Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 46
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Okkur þykir þetta rými mjög stórt í saman-burði við íbúðina sem við bjuggum í áður. Við vorum að leigja pínulitla og vafasama holu á Grettisgötu fyrir 150.000 krónur á mánuði,“ segir Alexandra Arnardóttir, sálfræði- nemi í Háskóla Íslands. Hún, ásamt kærasta sínum Alla, býr í paraíbúð á Eggertsgötu. „Það var fyrir heppni að við losnuðum úr henni og flutt- um í Þingholtin í 37 fermetrar íbúð á svipuðu verði og þessi. Þegar við misstum hana komumst við bless- unarlega að á stúdentagörðunum.“ Karakter er það helsta sem Al- exandra leitast eftir í húsnæði. Því ríkti því takmörkuð tilhlökk- un yfir stúdentagörðunum í fyrstu, en íbúðirnar verða seint kallað- ar ríkar af karakter. „Okkur líður hinsvegar mjög vel hérna. Ég elska bleika gólfið, ég vil alltaf hafa bleikt gólf héðan í frá. Við höfum sank- að að okkur hinu og þessu í búið í gegnum árin. Tekkhúsgögnum frá ömmum og öfum, Fríðu frænku og öðrum flóamörkuðum. Við fundum eldhúsborðið í kjallara hjá afa Alla, pússuðum það niður og máluðum fætur og kanta. Það er eins og nýtt í dag og það mun eflaust fylgja okk- ur lengi.“ Lífið á stúdentagörðunum er ánægjulegt, samkvæmt Alexöndru, staðsetningin trompar partístandið um helgar. „Það er auðvitað djamm hérna um helgar, en sjálf erum við dugleg að bjóða til okkar í matarboð og partí.“ Alexandra og Alli leggja mikið upp úr því að vera umhverfisvæn. Nýverið voru tunnur fyrir plast kynntar á görðunum og bíður Al- exandra óþreyjufull eftir lífrænu tunnunni. „Áður urðum við að ganga heillengi til að flokka plast- úrgang, svo það er frábært að vera komin með sérstaka tunnu fyrir það. Hér er ungt fólk sem er með- vitað um umhverfismál og góður vettvangur til þess að prófa um- hverfisvænar lausnir áfram, sem mér skilst að sé á dagskrá. Ég held það væri mikill áhugi fyrir ræktun og þesslags, það væri gaman að sjá frekari lífræna og umhverfisvæna þróun í samfélagi stúdentagarð- anna.“ Hvað íbúðina varðar, setja plöntur og skemmtileg smáatriði svip á heimilið. Bækur, styttur, lampar, kaktusar og kerti. Alex- andra segir litlu eyjuna í eldhúsinu gera mikið fyrir rýmið. „Við erum mjög dugleg að elda. Gordon Rams- ey og Jamie Oliver eru okkar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu og leiða okkur áfram í eldamennskunni.“  Fleiri myndir á frettatiminn.is avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAM- LEGA Stúdentagarðarnir #4 Vantar bara lífræna tunnu og ræktun Alexandra Arnardóttir býr í paraíbúð á stúdentagarði ásamt kærastanum sínum, Aðalsteini Huga Gíslasyni. Hún er fjórði viðmælandi í myndaröð- inni Stúdentagarðarnir. Litið er inn til námsmanna og kannað hvernig ungt fólk nýtir rými með sniðugum og hagkvæmum lausnum, þar sem nægjusemi einkennir búskapinn. Leigumarkaðurinn er til umræðu og kynslóðin sem dreymir ekki um einbýlishúsið. Íbúðin skartar skemmtilegum smáatriðum og fallegum húsgögn sem parið hefur pússað og gert upp. Myndir | Hari Alexandra býr á stúdentagörðunum ásamt kærastanum sínum, Aðalsteini. Þau hafa komið sér huggulega fyrir í íbúðinni sem þeim þykir stór í sam- anburði við fyrri búsetu. Sóknarprestur Breiðholtskirkju kynnti í vikunni til leiks svokallaðan „drop-in“ skírnar- og brúðkaupsdag. Fréttatíminn tók saman hugmyndir til nýtingar á nýjunginni: Skyndibrúðkaup og uppreisnarskírnir Ný tækifæri til hvatvísra ákvarðana Frumlegt stefnumót: Allir eru komnir með leið á bíóferðum og vand- ræðalegum máltíðum á Sjávargrillinu. Athugaðu hvort deitið hefur virki- legan áhuga: Kíkið við í Breiðholtskirkju og látið pússa ykkur saman! Annað hvort tekur hinn stefndi vel í það eða þú sérð hann aldrei aftur. Teningnum er kastað. Gifstu besta vini þín- um: Britney Spears giftist æskuvini sínum, Jason Alexander, í Vegas og hver man ekki eftir Vegasferð Ross og Rachel í Friends? Drekk- ið, giftið ykkur og gleymið. Hjónaband Britney og Jason entist reyndar bara í 55 klukkustund- ir, en skilnaður er seinni tíma vandamál. Steggjanir og gæsan- ir: Áttu guðlausan vin sem er að fara að ganga í hnapp- helduna? Að ráða nektard- ansara er úrelt, skírn er ógleym- anleg athöfn sem gæti tryggt þínum vini vist í himnaríki í þokkabót! Gerðu uppreisn gegn foreldrum: Einu sinni gat ungt fólk í uppreisn storkað foreldrum sínum með því að segja sig úr þjóðkirkjunni, en það er liðin tíð í samfélagi þar sem trúleysi er normið. Í staðinn geta unglingar rétt kerfinu puttann með því að láta skíra sig, jafn- vel allt öðru nafni en for- eldrarnir gáfu þeim. 46 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.