Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 26
Fáðu ráðgjöf landslagsarkitekta okkar og aðstoð við efnisval FRÁ TEIKNINGU AÐ FALLEGUM GARÐI Frí ráðgjöf til 1. júní Pantaðu tíma í ráðgjöf í s. 412 5050 eða á sala@bmvalla.is. Kynntu þér úrvalið af fallegum hellum og garðeiningum á bmvalla.is þegar hann var þriggja ára gam- all. Í filippseysku þjóðlífi er löng og rík hefð fyrir áhrifa- og valdamiklum ættum. Duterte-fjölskyldan tengist tveimur gamalgrónum stjórnmála- ættum fjölskylduböndum, Durano og Almendras, og faðir Rodrigos var sjálfur borgarstjóri og héraðsstjóri á sínum tíma. Í frændgarði hans má svo finna fleiri borgar- og bæjarstjóra og valdamikla menn. Rodrigo var skapstór og uppi- vöðslusamur piltur og var rekinn úr skóla fyrir agabrot. Slíkt fylgdi honum raunar fram á fullorðins- ár. Þegar hann var langt kominn í laganámi í háskóla í höfuðborginni Manila reiddist hann svo þegar sam- nemandi stríddi honum á suðræn- um uppruna hans að hann tók upp skammbyssu og skaut hann. Sam- nemandinn komst lífs af og Duterte fékk meira að segja að útskrifast úr náminu, þó hann hafi ekki fengið að vera við sjálfa útskriftarathöfnina með hinum. En skammbyssan og ofbeldið hefur sem sagt aldrei verið langt undan þegar Rodrigo Duterte er annars vegar. Grunaðir glæpamenn líflátnir Eftir útskrift sem lögfræðingur vann Duterte sem saksóknari og fór svo að skipta sér af stjórnmálum. Árið 1988 var hann kjörinn borgar- stjóri Davao og því embætti gegndi hann, með nokkrum stuttum hlé- um, í tuttugu og tvö ár, allt fram til dagsins í dag. Alls sjö kjörtímabil. Á þessari löngu valdatíð Dutertes er það mál flestra að Davao-borg hafi sannarlega umturnast, breyst úr alræmdu glæpabæli í eina af öruggustu og lífvænlegustu borg- um landsins, ef ekki bara heims- hlutans. Duterte er enda gríðarlega vinsæll meðal borgarbúa í Davao og hefur verið lengi. En þær aðferðir sem hann hefur beitt til að ná þess- um árangri hafa sömuleiðis gert hann umdeildan. Duterte hefur opinberlega og ít- rekað lýst yfir stuðningi við einskon- ar dauðasveitir, sem fóru fyrst að birtast á götum Davao á ofanverð- um tíunda áratugnum. Dauðasveit- irnar voru skipaðar sjálfboðaliðum, langþreyttum á óöldinni í borginni – og markmið þeirra var að binda enda á hana með því að einfald- lega að taka grunaða glæpamenn af lífi. Algjörlega án dóms og laga, og hvort sem það voru morðingjar, dópsalar, smáþjófar eða götubörn, og hvort sem óyggjandi sannanir lágu fyrir sekt eða ekki. Samkvæmt úttekt alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í fyrra hafa slíkar dauðasveitir borið ábyrgð á dauða meira en þúsund manna síðan Duterte settist í borgarstjórastólinn. Eflaust er fjöldi fórnarlamba vel á annað þúsund manns, segja mann- réttindasamtök á vettvangi í Davao, og þar á meðal fjöldi barna. Sam- einuðu þjóðirnar, Human Rights Watch sem og fleiri mannréttinda- samtök hafa gagnrýnt það harðlega í gegnum árin að þessum sveitum sé leyft að starfa svo að segja óá- reittum. Verðlaun fyrir afskorið höfuð En Rodrigo Duterte hefur ætíð látið alla slíka gagnrýni eins og vind um eyru þjóta, enda er hann mun hrifnari af því að hreykja sér af dauðasveitunum og undraverð- um árangri þeirra í baráttunni við glæpaóværuna, og hvetja morðingj- ana til dáða. Sem borgarstjóri not- aði hann iðulega tækifærið í við- tölum í útvarpi og sjónvarpi til að lesa upp nöfn nokkurra eftirlýstra glæpamanna. Og þeir fundust iðu- lega látnir ekki löngu síðar, teknir af lífi af dauðasveitum. Árið 2012 bauð hann fjögurra milljóna pesóa verðlaun, um tíu milljónir íslenskra króna, fyrir að drepa Ryan Yu, alræmdan leiðtoga bílaþjófagengis. Og milljón pesóa til viðbótar, yrði borgarstjóranum fært afskorið höfuð Yus í íspoka. (Það var að lokum alþjóðalög- reglan Interpol sem hafði hendur í hári Yus þessa, og hann fékk því að halda höfðinu.) Duterte hefur gefið í skyn að sem forseti ætli hann sér að taka upp svipaða stefnu á landsvísu. Í kosn- ingabaráttunni hét hann því að taka hundrað þúsund glæpamenn af lífi og kasta líkum þeirra svo í Manila- -flóa. „Davao er níunda öruggasta borg heims,“ sagði Duterte í fyrra og vísaði þar til skoðanakönnun- ar sem gerð var á vefsíðunni Num- beo.com, reyndar aðeins með tæp- lega fimm hundruð manna úrtaki. „Hvernig haldið þið að mér hafi tek- ist það? Hvernig kom ég Davao með- al öruggustu borga heims? Með því að drepa alla þessa glæpamenn.“ Duterte er sem fyrr segir gríðar- lega vinsæll meðal íbúa Davao og ýmislegt má finna til sem hann gerði gott á langri borgarstjóratíð sinni. Hann efldi lögreglulið borg- arinnar, setti upp fjölda öryggis- myndavéla, og kom upp neyðarlínu. Davao varð fyrsta borg Filippseyja þar sem hægt var að hringja í 911 og fá strax samband við lögreglu. Hann ef ldi líka heilbrigðiskerf- ið, bannaði reykingar hvarvetna um borgina, og bætti líka réttindi hinsegin fólks í borginni – nokkuð sem þótti mjög róttækt skref á hin- um rammkaþólsku og íhaldssömu Filippseyjum. Kallaði páfa tíkarson Á bilinu 80 til 85 prósent allra Fil- ippseyinga tilheyra kaþólsku kirkj- unni og ítök hennar í filippseysku þjóðlífi hafa lengi verið mjög sterk. En Rodrigo Duterte er einn fárra Filippseyinga sem tilheyrir öðrum kristnum trúarsöfnuði, „Konungs- ríki Jesús Krists“ sem leitt er Apollo Quiboloy, predikara frá Davao sem jafnframt heldur því fram að hann sé sjálfur sonur Guðs. Duterte hefur haldið því fram að hann hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af kaþólskum presti í æsku. Rodrigo Duterte er mikill kvennaljómi, að eigin sögn. Hann er tvígiftur og hefur jafnframt stært sig af því opinberlega að eiga fjölda ástkvenna. 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.