Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 48
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Þú getur tekið þátt hvort sem þú ert fimm ára gam-all krakki með legó eða verkfræðimenntaður,“ segir Arnar Ómarsson, einn skipuleggjenda He- bocon-keppni sem fer fram í Mengi á laugardag. Hebocon er súmóglíma vélmenna með tæknilega vankanta og er upp- runnin í Japan: Japanska orðið heboi er lýsir einhverju sem skortir tækni- eiginleika. „Sum vélmennin geta kannski ekki annað en það að hristast út af borðinu eða gefa frá sér skrýtin hljóð en það er akkúrat það sem þau eiga að gera. Það eru gallarnir sem eru fallegastir við Hebocon.“ Keppnin sjálf snýst því í raun um að gera lélegasta vélmennið og að sögn Arnars ætti því sá sem dettur fyrst út í keppn- inni að vera stoltastur, en sá sem sigrar að fá skömm í hattinn. Arnar er sjálfur nýbyrj- aður í Hebocon-bransan- um, en segir vélmenna- gerðina fyrir hvern sem er: „Það er best að endur- nýta gömul leikföng eða tæki. Oft förum við Sam Rees, annar skipuleggj- andi Hebocon, og finn- um gamla mótora eða dýradúkkur sem gátu veifað í Rauða krossinum eða Hjálpræðishernum.“ Sem dæmi gerði Arnar vélmenni með því að líma þrjá kaffiþeytara- mótóra við epli. Arnar segir galla á vélum gefa þeim persónuleika: „Ef maður á til dæmis gamla þvottavél sem gefur frá sér skarkala er hún með karakt- er og manni þykir vænt um hana, á meðan fullkomlega hljóðlaus þvotta- vél er bara vél. Við verðum brjáluð þegar dýra tölvan okkar er hæg því maður býst við hraðanum, en hér bú- umst við ekki við að ró- bótarnir standi sig.“ Hebocon snýst um að gefa tækninni svigrúm til að vera ófullkomin. „Ég sé til dæmis Sigga, hrekkjusvínið í Toy Story, í allt öðru ljósi núna. Hann var útmálaður sem einhver hrotti í myndinni, en í raun var hann bara að gera tilraunir að búa til Hebocon-vélmenni. Augljós- lega sannur listamaður.“ Steinunn Eldflaug Harðardóttir verður kynnir á keppninni sem fer fram á laugardag, klukkan 21, og enn er hægt að skrá sig í hana á www. raflost.is Hvað er menningarnám (cultural appropriation)? Menningarnám er þegar þætt- ir úr menningu þjóðar (tákn, klæðaburður, orð, tónlist, dans) eru teknir úr samhengi og gjarn- an nýttir sem tískufyrirbrigði. Menningarnámi fylgir hugs- unarleysi þar sem ekki er tekið tillit til gildis og sögu þess sem er stolið. Ýkt dæmi um slíkt er „blackface“ þegar hvítt fólk málar andlit sitt svart á ösku- dag. Fjaðrir og indjána menning, japönsk kimono slá, indversk sjöl og förðun og fastar fléttur eru dæmi sem eiga sér mikla sögu og táknræna merkingu. Í stóra samhenginu snýst menningar- nám um misnotkun á menningu minnihlutahópa og þeirra sem njóta ekki sömu forréttinda. Garðsláttuvélar í miklu úrvali Mikið og fjölbreytt úrval garðsláttuvéla * Sláttuvélar með raf- eða bensínmótor * Sláttuvélar með eða án grassafnara * Sláttuvélar með eða án drifs ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Fegurð í mistökunum Súmóglíma gölluðu vélmennanna Nýr dagur – nýtt menningarnám Sumarvörurnar frá Mac eru skýrt menningarnám frumbyggja Ameríku. Sumarlína snyrtivörurisans Mac vekur hörð viðbrögð fyrir að „stela“ menningu frumbyggja Ameríku Snyrtivörufyrirtækið Mac Cosmetics kynnti nýverið sum- arlínu sína sem ber titilinn „vibe tribe“ eða ættbálkastraumar. Línan hefur vakið hörð viðbrögð fyrir að misnota menningu, tákn og sögu kynstofna sér til framdráttar. Línan vísar skýrt í menningu frumbyggja