Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 40
Flâneur – listin að ráfa Hvern langar ekki að týna sér um stund í erlendri stórborg? Gerir það okkur ekki örugglega gott að víkka sjóndeildarhringinn í útlöndum? Myndlistarkonan Sara Björnsdóttir opnar í kvöld sýninguna Flâneur í Gerðarsafni í Kópavogi, klukkan 20. Þar veltir Sara fyrir sér þeirri reynslu að flytjast til erlendrar stórborgar. London hefur verið hennar heimavöll- ur síðustu níu mánuði og verður það áfram. Fréttatíminn fékk Söru til að segja nokkur orð um stórborgina, ráfið um göturnar og sjálfa sig. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Maður þarf bara stundum að fara í burtu, verða fyrir áhrifum og fá ein- hverja innspýtingu í sjálfan sig. Sumum finnst London ekki ljóðræn borg, hún þykir ljót og stór. London er auðvitað öðruvísi en t.d. París en hún leynir á sér og býður upp á svo margt. Borgin er dálítið eins og strangt foreldri sem krefst mikils af manni. Ég verð oft alveg svakalega einmana. Sara Björnsdóttir opnar sýningu í Gerðarsafni í kvöld Ég var ósjálfrátt búinn að vera Flâneur í London í marga mánuði áður en ég fór að velta fyrir mér þessu hugtaki, sem snýst um það hvernig við þroskumst við að ráfa stefnulaust í borginni með ekkert markmið, bara labba út í buskann. Ég fann á sjálfri mér að þetta opnaði mig, var rosalega inspírer- andi og ég fylltist af einhverjum sköpunarkrafti. Á níu mánuðum hef ég labbað einhverja rúma 2000 kíló- metra. Sýningin í Gerðarsafni er sjálfsprottin. Hún er í tveimur sölum. Annar salurinn verður rökkvaður og þar varpa ég upp ljósmyndum og vídeóum. Ég les líka sögu sem seytlar inn í eyru áhorf- enda, nánast eins og undirmeðvitund mín þegar ég gekk um borgina. Hinn salurinn lýsir síðan því hvað gerðist þegar ég kom til baka úr göngut- úrnum. Sá salur er bjartur og hreinn og þar eru 30 textaverk á veggjunum sem urðu til á göngunni. Það er eitthvert afl að togar mig til London. Þetta er ótrúlega furðulegt. Í einhver ár var ég t.d. búin að vera með þrýsting í síðunni eins og einhver væri að pota í mig. Svo fór þetta bara þegar ég kom til London. Daginn sem ég kom aftur heim kom potið aftur, bara hinum megin! Ég er því ekki búin með borgina. Þarna er einhvers konar sósa af menningarheimum sem koma saman í einni borg, þannig að hún verður eins og eitthvert líffæri. Ég er búin að vera á leiðinni alveg síðan ég var þarna í námi fyrir 18 árum. Núna voru aðstæður í mínu lífi þannig að ég gat stokkið. Ég stökk og sé ekki eftir því. Við náum vel saman, ég og London. 40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.