Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 69

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 69
„Ég verð nú að viðurkenna að ég nota Netflix langmest. Ég hef verið að horfa á þættina Master of None með grínistanum Aziz Anzari. Þetta eru frábærir þættir um venjulegan gaur sem býr í New York – svona gamanþættir með djúpum undirtóni. Hann tekur fyrir eitt efni í hverjum þætti með lúmskum realisma. Ég mæli með þessum þáttum. Síðan er ég alveg dottin inn í japanskt sjónvarpsefni, sérstak- lega japanska raunveruleikaþætti sem nóg úrval er af á Netflix. Nú er ég að horfa á Talent House sem er um venjulegt japanskt fólk að gera venjulega hluti. Það sem er svo fyndið er að japanskt samfé- lag er svo skrýtið. Ég bjó í Tókýó í eitt ár og þetta minnir mig á þann tíma. Ég held þó reyndar að enginn, sem hefur ekki búið þarna, skilji húmorinn þannig að ég á ekki von á því að RÚV taki þessa þætti á dagskrá. Síðan hef ég verið að verið að horfa á Empire. Þeir hitta í mark fyrir tónlistarkonu eins og mig. Þættirnir eru mjög ýktir og gefa ekki raunsanna mynd af tónlistarbranas- anum. Í það minnsta kannast ég ekki við að klára lag í einni töku í hljóðveri eða semja lag á fimmtán mínútum. En það eru skemmtilegir karakterar í þáttunum – sérstaklega Cookie sem ég elska. Hún er rosaleg kona og ég væri alveg til í að hafa hana sem umboðsmann.“ Sófakartaflan Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona. Dottin í japanskt raunveruleikasjónvarp Realismaþættir Hildur Kristín horfir nær eingöngu á Netflix. Mynd | Hari Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” www.versdagsins.is Seinheppna Miranda RÚV Miranda, kl. 19.55. Gamanþáttur frá BBC um Miröndu sem er alveg sérstaklega seinheppin og vandræðaleg í samskiptum við annað fólk, sama hvort það er við hitt kynið, vini sína eða fremur kröf- uharða móður hennar. Í aðalhlut- verki er grínistinn Miranda Hart en hún er einnig handritshöfundur. Spennuþættir byggðir á sögum Aghata Christie RÚV Partners in Crime, kl. 20.25. Breskir spennuþættir byggðir á sögum Aghata Christie. Hjónin Tommy og Tuppence Beresford eltast við njósnara í London á sjötta áratugnum og lenda þannig í bæði spennandi og hættulegum aðstæðum. Gömul og góð með Hugh Grant Netflix Nine Months. Gömul og góð gamanmynd með Hugh Grant og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Samuel telur líf sitt nokkuð fullkomið þegar kærasta hans, Rebecca, tilkynnir honum um óléttu. Samuel tekur tíðindunum ekki beint fagnandi og við taka hressandi níu mánuðir þar sem hann reynir að tækla allar breytingarnar sem eru yfirvofandi og það ekki beint með sæmd. Glanslífið í Orange County Netflix The O. C. Ef þú hefur ekki í hyggju að yfirgefa sófann um helgina er góð hugmynd að heimsækja vinina í Orange County, sem flestir ættu að þekkja. Unglingadrama af bestu gerð. Peningar, völd, svik, sorgir og sigrar – eitthvað fyrir alla. Allar þáttarað- irnar eru aðgengilegar á Netflix. …sjónvarp17 | amk… FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.