Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 27
ÚTSKRIFTARGJÖF
GÓÐ
Kann það að skýra þá fæð sem hann
virðist leggja á kaþólsku kirkjuna,
en hann notar hvert tækifæri til
að bölva kirkjunni og kirkjunnar
mönnum, jafnvel sjálfum páfanum.
Það vakti reiði kaþólikka í Fil-
ippseyjum sem utan þegar Duter-
te kvartaði í ræðu undan umferð-
aröngþveiti í miðborg Manila þegar
Frans páfi heimsótti borgina í nóv-
ember í fyrra: „Páfi, helvítis tíkar-
sonurinn þinn, farðu heim. Komdu
ekki hingað aftur!“ hrópaði Duterte
yfir stórum hóp stuðningsmanna
sinna. Ummælin urðu svo umdeild
að Duterte neyddist á endanum til
að biðja páfa afsökunar, en þó með
semingi. Hann sagði þá ennfremur
að þau hafi ekki beinst gegn páfan-
um sjálfum heldur borgaryfirvöld-
um í Manila sem ekki hafi haldið
nægilega vel utan um umferðarmál
í stórborginni á meðan heimsókn
páfa stóð.
Nýr Marcos í fæðingu?
Valdatíð einræðisherrans Ferdin-
ands Marcos er mörgum Filipps-
eyingum enn í fersku minni.
Marcos sat á valdastól í tuttugu og
eitt ár, frá 1965 til 1986. Þar af voru
herlög í gildi í níu ár, 1972-1981, sem
takmörkuðu mjög fjölmiðla- og tján-
ingarfrelsi og gerðu Marcos kleift að
handtaka og fangelsa andstæðinga
sína óáreittur, og láta beita þá mis-
kunnarlausum pyntingum og of-
beldi.
Flestir Filippseyingar voru fegn-
ir að sjá að baki Marcos þegar hann
flúði til Bandaríkjanna eftir fjölda-
mótmæli almennings 1986. Enda
hafði hann og fjölskylda hans líka
steypt ríkissjóði í gríðarlegar skuld-
ir til að geta fjármagnað eigin lúx-
uslífsstíl – þar á meðal hið alræmda
skósafn forsetafrúarinnar, Imeldu
Marcos, – og um tíu milljarðar
dollara sem hurfu úr ríkiskassan-
um á valdatíð Marcos hafa aldrei
fundist.
Marcos lést í útlegð á Hawaii
1989. Líkamsleifar hans voru flutt-
ar aftur til gamla landsins og hvíla
nú í grafhýsi Marcos-fjölskyldunnar
á ættaróðalinu á norðanverðum Fil-
ippseyjum. En ættingjar hans hafa
lengi barist fyrir því að fá að grafa
líkið í kirkjugarði í Manila sem ein-
göngu er ætlaður helstu stríðshetj-
um filippseysku þjóðarinnar, en
þær hugmyndir ætíð mætt mikilli
mótspyrnu.
Rodrigo Duterte hefur nú gefið
það út að þegar hann tekur form-
lega við embætti forseta Filippseyja
þann 30. júní næstkomandi verði
það eitt af hans fyrstu verkum að
verða við þessum óskum Marcos-
-fjölskyldunnar. Einræðisherrann
fái að hvíla við hlið helstu hetja
filippseysku þjóðarinnar – og það
sama hvað almenningur mótmæli.
Skeytingarleysi Dutertes í garð
slíkra mótmæla og lítið tillit til
laga og reglna hafa fengið marga til
að velta því fyrir sér hvort Duter-
te hyggist leiða Filippseyjar aftur
á braut einræðis – að verða sjálfur
„næsti Marcos“. Vegna stórkarla-
legra yfirlýsinga í kosningabarátt-
unni var Duterte líka gjarnan líkt
við bandaríska forsetaframbjóð-
andann Donald Trump.
En eins og Tom Smith, breskur
sérfræðingur í Suðaustur-Asíu,
bendir á í nýlegri grein í Guardi-
an, ætti ekki að bera þá Trump og
Duterte saman. Ekki nóg með að
Duterte sé þegar kominn til valda,
heldur hafi saga hans sýnt að hann
sé vel fær um að standa við orð sín,
hversu stór sem þau kunna að vera.
Fari svo að Trump komist alla leið
í Hvíta húsið sé þó ólíklegt að hann
geti nokkurntímann innleitt herlög
í Bandaríkjunum, þó hann feginn
vildi. En það gæti Duterte vel gert.
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016