Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 60
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir gudrun@frettatiminn.is Okkur finnst best að hafa helgarnar okkar ekki of skipulagð-ar, ef væntingarnar verða of miklar um hinn fullkomna fjölskyldudag þá eiga hlutirnir það til að fara gjör- samlega á hliðina,“ segir Katla Rut Pétursdóttir, leikkona, kvik- myndagerðarmaður og flugfreyja, en hún og unnusti hennar, leikar- inn Kolbeinn Arnbjörnsson, leggja áherslu á að eyða frídögum sínum undir lítilli pressu og leyfa dögun- um að leiða sig áfram. „Dóttir okkar, Módís Klara, fær að sofa á milli okkar um helgar þannig að morgnarnir byrja á kósí- heitum og kúri. Húsfreyjan slakar svo á í baði, dóttirin tekur púlsinn á teiknimyndunum og Kolbeinn útbýr dæmalaust óhollan bröns af stakri snilld. Beikon, egg, pönnu- kökur, síróp, kaffi og djús – er til betri leið til þess að hefja daginn?“ segir Katla og hlær. Þegar öll fjölskyldan er svo far- in að raula hvolpasveitarlagið og þemað úr dótalækninum er haldið út í daginn. „Við elskum að fara út í náttúruna, Elliðaárdalurinn, Grasagarðurinn, Hvalfjörðurinn og Heiðmörk eru þar í sérstöku uppáhaldi. Í góðu veðri stingum við okkur helst í bakgarðinn hjá afa Adda og ömmu Soffíu og flat- mögum þar í heita pottinum.“ Þegar kominn er tími á kaffi- bolla númer tvö heimsækir fjölskyldan oft sitt uppáhalds bakarí. „Við erum reglulega gest- ir í uppáhalds bakaríinu okkar, Passion, fylltu Nutellabollurnar og brownieskökurnar þar eru einfald- lega efni í nokkur ættjarðarljóð,“ segir Katla dreymin. Bestu helgarnar eru þær sem eru ekki of skipulagðar Katla Rut og fjölskylda leyfa dögunum að leiða sig áfram Hinn guðdómlegi vilji Kæra móðir. Bestu þakkir fyrir bréfið þitt og ég skil áhyggjur þínar vel. Það reynir oft mikið á taugar foreldra að glíma við börn á þessu aldursskeiði sem á ensku er nefnt „the Terrible Twos“. Meðal einkenna þessa tímabils eru stórkostlegar stundir þar sem barnið er að uppgötva sjálft sig og heiminn allan með óendanlegri uppgötvunargleði og undrun. Síð- an koma skuggahliðarnar og þar finnast þessi frægu „frekjuköst“ 1-3 ára barna sem geta komið út af nánast engu. Það er freistandi að líta á þessi köst sem alvarlegan vanda eða merki um erfitt skapferli barns- ins en svo er ekki. Afkvæmi okkar mannskepnunnar eru fædd afar varnarlaus og ósjálfbjarga og eini möguleiki þeirra til að fá þörfum sínum fullnægt, er að gefa frá sér hljóð, gráta og jafnvel öskra. Þetta er það sem ég hef stundum kallað hinn guðdómlega vilja barna og er í rauninni lífskrafturinn sjálfur. Vissulega getur þessi guðdóm- legi vilji þróast yfir í frekju og jafnvel harðstjórn þegar barnið eldist ef hann er ekki taminn. En þinn drengur er svo ungur að það er langt í frá nokkur hætta á slíku, sérstaklega ekki þar sem þú virðist meðvituð um að það þurfi að finna leiðir til að höndla þessi köst. Vanmátturinn veldur „kasti“ Málþroski svo ungra barna er lítill svo að t.d. þriggja ára barn á erfitt með að lýsa vilja sínum í orðum og það bæði skilur og vill mun meira en það getur tjáð. Að auki er fram- kvæmdageta þeirra miklu minni en hugmyndaflugið og þolinmæð- in lítil sem engin. Allt þetta skapar mikla innri spennu hjá barninu sem skynjar vanmátt sinn til að fást við aðstæð- urnar og afleiðingin brýst úr í erg- elsi og síðan bráðum skapofsa. Hið sama gildir þegar barnið verður fyrir mótlæti eða fær ekki vilja sín- um framgengt. Því finnst hinn full- orðni ekki skilja sig og sjálft skilur það ekki hið sársaukafulla NEI. Vitaskuld byggist upp mikill pirring- ur sem síðan spr- ingur út í kasti. Með öðrum orð- um; skapofsaköst 