Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 2

Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 2
ALICANTE Netverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og tösku.Flugsæti Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 9.900 Aðra leið m/sköttum og tösku Kvennalið Barcelona kemur í sumar og spilar leik hér á landi í tilefni af metnaðarfullu fótboltanámskeiði fyrir stúlkur. Hátt í 300 stúlkur skráð sig á Barcelona-námskeið Fótbolti Þjálfarar á vegum stórliðsins FC Barcelona koma til landsins í sumar til þess að þjálfa íslenskar stúlk- ur. Kvennaliðið mun einnig koma síðar í sumar og spila við úrvalslið í Pepsí-deildinni. Búið er að loka fyrir skráningu á stúlknanámskeið FC Barcelona sem fram fer hér á landi næsta sumar. Hátt í þrjú hundruð stúlkur hafa skráð sig á námskeiðið. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem þeir halda knattspyrnubúðir fyrir stelpur fyrir utan Spán,“ segir Logi Ólafsson, einn af umsjónarmönn- um með metnaðarfullu verkefni spænska stórliðsins FC Barcelona, sem hyggst halda fjölmennt fót- boltanámskeið fyrir stúlkur á Ís- landi í sumar. Um er að ræða átak á vegum Barcelona, en til stendur að fara um Evrópu með samskonar nám- skeið, en Ísland er fyrsti viðkomu- staðurinn í Evrópu. Stefnt var á að fá um 200 stúlkur á námskeiðið, en þátttakan hefur farið fram úr björtustu vonum. Námskeiðið verður haldið á Hlíðar- enda, heimavelli Vals, og er það ætlað stúlkum á aldrinum 10-16 ára. Áhugi Barcelona á Íslandi er ekki síst til komin vegna ótrúlega góðs gengis íslenska kvennalands- liðsins. „Þeir koma meðal annars hingað vegna íslenska kvennafót- boltans sem hefur risið mjög hátt undanfarin ár,“ segir Logi. Þá er einnig stefnt að því að kvennalið Barcelona komi til landsins síðar í sumar og spili við úrvalslið úr Pepsí-deildinni. Á meðal leiðbeinanda á nám- skeiðinu verður Dagbjört Ína Guðjónsdóttir, sem er dóttir handboltakappans Guðjóns Vals Sigurðssonar, en hún spilaði meðal annars með unglingaliði Barcelona á Spáni. | vg Dómsmál Ákæruvaldi tókst ekki að sanna að sautján ára piltur hafi ætlað sér að nauðga unglingsstúlku Piltur á tvítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands á mið- vikudaginn fyrir að nauðga sextán ára stúlku sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar í júlí árið 2014. Pilturinn játaði að hafa haft mök við stúlkuna, sem var of- urölvi, en hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með samþykki beggja aðila. Pilturinn var sýknað- ur á þeim grundvelli að hann hefði „haft réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykkur kynmök- um,“ eins og það var orðað í dómi Héraðsdóms Vesturlands. Vitni lýsa því þannig að stúlkan hefði sest klofvega yfir piltinn fyrr um kvöldið auk þess sem hún á að hafa kysst hann. Stúlkan sagði móður sinni frá atvikinu á mánudeginum eftir, þá skrifaði hún meðal annars skilaboð til móður sinnar sem hún skrifaði: „Mamma það á enginn að geta gert manni eitthvað og komist upp með það.“ Svo skrifaði hún: „Mér var nauðgað.“ Ekki var um það deilt að hún hefði verið ölvuð og kem- ur meðal annars fram að þrátt fyrir ósamræmi í frásögn hennar, sem megi skýra með ölvun, þá sé fram- burður hennar ekki ótrúverðugur. | vg Sýknaður vegna skorts á ásetningi Pilturinn var sýknaður þar sem ekki tókst að sanna ásetning. Björn Ingi kaupir bóka- búð Máls og menningar Heimildir Fréttatímans herma að fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson sé að kaupa rekstur bókabúðarinnar Máls og menn- ingar við Laugaveg 18. 