Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 72

Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 72
Aðeins átta sýningar Söngleikurinn Mamma mía hefur slegið í gegn í Borgarleikhús- inu og hafa tugþúsundir Íslendinga keypt sér miða. Vinsældirnar eru slíkar að þær virðast hafa áhrif á aðrar leiksýningar. Þannig var sýningum á Hleyptu þeim rétta inn hætt í Þjóðleikhúsinu eftir aðeins átta sýningar þrátt fyrir að verkið hafi fengið fína dóma. Verkið var umtalað eftir að Vig- dís Hrefna Páls- dóttir slasaðist illa á æfingu en Lára Jóhanna Jónsdóttir hljóp í skarðið og þótti standa sig með prýði. Söngkonan Madonna vakti mikla athygli fyrir klæðnað sinn á samkomunni Met Gala á dögunum. Madonna var klædd í eitthvað, sem erfitt er að lýsa með orðum, frá hin- um þekkta hönnuði Givenchy. Hún hefur í gegnum tíðina farið ótroðnar slóðir í fatavali en mörgum fannst steininn taka úr með þessu svarta dressi sem gerði þó enga tilraun til að hylja brjóst eða rasskinnar – skildi fátt eftir fyrir ímyndunaraflið. En það var ekki tilviljun að Mad- onna klæddi sig eins og raun bar vitni. Hún var að eigin sögn að minna á réttindabaráttu heldri kvenna, sem hún segir að sé ennþá stödd á miðöldum, með klæðaburðinum. „Við höfum barist fyrir borgaralegum réttindum og réttindum samkyn- hneigðra en við lifum enn þá á mið- öldum þegar kemur að réttindum kvenna. Klæðnaður minn var pólitísk yfirlýsing. Sú staðreynd að fólk trúir því enn þá að kona megi ekki klæða sig kynþokkafullt og vera ævintýra- gjörn þegar hún er komin yfir ákveð- inn aldur sýnir hversu stutt við erum komin í réttindabaráttu kvenna,“ segir hin 57 ára gamla þokkagyðja. Afsakar klæðnað með réttindabaráttu Jón leikstýrir sjálfur Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir tökur á sjónvarps- þáttunum Borgarstjóranum sem Jón Gnarr, dagskrárstjóri Stöðvar 2, skrifaði og hyggst sýna á Stöð 2 næsta vetur. Jón fer með aðalhlutverkið í þáttunum og verið er að ganga frá ráðningu á öðrum leik- urum. Þá er frá- gengið að þær Gagga Jóns- dóttir og Silja Hauksdóttir leikstýra, en sjálfur mun Jón Gnarr þó leik- stýra tveimur þáttum. Star Wars-liðið á leiðinni Og talandi um tökur á erlend- um stórmyndum. Nú styttist óðum í að tökur hefjist hér á annarri myndinni í nýjum Star Wars-þríleik. Erlent starfsfólk er farið að flykkj- ast til landsins og undirbúningur er í fullum gangi. Ekki hefur enn verið upplýst hvort leikararnir komi hingað til lands eða hvort hér verði bara bakgrunnstökur. Víst er að margir af yngri kynslóðinni munu fylgjast spenntir með því hvort nýj- ar stjörnur á borð við Daisy Ridley sem leikur Rey komi hingað. Balti í samkeppni við True North Það gæti orðið hörð bar- átta kvikmyndafyrirtækja hér á landi um að þjónusta erlend tökulið kvikmynda á næstunni. True North hefur verið stærst á þessum markaði en Pegasus og Saga Film hafa einnig látið til sín taka. Nú hefur Baltasar Kormákur boðað innreið sína á markaðinn með fyrirtækið RVK Studios og meðal annars tilkynnt það í Hollywood Reporter. Baltasar var áður einn eigenda True North og mun því berjast við fyrrum félaga sína um að taka á móti kollegum sínum frá Hollywood. BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16 SVEFNSÓFAR góðir að nóttu sem degi... -15% RECAST kr. 129.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 110.415 UNFURL kr. 109.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 93.415ZEAL kr. 79.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 67.915 TRYM kr. 198.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 169.000 alla föstudaga og laugardaga Pólitísk yfirlýsing „Ég klæði mig eins og ég vil,“ segir Madonna. Mynd | NordicPhotos/Getty „Ég var með sjálfsmorð og dauða á heilanum“ Rósa Guðmundsdóttir í viðtali í amk… á morgun

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.