Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 38
Hrafnhildur flutti til Berlínar árið 1982 og lærði sérkennslufræði við FU. Hún bjó fyrst á fimmtu hæð á Haubachstraße í Charlotten- burg þar sem kolin voru sótt nið- ur í kolakjallarann, en það voru svona eggjakol sem fuðruðu upp. „Ég man eftir því að hafa geymt fötin mín fyrir næsta dag undir sænginni svo að það yrði auð- veldara að fara á fætur.“ „Í byrjun vorum við varla fleiri en 20 Íslendingar í borginni. Svo fæddust börnin og hópurinn stækkaði og voru nálægt 50 þegar myndin var tekin 1989. Ég gat ekki hugsað mér að fæða á þýsku og fór heim og fæddi Stíg „á íslensku“ árið 1984. Stígur synti um einsog fiskur í sínu þýska umhverfi en um leið og hann fór yfir landamærin þá var ekki hægt að fá eitt orð upp úr honum á þýsku, hvernig sem ömmurnar reyndu. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar við mæðgin flugum til baka til Berlínar eftir langa sumardvöl á Íslandi, ekki stakt orð á þýsku og þýska flug- freyjan hjá Aeroflot spurði: „Darf Ich Ihnen etwas anbieten?“ og Stígur, þriggja ára, svaraði um hæl: „Bitte geben Sie mir ein Ap- felsaft mit Eiswürfel.“ „Í Berlín var mikið umburðar- lyndi fyrir skrýtnu fólki, en alltaf þessi krafa um að vera PC og að borða „Sonnenblumenbrot“. Á foreldrarekna leikskólanum hans Stígs kom tilkynning um að rauða Haribo hlaupið væri eitrað og það mætti ekki borða það. Síðan kom tilkynning um að bláa Hari- bo væri líka eitrað og krakkarn- ir tíndu samviskusamlega eitrið frá og lögðu það til hliðar, nema Stígur sem var mikill nammigrís. Einu sinni vorum við saman í bíó og Stígur sat þar alsæll með sitt nammi, ekki nema það að í næstu röð sátu feðgin þar sem dóttirin var með gulrætur í poka. Pabb- inn bendir í áttina til okkar Stígs og segir við dótturina: Guck mal wie die Kinder verwöhnt werden, sem þýðir á lausbeislaðri íslensku, sjáðu, hvernig dekrað er við börn- in.“ „Þetta var á þessum pönkárum, allir með litað hár. Ég gleymi því ekki þegar ég, ásamt einhverjum Íslendingum, var að þvælast seint um kvöld í Kreuzberg og það kom svona hópur á móti okkur af þýsk- um pönkurum, uppstrílaðir með bleika handakamba, nælur og dót í andlitinu og rottu á öxlinni, en það var eins og við manninn mælt þrátt fyrir að engin umferð væri í kringum okkur, þá biðu pönk- ararnir á rauða ljósinu á meðan við villingarnir löbbuðum yfir án þess að blikna.“ Berlín 1989 barnið var gult eins og það væri með gulu eftir allan gulrótarsafann. Í Berlín lærði ég líka að elda og það var gaman að elda af því að það var svo gott. Á Íslandi var ekk- ert á boðstólum nema tómatar og gúrkur. Og ég var sólgin í grænmeti sem ég keypti hjá Tyrkjanum og Tyrkjabúðin var, samanborið við Bioladen, óður til lífsins. Þar flæddu yfir allar hugsanlegar tegundir af ólívum og fetaosti, kökum í sírópi, halvasælgæti, rúsínum og möndl- um í sekkjum og allt þetta úrval af grænmeti var mikill munaður. Þjóðverjar voru og eru líklega ennþá með frábært heilbrigðiskerfi. Þeir tóku ungbörnin nýfædd í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeð- ferð og ég fór í fyrsta sinn í nál- arstungur á ævinni þegar töflur