Ameríku og er því menningar- nám (e. cultural appropriation). Fyrirsæturnar skarta fléttum og fjöðrum í hári og klæðast sjölum innblásnum af Navajo mynstri sem er sprottið frá klæðaburði Navajo frumbyggja. Fyrirsæturnar sitja sólbrúnar fyrir í náttúrunni með litríka förðun og húðflúr. Fyrirtækið neitar alfarið að línan sé menningarnám og segir hana vísa í tónlistarhátíðir á borð við Coachella. Sú hátíð hefur lengi verið í brennidepli, þar sem hvítt fólk kemur saman og „rænir“ menningu annarra kynstofna og nýtir sem tískutrend. Dæmi um þetta eru fastar fléttur (e. braides), fjaðrahattur indjána, indversk bindi (rauði depillinn sem indverskar konur staðsetja á milli augabrún- anna), twerk-dansinn víðfrægi og „kimono“ sjöl úr japanskri menn- ingu. Mac er ekki þeir fyrstu sem eru gagnrýndir fyrir menningarnám en nýlega fór Navajo-þjóðin, stærsti ættbálkur frumbyggja Ameríku í mál við Urban Outfitters fyrir að nota þeirra stíl í fatalínu sinni. Navajo tapaði málinu í síðustu viku fyrir að vera ekki nógu þekkt „vörumerki“ til að geta eignað sér slíka fagurfræði. Urban Outfitters bíður dóms í sex álíka málum. | sgk Þeir Sam Rees og Arnar Ómarsson standa fyrir súmóglímu vélmenna í Mengi á laugardag. Auðvelt er að búa til Hebocon- -vélmenni úr göml- um leik- föngum og raftækjum Helstu reglur Hebocon- -keppni: Vélmenni tapar ef það fellur á hliðina eða út af borðinu. Hver lota í keppn- inni er í mesta lagi 1 mínúta. Vélmenni er ekki úr leik þó hluti vélmennis brotni af því. Hagaskólastelpurnar Una og Margrét koma fram á TEDx um helgina. Þær brýna fyrir stelpum að taka meira pláss. Þær eru yngstu mælendur á TEDxReykjavík, þær Una Torfadóttir og Margrét Snorradóttir. Stúlkurn- ar eru að ljúka grunnskólagöngu við Hagaskóla og eru bestu vinkonur. Báðar hafa þær nýtt sér vettvang skólans til að koma feminískum málefnum á dagskrá. „Við nýttum Skrekk til þess að fjalla um raunheim ungra stelpna,“ segir Una en hún er einn höfunda siguratriðis Skrekks „Elsku stelpur“ sem fór líkt og eldur um sinu á netheimum. „Ég stofnaði svo femínistafélag- ið Ronju í Hagaskóla,“ bætir Margrét við. Ronja vakti athygli fjölmiðla undir kassamerkinu #ronjaferátúr þar sem félagið bauð stelpum skólans upp á ókeypis túrtappa og dömubindi. Á TEDx fjalla þær um mikilvægi þess að stelpur taki sitt pláss. „Við höfum völdin til þess. Við verðum að fara sífellt út fyrir þægindarammann og tala til nýrra hópa. Það gengur ekki að ræða jafnrétti aðeins í hópi femínista, það þarf að láta í sér heyra á ólíklegum stöðum,“ segir Una. Aðspurðar hvers vegna Hagaskóli sé hávær í umræðunni um jafnrétti fara stelpurnar að hlæja. „Þetta er nú helst einn vinahópur sem ákvað að taka pláss. Við erum nokkrar sem komum fram í fjölmiðlum og erum með læti. Það er frábært að sjá þriðjung skólans vera orðinn hluta af Ronju femínistafélaginu.“ Mikill undirbúningur er að baki framkomunnar á TEDx sem fer fram á ensku. „Við ætlum að forðast íslensk-enskan hreim,“ segir Margrét og Una tekur undir. „Við erum búnar að æfa okkur með því að tala saman á ensku eins og fá- vitar. Við tökum einnig þátt í pallborðsumræðum með Uglu Stefaníu hjá Trans Ísland, þetta verður spennandi og lærdómsríkt.“ | sgk Þær 15 ára Una og Margrét flytja erindi á TEDxReykjavík um nauðsyn þess að konur taki meira pláss. Tilbúnar á vígvöllinn Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me 48 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.