1-3 ára barna eru oftast nær eðlileg birting á þroska þeirra og munu í langflestum til- fellum eldast af þeim smám saman eftir því sem heili þeirra þroskast. Undanlátssemi virkar ekki En það er ekki skemmtilegt að vera foreldri í kjörbúðinni þegar barnið fær bræðikast út af kókó- mjólkinni og hendir sér spark- andi í gólfið eins og þú lýsir. Þá er freistandi að gefa bara eftir og láta barnið hafa kókómjólkina til þess að bjarga ykkur báðum út úr klípunni og forða ykkur frá fólk- inu í búðinni sem horfir ásakandi á uppákomuna. En það borg- ar sig ekki að láta undan barni í skapofsakasti, því þá kennirðu því bara að þetta sé rétta leiðin til að fá það sem það vill. Samningaviðræður við öskrandi barn eru líka til einskis þar sem barnið er löngu hætt að heyra það sem þú segir og hefur ekki heila- þroska til að stöðva sig. Staðfesta með hlýju Best er að bíða bara eftir því að kastið líði hjá. Þú getur sest niður hjá drengnum þínum og strokið á honum kollinn eða tekið hann í fangið til að róa hann. Þú finnur út hvað ykkur mæðginum hentar. Talaðu rólega, klappaðu taktfast á bakið á honum eða hvað annað sem þú ert vön að gera þegar þú huggar hann. Ef þú ert til dæmis á kaffihúsi eða búðinni eða annars staðar þar sem gráturinn truflar þarftu að vera viðbúin að taka hann út fyrir eða út í bíl á meðan að hann róar sig. Mikilvægast af öllu er að halda ró sinni og muna að þú ert foreldrið. Mörg lítil börn verða hrædd við sín eigin skapofsaköst og það getur hrætt þau enn meira ef þú miss- ir líka stjórn á skapi þínu. Sá fullorðni verður að vera rólegi, ábyrgi aðilinn sem barnið finnur að það geti treyst. En þó að bræðiköst séu eðlileg hjá börnum á þessum aldri borg- ar sig að reyna að skipuleggja lífið eftir mætti til þess að forðast þau og því ég ráðlegg foreldrum alltaf að reyna að forðast streitu- miklar aðstæður. Ef barnið fær til dæmis alltaf bræðiköst í búð- inni er best að barnið fari ekki með að kaupa inn í einhvern tíma. Gangi ykkur vel! Vélin er með drifi og B&S 148cc úrvalsmótor. Sláttubreidd vélar er 46 cm. Collector 46 B vélin er með legum í öllum hjólum Vélin er með B&S 190cc úrvalsmótor með „Ready start“ búnaði (auðveld í gangsetningu). Sláttubreidd vélar er 48cm. Stiga Collector 46SB Sláttuvél með drifi Stiga TwinClip 50 SB Lúxus sláttuvél með drifi Sólarmegin í lífinu með Stiga sláttuvél w w w .h el iu m .is Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is Útsölustaðir um allt land B&S úrvalsmótor og rafstarti. Traktórinn safnar grasinu upp í 240 ltr.graskassann eða slær það niður í blettinn án þess a Stiga Estate 3084 H Sjálfskiptur sláttutraktór Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Kæra Magga Pála. Ég er mamma næstum þriggja ára stráks sem fær hrikaleg frekjuköst út af furðulegustu smámunum. Hann gerir þetta eiginlega aldrei í leikskólanum en allavega nokkrum sinnum í viku heima. Hann byrjar að væla og hrópa nei og svo öskrar hann og hendir sér í gólfið og sparkar út í loftið. Ástæðurnar fyrir köstunum geta verið ýmsar eins og að gamli tannburstinn týndist, að hann vilji kókómjólk í búðinni eða eitthvað alveg fáránlega lítið eins og að ég láti hann hafa annað glas en hann vill við matarborðið. Ég veit að svona köst eru al- geng svo að ég hef ekki farið með hann til læknis eða neitt slíkt en átt þú einhver góð ráð um hvernig á að tækla þessi frekjuköst? Kolbeinn Arnbjörnsson, Katla Rut Pétursdóttir og Módís Klara Kolbeinsdóttir. „ Uppeldisáhöldin „Hendir sér í gólfið og sparkar út í loftið“ Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me …fjölskyldan 8 | amk… FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.