Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 10
Árið 2010 var áætlað að tíu þúsund ársverk væru í skapandi greinum en það er svipað og í landbúnaði eða fiskvinnslu og helmingi fleiri störf en í áliðnaði. Stjórnendur Listaháskólans, sem menntar flesta Íslendinga inn í þennan ört vaxandi geira, telja hinsvegar að skólinn njóti ekki sama skilnings og aðr- ar háskólastofnanir. Skólinn hefur ekki fengið húsnæði til framtíðar og er í raun á hrakhólum, framlög til rannsókna eru umtalsvert lægri en til annarra háskóla og hlutfall skólagjalda í rekstri skólans hefur farið hækkandi. Miðað við þá fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur kynnt á Alþingi til næstu ára, verða fjárveitingar til háskólanna ekki hækkaðar. Komið hefur fram að það þurfi að loka á hundruð nemenda í háskól- um landsins á allra næstu árum, ef stjórnvöld breyti ekki verulega um stefnu. Í Listaháskólann kemst hinsvegar einungis fjórðungur um- sækjenda, það eru strangar að- gangskröfur og erfitt að sjá fyrir sér að herða þær enn frekar. Fríða Björk Ingvadóttir, rektor Listaháskólans, segir að háskólarnir bókstaflega hangi á horriminni eins og staðan er núna. Þá eigi að sækja til þeirra 3,7 milljarða til að leggja í hús íslenskra fræða, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Það eru alvarleg tíðindi fyrir alla há- skólana en kannski einna verst fyr- ir Listaháskólann sem ber skarðan hlut frá borði, eins og dæmið lítur út núna. Listaháskólinn er enn á hrakhólum eftir sautján ára starf og greiðir 180 milljónir króna í leigu á ári, eða hátt í 20 prósent ríkisframlaga til skólans. Þá hafa skólagjöld nemenda hækkað jafnt og þétt en framlag ríkisins staðið í stað. Í ár var skólinn rekinn með 80 milljóna tapi og þurfti að grípa til niður- skurðarhnífsins. Fjársvelti og húsnæðishrak setur mark sitt á skólastarfið LISTAHÁSKÓLINN ER OLNBOGABARN Í SKÓLAKERFINU Framlög lækka Nemendum Listaháskólans hef- ur fjölgað um 68 frá árinu 2007 en framlög hafa hækkað á sama tíma um 6 milljónir og föstum starfsmönnum hefur fækkað um 4. Meðan ríkið greiddi 2,4 milljónir á hvern nemanda árið 2007 greiðir það einungis rúmlega 2 í dag á nú- virði. Í ár var skólinn rekinn með nærri 80 milljóna króna tapi. Meðan allir háskólar fengu samtals 333 milljón- ir á fjárlögum ársins, til að mæta út- gjöldum, þar á meðal uppsöfnuðum halla, fékk Listaháskólinn ekkert. Skólayfirvöld hafa hafist handa við að sameina bókasöfn skólans. „Þá hefur mötuneytunum verið lokað og sex starfsmönnum sagt upp. Fríða Björk Ingvadóttir segir að lengra verði ekki gengið án þess að það fari að bitna alvarlega á gæð- um námsins. Hún segir að allstaðar hafi verið skorið nærri beini, nema í náminu sjálfu. Yfirbyggingin sé mjög lítil, það sé enginn aðstoðar- rektor, enginn ritari, enginn kerfis- stjóri, enginn fjármálastjóri, ekkert skjalavörslusafn sem sé í raun brot á lögum. Listaháskólinn var stofnaður fyrir hartnær tveimur áratugum en þrjú markmið voru sett strax í upphafi, að búa til þverfaglegan listaháskóla, að leysa húsnæðisvanda skólanna sem hann leysti af hólmi og skapa fjárhagslegt hagræði með samvinnu þeirra. Skólinn hefur hinsvegar verið á hrakhólum allt frá stofnun og starfar á fjórum mismunandi stöðum í borginni, í Þverholti, á Sölvhólsgötu, í Laugarnesi og í Austurstræti. Húsnæðismálin hafa, að mati stjórnenda, komið í veg fyrir að sameiningin næði tilsettu marki, það er dýrara að starfa á fleiri en ein- um stað, það stendur líka í veg fyr- ir hinni þverfaglegu samvinnu sem var eitt af markmiðunum. Þá áætla stjórnendur skólans að óhagræði vegna húsnæðismála kosti skólann um 50 milljónir á ári. Lítið fé til rannsókna „Samanburður við aðrar háskóla- stofnanir á Íslandi bendir til þess að skólinn njóti ekki sama skilnings og aðrar háskólastofnanir hafi ekki sömu vigt þegar kemur að því að sækja fjármagn,“ segir Fríða Björk Ingvadóttir, rektor Listaháskólans. Þannig er skólinn að greiða lægstu Meðan allir háskólar fengu samtals 333 millj- ónir á fjárlögum ársins, til að mæta útgjöldum, þar á meðal uppsöfnuðum halla, fékk Listaháskólinn ekkert. Alm ar Atla son vakti heimsathygli fyrir umtalaðan gjörning en hann bjó „nak inní kassa“ í sal Listaháskólans í Laugarnesi í desember í fyrra. Heildarframlag ríkisins til LHÍ og skóla- gjöld 2007-2016 í milljónum króna á verðlagi jan. 2016. Nemendafjöldi í LHÍ 2007-2016 0 400 300 200 100 0 2007 2016 1.000 800 600 400 200 0 Framlag ríkisins Skólagjöld 2007 2016 Framlag ríkisins til LHÍ per nemanda 2007- 2016 í milljónum króna á verðlagi jan. 2016 2,5 2 1,5 1 0,5 0 2007 2016 Hlutfall skólagjalda hefur farið vaxandi í rekstri skólans en framlag ríkisins hefur nánast ekkert hækkað frá stofnun skólans, þrátt fyrir að nemendum hafi fjölgað. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Meðallaun prófessora í ríkisháskólunum 730.000 Meðallaun prófessora í LHÍ 519.000 10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016 Ertu með góða hugmynd að viðburði fyrir Menningarnótt? Við ætlum að styrkja skemmtilega og frumlega viðburði á Menningar- nótt 2016 sem haldin verður 20. ágúst nk. Viðburðir hátíðarinnar fara fram á torgum, í húsasundum, görðum, galleríum, verslunum, menningar- stofnunum og heimahúsum. Við úthlutun í ár verður kastljósinu beint að viðburðum tengdum Grandanum. Sú tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrk- veitingu og tekið verður vel á móti öllum umsóknum. Menningarnæturpotturinn er samstarfs- verkefni Höfuðborgarstofu og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningar- nætur frá upphafi. Veittir verða styrkir úr pottinum, 50-250.000 kr. til einstaklinga og hópa sem vilja skipu- leggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt. Tekið er við umsóknum um styrki úr sjóðnum til og með 31. maí á www.menningarnott.is. Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar veita viðburðastjórar Höfuðborgarstofu í síma 590 1500 og á menningarnott@reykjavik.is. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.