Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 24
4 400 400
Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar
aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
Þú færð landslagsráðgjöf
og garðlausnir hjá okkur
Graníthellur
Steypustöðin býður upp á mikið úrval af
fallegum hellum og mynstursteypu fyrir
heimili, garða, göngustíga og bílaplön.
20
YFIR
TEGUNDIR AF HELLUM
Skoðaðu úrvalið á
www.steypustodin.is
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Smiðjuvegi
870 Vík
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Það er enn rúmur mánuð-
ur þar til Rodrigo Duterte
tekur formlega við embætti
sem forseti Filippseyja,
eftir stórsigur hans í forseta-
kosningum í byrjun maí, en
Duterte hefur þegar vakið
heimsathygli með yfirlýsing-
um sínum um fjöldaaftökur
á glæpamönnum og fyrir að
hafa bölvað sjálfum páfan-
um í sót og ösku
Vera Illugadóttir
vera@frettatiminn.is
Duterte hefur verið kallaður
„Refsarinn“ og „Duterte Harry“,
eins og hinn frægi lögreglumaður
Clints Eastwood, og líkt við Dona-
ld Trump – en aðrir vilja meina að
Duterte sé miklu hættulegri, því
saga hans hingað til sanni að hann
sé vel fær um að standa við stóru
orðin.
Það er kvöld. Á skuggaleg-
um bar situr maður á sextugs-
aldri, sterklega byggður. Hann
ýtir koníaksglasi milli handanna
og þegar vel er að gáð má sjá að
hann er með skammbyssu girta
ofan í gallabuxnastrenginn. Þetta
er ekki lýsing á senu úr ein-
hverri bófamyndinni, heldur
er það nokkurnveginn svona
sem forsíðugrein bandaríska
vikuritsins Time, 19. júlí 2002,
hefst. Greinin fjallar um
borgina Davao City á
Filippseyjum og
það er borgarstjór-
inn sjálfur, Rodrigo
Duterte, sem situr
við barinn og teygar
koníak með skammbyssuna við
höndina.
Það er greinilegt strax frá upp-
hafi greinarinnar að Duterte þessi
er enginn hefðbundinn borgar-
stjóri, og það kemur æ betur í ljós
því lengur sem blaðamaður Time
fylgir honum eftir. Þegar hann yfir-
gefur loks skuggalegan barinn síðar
um kvöldið sest hann upp á stórt
mótorhjól – því hann, sjálfur borg-
arstjórinn, fer sjálfur í reglulegar
eftirlitsferðir um myrkvaðar götur
Davao að næturlagi.
Ekki aðeins í leit að glæpamönn-
um að störfum, heldur fylgist hann
líka með lögreglumönnunum á
götum borgarinnar. Gruni hann
lögreglumann um að hafa tekið
við mútum, að vera ölvaður við
skyldustörfin, eða önnur brot, skrif-
ar blaðamaður Time, hikar hann
ekki við að ganga sjálfur í skrokk
á honum.
Davao-borg er fjórða fjölmenn-
asta borg Filippseyja og sú stærsta
á Mindanao, suðlægustu eyju klas-
ans. Það hefur lengi verið róstu-
samt á Mindanao. Þar búa flestir
múslimar Filippseyja, að minnsta
kosti tuttugu prósent íbúa eyjunn-
ar aðhyllast íslamstrú. Aðskilnað-
arhreyfing múslima hefur barist
gegn filippseyskum stjórnvöldum
áratugum saman, og tugþúsundir
fallir í þeim átökum. Kommúnískur
skæruliðahópur, Nýi þjóðarherinn,
hefur sömuleiðis herjað í Mindanao
um margra ára skeið.
Við slíkt langvinnt ófremdar-
ástand er kannski skiljanlegt að
glæpir grasseri í stærstu borg eyj-
arinnar. Á áttunda og níunda áratug
síðustu aldar óðu glæpagengi uppi í
Davao, hrelltu óbreytta borgara og
börðust innbyrðis – svo blóðuga að
borgin var þekkt sem „morðhöfuð-
borg“ Filippseyja og almennt sem
ein hættulegasta borg í Suðaustur-
-Asíu. En það var áður en Rodrigo
Duterte kom til skjalanna.
Skaut samnemanda fyrir stríðni
Rodrigo Duterte fæddist árið 1945 á
filippseysku eyjunni Leyte, en fjöl-
skyldan flutti til Davao-borgar
Forseti Filippseyja
styður dauðasveitir
Úr spakmælum
Rodrigo Duterte
Um sín fyrstu
verk sem forseti:
Gleymið lögum um
mannréttindi. Ef ég
kemst alla leið í for-
setahöllina geri ég
það sama og ég gerði
sem borgarstjóri. Þið
þarna dópsalar, ræn-
ingjar og iðjuleys-
ingar ættuð að hypja
ykkur. Því ég drep
ykkur. Ég kasta ykkur
öllum í Manila-flóa til
að fita fiskana.
Um það hvernig hann
hyggist leysa langvinna
deilu við Kína um yfirráð
á Spratly-eyjum í Suður-
Kínahafi:
Ég fer þangað á sjó-
sleða og set niður fil-
ippseyska fánann.
Um ástralskan trúboða
sem var nauðgað í óeirð-
um í fangelsi í Davao 1989:
Það var ein áströlsk,
þegar ég sá andlitið
á henni hugsaði ég,
„Andskotinn. Hvílík
synd ... þeir nauðg-
uðu henni, hver á eft-
ir öðrum. Ég var reið-
ur yfir því að henni
hefði verið nauðgað
en hún var svo falleg.
Ég hugsaði, borgar-
stjórinn hefði átt að
vera fyrstur.“
Um Donald Trump:
Hann er fordómafull-
ur, það er ég ekki.
Íbúar Manila á Filippseyjum flykktust út á götu til að styðja Rodrigo Duterte í forsetakosningunum í vor.
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016