sem læknirinn gaf mér virkuðu ekki á höfuðverkinn. Sumir læknanna voru hómópatar og gáfu út remed- íur samhliða pensiíni. Fyrir þessa þjónustu borgaði ég sem námsmað- ur einhverja smáaura í sjúkrakass- ann og fékk í staðinn sálfræðing, nudd og spangir og allt það maður þarf til þess að vera keikur í spori. Þýska þjóðarsálin Á yfirborðinu var Berlín frekar ró- leg og eitthvað skjól þarna innan múrsins. Það var engin herskylda, þannig að þýskir friðarsinnar fluttu til Berlínar og samkynhneigðir úr sveitum Þýskalands settust þar að. Það var því þessi víðsýni í loftinu en á sama tíma þessi þýska reglu- festa og pólitísk rétthugsun. Það er ótrúlegt hvað tvær þjóðir geta verið ólíkar, eins og Þjóðverjar og Frakk- ar, sem búa sitt hvoru megin við landamærin, en það liggur við að Frakkarnir fari frekar yfir á rauðu en grænu ljósi. Ef þú vogar þér að ganga yfir á rauðu ljósi í Berlín þá áttu á hættu að fá gusuna yfir þig. Þá stendur þjóðin þéttingsfast saman, ungir og gamlir, og hella úr skálum reiði sinnar, oftast yfir ein- hvern útlendingsbjána eins og mig sem lærði í Reykjavík að hlaupa yfir á rauðu áður en vindurinn feykti mér út í sjó. Innri barátta útlendingsins Margir af Íslendingunum stunduðu nám við Freie Universitet sem var hálfgerður hippaskóli á þessum tíma, stofnaður eftir að múrinn var byggður en Humbolt skólinn varð eftir í Austur-Berlín. Freie Universitet stóð undir nafni og var frekar frjálslegur skóli í hvað varð- aði skil og námsárangur og sumir nemendanna voru komnir til ára sinna og höfðu kannski verið viðloð- andi skólann í 10 eða 15 ár og ekkert bólaði á útskrift. Við Ósk Vilhjálmsdóttir sátum í tímum hjá voða gáfuðum listasögu- prófessor í Hochschule der Kunste. Ég man hvað mig langaði að fá ein- hvern botn í þessa fyrirlestra herra Kerbers, en ég fór alltaf jafn ringl- uð út eftir tíma hjá honum. Hjá Ker- ber voru gjarnan heitar umræður um listasögu og heimspeki og þýsku krakkarnir töluðu, að því virtist, endalaust, langlokur sem byrjuðu á einni sögn. Maður beið svo og beið eftir næstu sögn sem kom svo aldrei eða ef hún kom loksins þá tapaðist þessi örfíni þráður sem ég hélt mig hafa náð. Austrið Það var hægt að skreppa í dagsferð yfir til Austur-Berlínar í gegnum Check point Charlie, en það þurfti að skila sér til baka fyrir miðnætti og eyða gjaldeyrinum sem manni var uppálagt að kaupa. Búðirnar voru meira og minna tómar, að vísu gátu tónlistarnemar náð sér í klassískar nótur, aðrir gátu keypt sér das Kapi- tal og kommúnistaávarpið, drukkið bjór og kaffi og fengið fremur þurr- lega þjónustu. Ég veit ekki hvað við Íslend- ingarnir skildum vel þessar absúrd aðstæður. Ég man allavega að það bar ekki á neinni samkennd með Austur-Þjóðverjunum sem þjónust- uðu okkur. Það var meira eins og manni fyndist örlög þeirra vera sjálf- sköpuð eins og hugmyndir eru al- mennt um fátækt fólk, að það sé því sjálfu að kenna. Þegar múrinn féll kom í ljós að Ís- lendingarnir áttu oft meiri samleið með Austur-Þjóðverjum. Þeir voru einsog útlendingar í vestrinu. „Der Ossi“ tókst einhvern vegin að skilja sögu sína úr seinni heimstyrjöldinni eftir hjá Vestur-Þjóðverjanum