Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 72
NæraNdi sumar í Heilsu & spa Nánari upplýsingar sími 595-7007 | Facebooksíða Heilsa og spa | gigja@heilsaogspa.is Viltu efla líkama og sál í heilandi umhverfi, endurnýja orkuna og gæla við bragðlaukana í leiðinni? Þá er nærandi sumardagskrá Heilsu & Spa Ármúla 9 fyrir þig. Fallegt SPA, fjölbreytt þjónusta og fræðsla frá læknum, sjúkraþjálfara, næringar- og íþróttafræðingi. 4 mánaða opnunartilboð mai-15.september verð einungis 39.900 kr. eða 9.975 kr. á mánuði alla föstudaga og laugardaga En ég var virkilega veik á þessum tíma og mjög langt niðri andlega Hlín Einarsdóttir í viðtali við amk... á morgun Óli vill ekki taka við af Óla Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Kristjánsson hefur slegið í gegn í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport það sem af er keppnistímabilinu í fótboltanum þar sem hann hefur greint leiki liða á listilegan hátt. Hann hefur hins vegar lokið störfum í bili því í vikunni tók hann við starfi aðalþjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Randers. Eftir því sem næst verður komist reyndu aðstandendur Pepsi-markanna að fá gamla strigakjaftinn af Skagan- um, Ólaf Þórðarson, til að taka við af nafna sínum en hann hafnaði góðu boði. Auður fær verðlaun í Frakklandi Rithöf- undurinn Auð- ur Ava Ólafsdóttir heldur áfram að raka inn verðlaunum í Frakklandi fyrir skáld- sögu sína Undantekn- ingin. Að þessi sinni hlaut hún Prix littéraire des Jeunes Européens 2016. 26 skáldsögur eftir evrópska höfunda voru tilnefndar og þær lesnar í þaula af valnefndum ungs fólks sem á endanum völdu Auði Övu sem sigurvegara. Nesbö í þúsundum Nýjasta bók norska græpa- sagnaskáldsins Jo Nesbö, Kakkalakkarnir, hefur setið sleitu- laust í toppsæti metsölulista Eymundsson frá því að hún kom út fyrir fjórum vikum. Bókin, sem er þó ekki nýjasta bók Nesbö heldur önnur í bókaflokknum um lögregluforingj- ann Harry Hole, hefur selst í fjögur þúsund eintökum en alls má telja að bækur Nesbö, 11 glæpasögur og tvær barnabækur, hafi selst í um 40 þúsund eintökum. Sjón í Bretlandi Samið hefur verið um útgáfu- réttinn á bókinni Mánasteinn eftir Sjón í Bretlandi. Bókin mun koma út hjá hinu virta bókaforlagi Hodder & Staughton en meðal annarra höfunda forlagsins eru Fredrick Backman, sem skrifaði hina vinsælu Maður að nafni Ove og Stephen King. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda er von á að Mánasteinn komi út í byrjun næsta árs. Hún fékk meðal annars Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 2013. Sjón fékk einnig Bókmenntaverð- laun Norður- landaráðs árið 2005 fyrir bókina Skugga-Baldur. Helga Arnar gerir þætti með Eddu Björgvins „Já, það er rétt! Ég er að fara að gera þætti með Eddu Björgvins og Birni Emilssyni, sem mun stjórna upptökum, og ég get hreinlega ekki beðið eftir því að byrja,“ segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir í samtali við amk. Helga, sem birtist dagsdaglega á skjám landsmanna í Kastljósi, segir að þættirnir fjalli um feril Eddu Björgvinsdóttur sem grínista en sá er tæplega 40 ára langur. „Við ætlum að fara yfir sögu hennar sem grínara á þessum tímamótum og skoða feril hennar sem spannar sjónvarp, kvikmyndir, leikhús og útvarp. Ég held að þetta séu um 70 klukkutímar af leiknu efni sem bíður yfirferðar,“ segir Helga en þættirnir, sem verða þrír, eru hluti af afmælisdagskrá RÚV og verða sýndir seinna á árinu. Helga segir að Edda sé að mörgu leyti frumkvöðull. „Hún ruddi brautina fyrir konur í gríni og hef- ur stungið á mörgum kýlum með gríni sínu í gegnum tíðina. Við ætl- um að fanga þennan ríka leikferil, kynnast henni sem persónu og tala við hennar fólk, samstarfsfólk og aðra grínista,“ segir Helga. Og hún er aðdáandi Eddu. „Ég hef alltaf verið aðdáandi og Stella í orlofi er ein af mínum uppáhalds- myndum. Hún er svo náttúruleg- ur grínisti að það er erfitt að vera alvarlegur í kringum hana,“ segir Helga og hlær. | óhþ Lífið er hlátur Helga Arnardóttir segir að það sé erfitt að vera alvarleg í návist Eddu. Alltaf létt Edda Björgvins ruddi brautina fyrir konur í gríni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.