Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 2
ALICANTE Netverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og tösku.Flugsæti Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 9.900 Aðra leið m/sköttum og tösku Kvennalið Barcelona kemur í sumar og spilar leik hér á landi í tilefni af metnaðarfullu fótboltanámskeiði fyrir stúlkur. Hátt í 300 stúlkur skráð sig á Barcelona-námskeið Fótbolti Þjálfarar á vegum stórliðsins FC Barcelona koma til landsins í sumar til þess að þjálfa íslenskar stúlk- ur. Kvennaliðið mun einnig koma síðar í sumar og spila við úrvalslið í Pepsí-deildinni. Búið er að loka fyrir skráningu á stúlknanámskeið FC Barcelona sem fram fer hér á landi næsta sumar. Hátt í þrjú hundruð stúlkur hafa skráð sig á námskeiðið. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem þeir halda knattspyrnubúðir fyrir stelpur fyrir utan Spán,“ segir Logi Ólafsson, einn af umsjónarmönn- um með metnaðarfullu verkefni spænska stórliðsins FC Barcelona, sem hyggst halda fjölmennt fót- boltanámskeið fyrir stúlkur á Ís- landi í sumar. Um er að ræða átak á vegum Barcelona, en til stendur að fara um Evrópu með samskonar nám- skeið, en Ísland er fyrsti viðkomu- staðurinn í Evrópu. Stefnt var á að fá um 200 stúlkur á námskeiðið, en þátttakan hefur farið fram úr björtustu vonum. Námskeiðið verður haldið á Hlíðar- enda, heimavelli Vals, og er það ætlað stúlkum á aldrinum 10-16 ára. Áhugi Barcelona á Íslandi er ekki síst til komin vegna ótrúlega góðs gengis íslenska kvennalands- liðsins. „Þeir koma meðal annars hingað vegna íslenska kvennafót- boltans sem hefur risið mjög hátt undanfarin ár,“ segir Logi. Þá er einnig stefnt að því að kvennalið Barcelona komi til landsins síðar í sumar og spili við úrvalslið úr Pepsí-deildinni. Á meðal leiðbeinanda á nám- skeiðinu verður Dagbjört Ína Guðjónsdóttir, sem er dóttir handboltakappans Guðjóns Vals Sigurðssonar, en hún spilaði meðal annars með unglingaliði Barcelona á Spáni. | vg Dómsmál Ákæruvaldi tókst ekki að sanna að sautján ára piltur hafi ætlað sér að nauðga unglingsstúlku Piltur á tvítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands á mið- vikudaginn fyrir að nauðga sextán ára stúlku sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar í júlí árið 2014. Pilturinn játaði að hafa haft mök við stúlkuna, sem var of- urölvi, en hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með samþykki beggja aðila. Pilturinn var sýknað- ur á þeim grundvelli að hann hefði „haft réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykkur kynmök- um,“ eins og það var orðað í dómi Héraðsdóms Vesturlands. Vitni lýsa því þannig að stúlkan hefði sest klofvega yfir piltinn fyrr um kvöldið auk þess sem hún á að hafa kysst hann. Stúlkan sagði móður sinni frá atvikinu á mánudeginum eftir, þá skrifaði hún meðal annars skilaboð til móður sinnar sem hún skrifaði: „Mamma það á enginn að geta gert manni eitthvað og komist upp með það.“ Svo skrifaði hún: „Mér var nauðgað.“ Ekki var um það deilt að hún hefði verið ölvuð og kem- ur meðal annars fram að þrátt fyrir ósamræmi í frásögn hennar, sem megi skýra með ölvun, þá sé fram- burður hennar ekki ótrúverðugur. | vg Sýknaður vegna skorts á ásetningi Pilturinn var sýknaður þar sem ekki tókst að sanna ásetning. Björn Ingi kaupir bóka- búð Máls og menningar Heimildir Fréttatímans herma að fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson sé að kaupa rekstur bókabúðarinnar Máls og menn- ingar við Laugaveg 18. 