-
bundið og sýkingin bundin botn-
langann eingöngu.
„Það er hætt við að sýkingin
Fékk kjarnorkusýklalyf í æð
Eiríkur Örn hafði ekki farið til læknis í tuttugu ár þegar hann fékk botnlangakast
Veiktist í Istanbúl Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl fékk botnlangakast en verður samt
ekki skorinn upp fyrr en í haust.
Justin Bieber lögsóttur
Justin Bieber hefur komist í kast við lögin en
maður að nafni Robert Earl Morgan hefur höfðað
mál á hendur honum. Robert segir að Justin hafi
eyðilagt símann hans í næturklúbbi sem kallaður er
Cle. Justin var að sturta í sig í bjór í gegnum trekt
og myndaði Robert athæfið. Justin endaði hinsveg
ar á því hella yfir sig bjór og þegar hann sá að verið
var að taka upp varð hann reiður. Hann tók símann af
Robert og braut hann. Robert vill fá 100.000 dollara í bætur
fyrir tjónið því hann segir að með þessu hafi hann tapað mikilvægum
upplýsingum og myndum sem ekki er hægt að endurheimta.
Hjálpar konunni með neglurnar
Jenna Dewan-Tatum, eiginkona Channing Tatum, er rosalega
ánægð með sinn mann þessa dagana. Hún gerir í því að birta skemmti
leg Snapchat myndbönd og myndir af manninum sínum þar sem hann
hjálpar henni. Fyrst birti hún mynd af honum þar sem hann er að þrífa
af henni naglalakkið af tánöglunum. Svo kom myndband af því þegar
hann er að blása á táneglurnar til að þurrka nýja lakkið. Ekki fylgdi það
sögunni hvort hann var sá sem setti naglalakkið á eða hvort eiginkonan
hafi sjálf átt heiðurinn af því.
breiði úr sér ef þau opna. Þess vegna
var ég settur á einhver kjarnorku-
sýklalyf í æð eins lengi og líkaminn
bara þoldi það. Þetta er þá bara
alveg steindrepið og svo leyft að
liggja,“ segir Eiríkur og bætir við
að hann muni ekki fara í uppskurð
á botnlanganum fyrr en í haust og
botnlanginn eigi að geta verið til
friðs þangað til. „Ég hefði hugsan-
lega verið skorinn í sumar en ég
verð væntanlega á miklu flakki
í sumar svo ég vona að ég haldi
heilsu þangað til í haust,“ segir þetta
önnum kafna ljóðskáld. | ks
Grét þegar rúta af
börnum söng lagið
hennar á Snapchat
Söngkonan Hildur hefur slegið í gegn með sínu
fyrsta lagi I'll walk with you. Það tók hana mörg ár
að öðlast hugrekki til að gefa út sitt eigið lag ein-
sömul. Þátttaka í Eurovision í fyrra fékk hana til
að hætta að hugsa um hvað fólk segir.
Nýtt lag á leiðinni
Hildur situr ekki auðum höndum
en í næsta mánuði kemur nýtt lag
frá henni sem unnið er í
samstarfi við tónlistar
manninn h. dór.
Hildur segir lagið
öðruvísi en I'll walk
with you en það lag
var unnið með Loga
Pedro úr Retro Stef
son. Hún semur lög
og texta og segir að nú
sé tækifæri til að vinna með sem
fjölbreyttustum hópi tónlistar
fólks til að lögin fái hvert sinn
blæ þótt hún vilji auðvitað halda
sínum stíl.
Fimm uppáhaldssöngkonur Hildar
Beth Gibbons
Portishead
„Mótaði söng-
stílinn minn
á tímabili. Á
smá í röddinni
minni.“
Emilíana
Torrini
„Hef alist upp með
henni. Uppáhalds
íslenska söng-
konan þegar ég
var yngri.“
Stevie Nicks
„Hún er svo
mikill töffari.
Það skín í gegn
í rödd hennar.“
Beyoncé
„Sannar með
nýju plötunni
að hún er einn
fremsti lista-
maður heims.“
Björk
„Heillaðist
jafnmikið af
karakternum
og röddinni.“
og fá mynd af sér,“ segir Hildur
og skellir upp úr.
Og það eru breytingar í vænd-
um hjá þessari vinsælu söngkonu.
„Ég var að vinna hjá QuizUp og
var ein af þeim sem sagt var upp
í fjöldauppsögnunum um daginn.
Þannig að ég er bara að leita mér
að nýrri vinnu. Það góða er að á
meðan ég er að leita get ég eytt
meiri tíma í tónlistina.“
Eftir þá
reynslu
öðlaðist ég
kjarkinn til að
láta vaða og
hætta að hugsa
um hvað öðru fólki
finnst. Ummælin á
Twitter hertu mig.
…fólk 26 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
280cm
98cm
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksi s
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Fax feni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12- 8 ∙ laug. 11- 6
Frábær verð, smart vöru ,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leg ings háar í
mittinu
kr. 5 0 .
Tökum upp nýjar vörur dagle a
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mitt nu
kr. 5 0 .
Tökum pp nýjar vö ur d gl ga
Bláu húsin Faxafeni · S. 58 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mitt nu
kr. 5 0 .
Tökum pp nýjar vö ur daglega
Við bjóðum
góð verð
alla daga
Rykfrakki
kr. 16.900
Til í mörgum
stærðum.