Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 16
Ólafur Ragnar Grímsson Guðrún Agnarsdóttir Pétur Hafstein 28,7% 44,8% 24,5% ® Í tilefni af 30 ára afmæli KRUMMA & Grafarvogsdagsins verður opið hús í verslun KRUMMA við Gylfaflöt 7 laugardaginn 28. maí næstkomandi frá kl 13-16 Andlitsmálun GO-KART Trampolín BINGÓ SnúSnú Húlla Krítar Afmæliskaka & fl. Gylfaflöt 7 587 8700 krumma@krumma.is www.krumma.is Verslun opin frá 08.30 - 18.00 mán-fös / 11.00 - 16.00 lau Hvað ef Ólafur Ragnar hefði ekki orðið forseti? Hvað ef? Guðrún Agnars dóttir, forseti Íslands Fyrsta stóra ákvörðunin á forsetaferli Guðrúnar var tekin árið 1999 þegar hún neitaði að skrifa undir lög um byggingu virkjunar á Eyja- bakka. Var þetta í fyrsta sinn sem forseti Íslands beitti mál- skotsrétti sínum og spunn- ust miklar deilur í kjölfar- ið. Bygging virkjunarinnar var samþykkt með naumum meirihluta í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 2000, en um- ræðan leiddi til þess að mjög dró úr virkjunaráformum stjórnvalda í kjölfarið. Næst stóra skref var tekið þegar hún hafnaði fjölmiðla- lögunum árið 2004 og varð afar umdeild á ný, en varð þó aftur kjörin um sumar- ið, í naumustu kosningu sem sitjandi forseti hefur hlotið. Vinsældir hennar jukust til muna eftir hrunið árið 2008, þar sem hún þótti óháð bæði fjármála- og stjórnmálaöflum og varð því leiðtogi sem þjóð- in leit til. Undirskriftasafn- anir urðu tíðar og meðal annars hafnaði hún Icesave samningunum tvisvar við litla þökk vinstristjórnar- innar sem tók við árið 2009. Hún átti þó eftir að verða enn meiri fleinn í síðu hægrist- jórnarinnar sem fylgdi í kjölfarið þegar hún hafnaði lögum um breytingar á veiði- gjaldi árið 2013 og var þeim hnekkt í þjóðaratkvæðis- greiðslu í kjölfarið. Það sama gilti um kvótasetningu á mak- ríl árið 2015. Guðrún lét af embætti árið 2016 og hafði þá setið lengur á forsetastóli en nokkur ann- ar. Þó hún hafi alla tíð verið umdeild eru flestir sammála um að hún hafi verið áhrifa- mesti forseti í lýðveldissögu þjóðarinnar og margir þakka henni framar öðrum fyrir þann aukna jöfnuð í íslenski samfélagi sem fylgdi í kjölfar efnahagshrunsins. Niðurstöður forsetakosninga árið 1996, ef allir frambjóðendur hefðu eytt jafn miklu en fengið sama fjölda atkvæða fyrir hverja krónu sem eytt var. Ólafur Ragnar eyddi meiru í kosningarnar 1996 en dæmi eru um. Var alls ekki viss um sigur. Hvernig hefðu aðrir frambjóðendur beitt mál- skotsréttinum, hefðu þeir unnið? Og hverju hefði það breytt? Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is „Icesave deilan leyst.“ Þannig hljómaði fyrirsögn í íslenskum fjöl- miðlum í nóvember 2008. Hvern- ig varð þetta mál, aðeins eitt af mörgum í deiglunni þessa örlaga- ríku daga, að einu helsta þrætuepli þjóðarinnar það sem af er öldinni? Var það Ólafur Ragnar Grímsson sem átti stærstan þátt í að svo fór? Og hvað hefði gerst ef einhver ann- ar hefði verið forseti? Haustið 2008 var Ólafur Ragn- ar nánast vinalaus. Tímaritið Gra- pevine birti ræðu hans í Walbrook klúbbnum breska í heild sinni, þar sem hann mærði útrásarvík- ingana, honum til háðungar. Í áramótaskaupinu var hann tekinn sérstaklega fyr- ir. Vinstri- og hægrimenn deildu um orsakir hrunsins, en báðir gátu verið sammála um að vera á móti Ólafi Ragnari. Eitthvað varð Ólafur að gera. Sumarið 2010 kom tækifær- ið loks. For- setinn gæti kannski ekki orðið samein- ingartákn þjóðar- innar, en hann gæti flykkt helmingi hennar að baki sér. Ices- ave mál- ið, sem hafði verið leyst tæp- um tveim árum áður, yrði gert að pól it ísku bit- beini með því að neita því undirskriftar. Og fordæm- ið hafði hann skapað sjálf- ur. Árið 2004 hafði hann hafnað undirritun svokall- aðra fjölmiðlalaga, í fyrsta sinn sem forseti Íslands hafði virkjað málskots- rétt sinn sem margir höfðu álítið dauðan bókstaf. En hefðu aðrir forsetar brugðist eins við? Dýrasta framboð sögunnar Það var engan veginn sjálfgefið að Ólafur Ragnar Gríms- son yrði kjörinn forseti Íslands árið 1996. Þær tvær manneskjur sem höfðu gegnt embættinu næst á undan, Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn, höfðu báðar getið sér gott orð fyrir menningar- og fræðistörf en voru ótengd stjórn- málaflokkum og miðað við skoð- anakannanir mun það sama gilda um næsta forseta líka. Ólafur var hinsvegar umdeildur stjórnmála- maður, hafði verið í þrem flokkum, gegnt embætti fjármálaráðherra á erfiðum efnahagstímum og hlot- ið viðurnefnið „Skattmann“ fyrir vikið. Úrslit kosninganna 1996 voru á þann veg að Ólafur fékk 41.4 pró- sent atkvæða, Pétur Kr. Hafstein 29.5, Guð- rún Agnarsdótt- ir 26.4, en Ástþór Magnússon kom nokkuð á eftir með 2.7 prósent. Fram- boðin eyddu og mismiklu fé í barátt- una. Framreiknað á núvirði eyddi Ólafur Ragnar 103 millj- ónum, Pétur 86, Guðrún 42 og Ást- þór 98. Miðað við hlutfall fylgis var því Guðrún að fá mest fyrir pen- ingana en Ástþór minnst. Hvers vegna vann hú n þ á ekki? Atkvæðið ódýrast fyr- ir Guðrúnu Kosningabarátt- an 1996 var dýr- ari en áður voru dæmi um og áætl- uðu frambjóð- endur fyrirfram að hún myndi kosta á bilinu 10- 30 milljónir á þá- virði, sem reyndist nokkuð vanmat. Pró- fessorarnir Njörður P. Njarðvík og Páll Skúlason, sem báðir hlutu mikinn stuðn- ing, kusu að fara ekki fram sökum kostnað- ar. Ýmsir stjórnmála- fræðingar hvöttu til þess að sett yrði þak á framlög til að tryggja að forseti yrði óháður fjár- málaöflum, en það varð ekki úr. Þær reglur hafa þó ver- ið settar í dag, og miðast 37.5 millj- ónir á mann. Sú sem komst næst þeirri tölu árið 1996 var Guð- rún Agn- ars- dótt- ir. 16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.