55 ár eru síðan bókabúðin var opnuð í húsinu og hefur Björn Ingi í huga að reka búðina þar áfram. Þá verður kaffihúsið Iða áfram á sín- um stað. Arndís B. Sigurðardóttir hefur verið framkvæmdastjóri Iðu bókabúðanna og Máls og menn- ingar hingað til. Viðskiptin eru ekki formlega frágengin en starfsfólk búðarinnar hefur fengið upplýs- ingar um kaupin. | þt Björn Ingi Hrafnsson. Mansal Stjórn Félags heyrnarlausra hefur vikið starfsmanni úr starfi vegna gruns um mansal sem tengist sölu á happdrættis- miðum Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Starfsmanni Félags heyrnalausra hefur verið vikið úr starfi vegna rannsóknar lögreglu á meintu man- sali. Í yfirlýsingu frá félaginu seg- ir að starfsmaðurinn hafi upplýst stjórn félagsins um málið síðasta mánudag en konan, sem er af er- lendu bergi brotnu, leitaði til ásjár lögreglu vegna meints mansals af hálfu mannsins. Konan, sem er fötl- uð, seldi happdrættismiða fyrir fé- lagið. Það var um síðustu helgi sem konan leitaði til lögreglu en hún er rússnesk að uppruna og heyrnar- laus. Konan mun hafa greitt 125 þúsund krónur til þess að komast til landsins, en starfsmaður Félags heyrnarlausra er sakaður um að hafa greitt henni tvívegis 20 þús- und krónur fyrir vinnu sína við að selja happdrættismiða fyrir félagið, en hún fékk aðeins 15% af andvirði miðanna. Samkvæmt tilkynningu Félags heyrnarlausra eiga allir sölu- menn að fá 25% af seldum miðum. Innlendir sem erlendir. Í svari Daða Hreinssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, í viðtali í Fréttablaðinu í gær, kom fram að konan hafi gert samkomulag við starfsmanninn um að hann fengi 10% af sölulaunum gegn því að kon- an fengi gistingu á heimili hans. Þá er starfsmaðurinn sakaður um að hafa rukkað konuna um 3000 krón- ur fyrir akstur á milli staða. Í tilkynningunni segir aftur á móti að ef það komi til aukakostn- aðar, t.d. gistikostnaðar vegna sölu- ferða úti á land, hafi félagið jafn- framt greitt þann kostnað. Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé til rannsóknar og að skýrslutökur séu hafnar. „Málið er hinsvegar á mjög við- kvæmum tímapunkti þannig við getum ekki gefið frekar upplýsingar um það,“ sagði Snorri svo. Í tilkynningu frá stjórninni seg- ir að stjórn Félags heyrnarlausra harmi málið sem og líti það mjög alvarlegum augum. „Ef brotið er á rétti heyrnarlauss fólks hefur félagið veitt öllum þeim sem til þess hafa leitað aðstoð og leiðbeint þeim um rétt sinn,“ segir svo í yfirlýsingunni. Aðalfundur fé- lagsins fór fram í gær og stóð fram á kvöld. Honum var ekki lokið áður en Fréttatíminn fór í prentun. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en konan dvelur í Kvennaathvarfinu þessa stundina. Starfsmanni Félags heyrnalausra vikið frá Starfsmaðurinn upplýsti stjórnina um eftirgrennslan lögreglu síðasta mánudag. Forsetakosningar Skoðana- kannanir mánuði fyrir kosn- ingarnar 2012 voru merki- lega keimlíkar niðurstöðu kosninganna. Það bendir ekki til að nokkrum takist að ógna forystu Guðna Th. Í könnun sem vísir.is gerði mánuði fyrir forsetakosningarnar 2012 sögðust 56,4 prósent aðspurðra ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson og 34,1 prósent Þóru Arnórsdóttur. Í kosningunum sjálfum fékk Ólaf- ur 52,8 prósent atkvæða og Þóra 33,2 prósent. Ólafur tapaði því 3,6 prósentustigum síðasta mánuðinn fyrir kosningum og Þóra 0,9 pró- sentustigum. Hreyfingin síðasta mánuðinn var því lítil sem engin. Sagan ýtir því ekki undir von- ir Davíðs Oddssonar, Andra Snæs Magnasonar eða Höllu Tómasdóttur að ógna afgerandi forystu Guðna Th. Jóhannessonar, samkvæmt könnunum sem birst hafa síðustu daga. Samkvæmt þeim er Guðni rúmum 30 prósentustigum á und- an keppinautum sínum. Ef hann glutrar niður þeirri forystu fram að kosningum munum við verða vitni af sögulegum mánuði. | gse Lítil hreyfing síðasta mánuðinn Guðni Th. jóhannesson. 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.