55 ár eru síðan bókabúðin var opnuð í húsinu og hefur Björn Ingi í huga að reka búðina þar áfram. Þá verður kaffihúsið Iða áfram á sín- um stað. Arndís B. Sigurðardóttir hefur verið framkvæmdastjóri Iðu bókabúðanna og Máls og menn- ingar hingað til. Viðskiptin eru ekki formlega frágengin en starfsfólk búðarinnar hefur fengið upplýs- ingar um kaupin. | þt Björn Ingi Hrafnsson. Mansal Stjórn Félags heyrnarlausra hefur vikið starfsmanni úr starfi vegna gruns um mansal sem tengist sölu á happdrættis- miðum Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Starfsmanni Félags heyrnalausra hefur verið vikið úr starfi vegna rannsóknar lögreglu á meintu man- sali. Í yfirlýsingu frá félaginu seg- ir að starfsmaðurinn hafi upplýst stjórn félagsins um málið síðasta mánudag en konan, sem er af er- lendu bergi brotnu, leitaði til ásjár lögreglu vegna meints mansals af hálfu mannsins. Konan, sem er fötl- uð, seldi happdrættismiða fyrir fé- lagið. Það var um síðustu helgi sem konan leitaði til lögreglu en hún er rússnesk að uppruna og heyrnar- laus. Konan mun hafa greitt 125 þúsund krónur til þess að komast til landsins, en starfsmaður Félags heyrnarlausra er sakaður um að hafa greitt henni tvívegis 20 þús- und krónur fyrir vinnu sína við að selja happdrættismiða fyrir félagið, en hún fékk aðeins 15% af andvirði miðanna. Samkvæmt tilkynningu Félags heyrnarlausra eiga allir sölu- menn að fá 25% af seldum miðum. Innlendir sem erlendir. Í svari Daða Hreinssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, í viðtali í Fréttablaðinu í gær, kom fram að konan hafi gert samkomulag við starfsmanninn um að hann fengi 10% af sölulaunum gegn því að kon- an fengi gistingu á heimili hans. Þá er starfsmaðurinn sakaður um að hafa rukkað konuna um 3000 krón- ur fyrir akstur á milli staða. Í tilkynningunni segir aftur á móti að ef það komi til aukakostn- aðar, t.d. gistikostnaðar vegna sölu- ferða úti á land, hafi félagið jafn- framt greitt þann kostnað. Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé til rannsóknar og að skýrslutökur séu hafnar. „Málið er hinsvegar á mjög við- kvæmum tímapunkti þannig við getum ekki gefið frekar upplýsingar um það,“ sagði Snorri svo. Í tilkynningu frá stjórninni seg- ir að stjórn Félags heyrnarlausra harmi málið sem og líti það mjög alvarlegum augum. „Ef brotið er á rétti heyrnarlauss fólks hefur félagið veitt öllum þeim sem til þess hafa leitað aðstoð og leiðbeint þeim um rétt sinn,“ segir svo í yfirlýsingunni. Aðalfundur fé- lagsins fór fram í gær og stóð fram á kvöld. Honum var ekki lokið áður en Fréttatíminn fór í prentun. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en konan dvelur í Kvennaathvarfinu þessa stundina. Starfsmanni Félags heyrnalausra vikið frá Starfsmaðurinn upplýsti stjórnina um eftirgrennslan lögreglu síðasta mánudag. Forsetakosningar Skoðana- kannanir mánuði fyrir kosn- ingarnar 2012 voru merki- lega keimlíkar niðurstöðu kosninganna. Það bendir ekki til að nokkrum takist að ógna forystu Guðna Th. Í könnun sem vísir.is gerði mánuði fyrir forsetakosningarnar 2012 sögðust 56,4 prósent aðspurðra ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson og 34,1 prósent Þóru Arnórsdóttur. Í kosningunum sjálfum fékk Ólaf- ur 52,8 prósent atkvæða og Þóra 33,2 prósent. Ólafur tapaði því 3,6 prósentustigum síðasta mánuðinn fyrir kosningum og Þóra 0,9 pró- sentustigum. Hreyfingin síðasta mánuðinn var því lítil sem engin. Sagan ýtir því ekki undir von- ir Davíðs Oddssonar, Andra Snæs Magnasonar eða Höllu Tómasdóttur að ógna afgerandi forystu Guðna Th. Jóhannessonar, samkvæmt könnunum sem birst hafa síðustu daga. Samkvæmt þeim er Guðni rúmum 30 prósentustigum á und- an keppinautum sínum. Ef hann glutrar niður þeirri forystu fram að kosningum munum við verða vitni af sögulegum mánuði. | gse Lítil hreyfing síðasta mánuðinn Guðni Th. jóhannesson. 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.