og glímdu ekki við fortíðina. Ég var ein heima með barnið þegar múrinn féll og allt svo undur- samlega óraunverulegt, en daginn eftir, þegar ég fór út að keyra á benz inum mínum og ég var stödd á hring torginu í kringum sigur súluna, var ég föst í miðjum flota af austur- þýskum bílum þeirrar tegundar sem Ingvar Helgason hafði flutt inn til Ís- lands þegar ég var barn. Allt í kring- um mig voru litlir trabantar. Á þessum vikum minnist ég þess að hafa eignast austur-þýska vin- konu sem ég man ekki lengur nafnið á, en það fylltist allt af bjartsýnu fólki sem fór um borgina og vildi kynn- ast fólki og var meira að segja kom- ið heim til fráskilinnar, einstæðrar móður frá Íslandi sem bjó í Kreuz- berg með dóttur sina. „Það var eitt og annað í Austrinu sem minnti okkur á Ísland uppvaxtaráranna, ákveðin einangrun, en líka einlæg forvitni um umheiminn.“ Hérna eru þær Hrönn og Halldóra Geirharðs með vinum sínum í Austur-Berlín. Ég hélt til Þýskalands í nám ein- faldlega vegna þess að ég vildi ná góðum tökum á þýsku. Ég sótti um fjölmiðlafræði í nokkrum há- skólum í Þýskalandi og fékk inn í Freie Universität í Vestur-Berlín og bara lét slag standa. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Ég var frekar saklaus og lúðaleg þegar ég mætti til Berlínar. Stemningin í borginni var hins vegar svört og pönkuð. Andrúmsloftið var mjög sérstakt. Borgin var full af ekkj- um sem misst höfðu menn sína í heimsstyrjöldinni og svo flykktist ungt fólk til Berlínar vegna þess að þeir sem þar höfðu lögheim- ili þurftu ekki að ganga í herinn. Ekkjur og námsmenn var skrýt- in blanda. Stemningin var köld og jafnvel hrokafull. En einhvern veginn vandist þetta og ég hætti að skynja þetta svona sterkt með tímanum. Þetta var eins og að búa á eyju og ég skynjaði alltaf af og til að ég þurfti að komast frá borginni. Ferðalagið í gegnum Austur-Þýskaland var sérstakt. Við máttum einungis stoppa á vissum stöðum á svokölluðum Gaststätte og oft var austur-þýska lögreglan að reyna að næla sér í aukapening með því að stoppa mann og sekta fyrir nákvæmlega ekki neitt. Oft var farið í heimsókn til Austur- -Berlínar og þá þurftum við að skipta 25 vestur-þýskum mörk- um á móti 25 austur-þýskum sem höfðu nákvæmlega ekkert verð- gildi nema austan megin. En fyrir þessa upphæð var hægt að lifa kóngalífi í einn dag, borða, drekka og kaupa bækur. Ég keypti t.a.m. öll bindin af Das Kapital eftir Eng- els og Marx fyrir slikk og þetta las maður inn á milli og bóhemaðist. Kalda stríðið var í algleymingi og þetta var allt beint fyrir framan nefið á manni. Þetta var lærdóms- ríkur tími fyrir sálina og Berlín hefur breyst mikið frá því sem hún var á níunda áratugnum. Þetta var óhemju góður tími en Berlín er í dag mun glaðari og lítríkari. Hrafnhildur Ragnarsdóttir sérkennari Umburðarlyndi fyrir skrýtnum Jóna Fanney framkvæmdastjóri Köld, jafnvel hrokafull Hrafnhildur og Stígur Helgason í riflaflauels barnavagni í Tiergarten árið 1985. Stígur vinnur á Plain Vanilla og skrifar í Kjarnann. Jóna Fanney og Tóti sonur hennar, lagasmiður og músíkant býr í Reykjavík. 38 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.