Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 8

Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 8
Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Núna getur þú komið þinni hugmynd á framfæri, hvort sem hún er raunhæf eða ekki. Sendu inn tillögu á betrireykjavik.is fyrir 15. júní. Nú er tækifærið til að skila inn betri tillögum Pálmatré á Sæbraut, ta kk! H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Kvikmyndir Margt í myndinni The Revenant svipar til Hross í oss. En er hollt að sofa í hestshræi? Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is Leonardo DiCaprio skar upp hest- skrokk í The Revenant eftir Alej- andro Innaritu og kom sér fyrir í hon- um, sem gerðist víst bæði í myndinni og utan hennar. Nánast sama atriði er að finna í Hross í oss eft- ir Benedikt Erlingsson. Sum- ir vilja meina að þetta sé engin tilviljun, og spunn- ust miklar umræð- ur á facebook um helgina þar sem margir helstu menningar- páfar lands- ins tóku þátt. Berg- steinn Sig- urðsson úr Kastljósinu hóf umræðurnar og segir hann líkindin á milli myndanna svo mikil að varla sé um tilviljun sé að ræða: „Ég hef frekar á tilfinningunni að Innaritu hafi beinlínis fengið þetta atriði „lánað“,“ segir hann Aðrir líta svo á að bæði Benedikt og Alejandro hafi sótt í sama brunn. „Lánað úr Return of the Jedi,“ seg- ir Örn Úlfar Sævarsson, en reyndar var svipað atriði í annarri Star Wars mynd, The Empire Strikes Back. Páll Baldvin Baldvinsson bendir á að álíka senu sé að finna í Fóstbræðrasögu Gunnars Gunnarssonar og Páll Ásgeir Ásgeirsson vísar í sænsku Vesturfara- sögurnar sem eitt sinn voru sýndar hér í Sjón- varpinu. Brynja Þorgeirsdóttir dregur fram vefsíðuna crawlinginsideanimal- stosurvive.blogspot.is, sem er alfarið tileinkuð þeirri list að skríða inn í látn- ar skepnur til að halda lífi, en Berg- steinn vill meina að vísindin séu ekki sammála um gagnsemi þess. Margt annað í Revenant, sem DiCaprio fékk Óskarsverðlaun fyr- ir, minnir á mynd Benna sem kom út tveim árum fyrr. Mikið er af nær- myndum af hestsaugum sem persón- urnar speglast í og hrossið er alls- staðar nálægt. Margir hafa einnig bent á líkindi Revenant við verk hins goðsagnakennda rússneska leikstjóra And- rei Tarkovsky. Benedikt sjálfur á lokaorðið í umræðum þessum og segir: „Það er gaman að geta sagt þessa setningu: „Í þessari mynd er margt tekið að láni frá okkur Tar- kovsky.““ DiCaprio minnir á Benna Erlings Glöggt er hestsaugað. Úr myndinni Hross í oss. Benedikt Erlings- son: Vann kvik- myndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir mynd sína. Leonardo DiCaprio: Vann loksins Óskarinn fyrir að sofa í hross- hræi. Bókmenntir Íslendingar loksins búnir að uppgötva Finnland Finnskir höfundar stóðu lengi frændum okkar Dönum, Sví- um og Norðmönnum nokkuð að baki varðandi vinsældir, en nú virðist breyting þar á. Bókin Kólibrí morðin eftir Kati Hiekka- -Pelto hefur vakið athygli hér sem annarsstaðar á árinu og í síðustu viku kom bókin Þar sem fjórir vegir mætast, eftir Tommi Konnunen, út. „Það er mikil vakning í gangi, það er rétt,“ segir Guðrún Vil- mundardóttir, útgefandi hjá Bjarti-Veröld. „Ég held það komi í kjölfar Sofi Oksanen. Það er oft þegar einhver svona stór kemur, þá lítur fólk í þá átt.“ Þrjár bækur Oksanen hafa komið út á íslensku hjá JPV og ein sagan, Hreinsun, einnig verið sett upp af Þjóðleikhúsinu. Hún var gestur Bókmenntahátíðar árið 2009, en í fyrra var það Katja Kettu sem vakti athygli með bók- inni Ljósmóðir af Guðs náð og gerist stríðinu, eins og verk Ok- sanen. „Hreinsun var náttúrulega „megahit“,“ segir Árni Þór Árna- son hjá Forlaginu. „Og Katja Kettu hefur gengið vel líka.“ Sigurður Karlsson, leikari og þýðandi, hefur verið manna dug- legastur við að þýða úr finnsku undanfarin rúman áratug og seg- ir: „Það tók mig fjögur ár að finna útgefenda sem nennti að hlusta á mig ræða um finnskar bók- menntir á sínum tíma, en þetta hefur verið stöðugt síðan og fer vaxandi.“ Meðal annarra Finna sem finna má í bókabúðum hérlendis eru Arto Pasilinna, sem fyrst sló í gegn með Ári hérans, krimmahöf- undinn Antti Tuomainen og jafn- vel Írakann Hassan Blasim sem hefur verið búsettur í Finnlandi í mörg ár og kom á Bókmenntahá- tíð síðasta haust. | vsg Katja Kettu sló í gegn á Bók- menntahátíðinni í fyrra með ljósmóðursögu sinni. Finnskar bækur nýja bylgjan 8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.