Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 8
Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Núna getur þú komið þinni hugmynd á framfæri, hvort sem hún er raunhæf eða ekki. Sendu inn tillögu á betrireykjavik.is fyrir 15. júní. Nú er tækifærið til að skila inn betri tillögum Pálmatré á Sæbraut, ta kk! H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Kvikmyndir Margt í myndinni The Revenant svipar til Hross í oss. En er hollt að sofa í hestshræi? Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is Leonardo DiCaprio skar upp hest- skrokk í The Revenant eftir Alej- andro Innaritu og kom sér fyrir í hon- um, sem gerðist víst bæði í myndinni og utan hennar. Nánast sama atriði er að finna í Hross í oss eft- ir Benedikt Erlingsson. Sum- ir vilja meina að þetta sé engin tilviljun, og spunn- ust miklar umræð- ur á facebook um helgina þar sem margir helstu menningar- páfar lands- ins tóku þátt. Berg- steinn Sig- urðsson úr Kastljósinu hóf umræðurnar og segir hann líkindin á milli myndanna svo mikil að varla sé um tilviljun sé að ræða: „Ég hef frekar á tilfinningunni að Innaritu hafi beinlínis fengið þetta atriði „lánað“,“ segir hann Aðrir líta svo á að bæði Benedikt og Alejandro hafi sótt í sama brunn. „Lánað úr Return of the Jedi,“ seg- ir Örn Úlfar Sævarsson, en reyndar var svipað atriði í annarri Star Wars mynd, The Empire Strikes Back. Páll Baldvin Baldvinsson bendir á að álíka senu sé að finna í Fóstbræðrasögu Gunnars Gunnarssonar og Páll Ásgeir Ásgeirsson vísar í sænsku Vesturfara- sögurnar sem eitt sinn voru sýndar hér í Sjón- varpinu. Brynja Þorgeirsdóttir dregur fram vefsíðuna crawlinginsideanimal- stosurvive.blogspot.is, sem er alfarið tileinkuð þeirri list að skríða inn í látn- ar skepnur til að halda lífi, en Berg- steinn vill meina að vísindin séu ekki sammála um gagnsemi þess. Margt annað í Revenant, sem DiCaprio fékk Óskarsverðlaun fyr- ir, minnir á mynd Benna sem kom út tveim árum fyrr. Mikið er af nær- myndum af hestsaugum sem persón- urnar speglast í og hrossið er alls- staðar nálægt. Margir hafa einnig bent á líkindi Revenant við verk hins goðsagnakennda rússneska leikstjóra And- rei Tarkovsky. Benedikt sjálfur á lokaorðið í umræðum þessum og segir: „Það er gaman að geta sagt þessa setningu: „Í þessari mynd er margt tekið að láni frá okkur Tar- kovsky.““ DiCaprio minnir á Benna Erlings Glöggt er hestsaugað. Úr myndinni Hross í oss. Benedikt Erlings- son: Vann kvik- myndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir mynd sína. Leonardo DiCaprio: Vann loksins Óskarinn fyrir að sofa í hross- hræi. Bókmenntir Íslendingar loksins búnir að uppgötva Finnland Finnskir höfundar stóðu lengi frændum okkar Dönum, Sví- um og Norðmönnum nokkuð að baki varðandi vinsældir, en nú virðist breyting þar á. Bókin Kólibrí morðin eftir Kati Hiekka- -Pelto hefur vakið athygli hér sem annarsstaðar á árinu og í síðustu viku kom bókin Þar sem fjórir vegir mætast, eftir Tommi Konnunen, út. „Það er mikil vakning í gangi, það er rétt,“ segir Guðrún Vil- mundardóttir, útgefandi hjá Bjarti-Veröld. „Ég held það komi í kjölfar Sofi Oksanen. Það er oft þegar einhver svona stór kemur, þá lítur fólk í þá átt.“ Þrjár bækur Oksanen hafa komið út á íslensku hjá JPV og ein sagan, Hreinsun, einnig verið sett upp af Þjóðleikhúsinu. Hún var gestur Bókmenntahátíðar árið 2009, en í fyrra var það Katja Kettu sem vakti athygli með bók- inni Ljósmóðir af Guðs náð og gerist stríðinu, eins og verk Ok- sanen. „Hreinsun var náttúrulega „megahit“,“ segir Árni Þór Árna- son hjá Forlaginu. „Og Katja Kettu hefur gengið vel líka.“ Sigurður Karlsson, leikari og þýðandi, hefur verið manna dug- legastur við að þýða úr finnsku undanfarin rúman áratug og seg- ir: „Það tók mig fjögur ár að finna útgefenda sem nennti að hlusta á mig ræða um finnskar bók- menntir á sínum tíma, en þetta hefur verið stöðugt síðan og fer vaxandi.“ Meðal annarra Finna sem finna má í bókabúðum hérlendis eru Arto Pasilinna, sem fyrst sló í gegn með Ári hérans, krimmahöf- undinn Antti Tuomainen og jafn- vel Írakann Hassan Blasim sem hefur verið búsettur í Finnlandi í mörg ár og kom á Bókmenntahá- tíð síðasta haust. | vsg Katja Kettu sló í gegn á Bók- menntahátíðinni í fyrra með ljósmóðursögu sinni. Finnskar bækur nýja bylgjan 8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.