Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 30
Ferdinand Jónsson er geðlæknir sem starfar með viðkvæmasta hópi samfélags- ins í Lundúnum. Hann nýtur starfsins fram í fingurgóma en meðal þess sem hann gerir til þess að verja sjálfan sig í erfiðu starfi er að yrkja ljóð á sínu ástkæra ylhýra meðan hann gengur meðfram bökk- um Thames árinnar Steinunn Stefánsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Það var stappfullt á fyrstu hæðinni í Eymundsson í Austurstræti þegar Ferdinand Jónsson fagnaði þar út- komu annarrar ljóðabókar sinnar, Í úteyjum, og því, eins og sagði í boðs- bréfinu, að þrjú ár og einn mánuður var liðinn frá útkomu fyrstu bókar hans, Innsævi. Nú eru 19 ár síðan Ferdinand flutt- ist til Lundúna til að fara í framhalds- nám í geðlæknisfræðum sem hann kallar reyndar drottningu læknis- fræðinnar. Samt sem áður á hann feikimarga vini hér á Íslandi og þétt fjölskyldunet. „Er það ekki af því að maður er smaladrengur?“ seg- ir Ferdinand þegar hann er spurð- ur út í þetta og svo hlær hann sín- um hljómmikla og smitandi hlátri og heldur áfram: „Það er gaman að hitta fólk af lífsleiðinni, bara yndis- legt, það er eiginlega það besta við þetta, að hitta þetta góða fólk.“ Ferdinand segist verja öllum frí- um sínum á Íslandi og vera með ís- lenskan síma sem hann noti óspart til að viðhalda tengslum sínum við ræturnar hér heima. „Ég meina, ég er geðlæknir,“ segir hann svo. „Ég get talað um styrkleika og veikleika og kannski hafa margir af mínum styrkleikum í tengslum verið mín- ir veikleikar en þetta gefur manni raunveruleg tengsl við fólk.“ Það verður að vera sannleikur Samtalið færist nú í áttina að skáld- skapnum og ljóðabókunum tveim- ur sem Ferdinand hefur nú gefið út. Náttúrudýrkun er leiðarstef í báðum bókum en undirliggjandi eru sterkar tilfinningar; ást, þrá, sorg og söknuð- ur og í nýútkomnu bókinni blasa til- finningarnar enn sterkar við en í þeirri fyrri. „Já, hún gengur töluvert mikið nær mér,“ segir Ferdinand um Í úteyjum. „Þess vegna hef ég meiri áhyggjur af þessu núna. Ég velti endalaust fyrir mér og hvað skipt- ir máli í ljóðlist og ég held að mað- ur verði að vera einlægur og hleypa að sér. Þetta verður að vera raun- verulegt. Þetta gengur ekkert upp öðruvísi. Þetta verður að vera saga manns og tilfinningar manns, auð- vitað blandaðar öðru en það verður að vera sannleikur í hlutunum.“ Það besta við að gefa út ljóðin í stað þess að yrkja bara fyrir skúff- una er að mati Ferdinands að fá annað fólk og önnur sjónarmið að ljóðunum og hann segist vera hepp- inn með það fólk, bæði æskuvinkonu sína, Valgerði Benediktsdóttur, sem les allt yfir fyrir hann og svo Bjarna Þorsteinsson, ritstjóra hjá Veröld. „Þetta verður raunverulegt þegar aðrir koma að þessu. Eins yndislegt og það er að yrkja fyrir skúffuna sína þá er mjög gaman þegar aðrir koma að með aðra vinkla.“ Fuglar út um allt Fuglar af öllum sortum eru mjög áberandi í ljóðum Ferdinands. „Þeir Fámennt í stórborginni eru út um allt, þessar elskur,“ seg- ir hann hlæjandi. „Ég hef haft gam- an af fuglaskoðun alveg síðan ég var strákur, ekki til að tikka við ein- hverjar sortir. Ég hef gaman af því að fylgjast með atferli þeirra og lífi og reyna að upplifa eitthvað nýtt. Ég hef sérstakan áhuga á konungi íslenskra fugla sem er haförninn. Þú þarft að hafa svo mikið fyrir að sjá hann að þegar hann birtist, þegar hann kemur í allri sinni dýrð, þá þarftu ekki að fara í einhver helgi- hús eða leggjast á bæn eða neitt, þarna er það! Ég held að það sé mjög mikilvægt að muna að við mennirn- ir erum mjög andlegar verur og við höfum mikla þörf fyrir þetta and- lega, trúarlega, eða hvað það heitir.“ Hvunndagur Ferdinands Hvunndegi sínum í Lundúnum ver Ferdinand meðal viðkvæmustu einstaklinga samfélagsins, heimilis- lausu fólki með geðsjúkdóma. Hann vinnur á þremur stöðum í austur- hluta Lundúnaborgar, á sjúkrahús- inu Mile End, í samfélagsteymi í Bethnal Green og á heilsugæslustöð á Brick Lane sem sérhæfir sig í heim- ilislausum. Starfið á þessum þremur stöðum tengist. Hann er með göngu- deild á heilsugæslunni og fylgir svo sjúklingum sínum eftir ef þeir fara inn í samfélagsteymið eða leggjast inn á spítalann. „Það er þessi teymisvinna sem mér finnst kannski mest heillandi við geðlæknisfræðina. Ég er að vinna með hjúkrunarfræðingum, félagsfræðingum, sálfræðingum, iðjuþjálfum og fólki sem hefur sér- menntun í menningu og túlkun. Svo vinnum við í nánu samstarfi við trú- arhópa og trúarleiðtoga sem hjálpa okkur að skilja, þetta er ofboðslega áhugaverð skoðun á manninum frá mjög mörgum hliðum og það ger- ir þessi erfiðu mál svo miklu létt- ari og þetta veldur því kannski að ég er svolítið fastur í draumaheimi geðlæknisfræðinnar en svo fer „Þú þarft að hafa svo mikið fyrir að sjá hann að þegar hann birtist, þegar hann kemur í allri sinni dýrð, þá þarftu ekki að fara í einhver helgihús eða leggjast á bæn eða neitt, þarna er það!“ „Það besta við að gefa út ljóðin í stað þess að yrkja bara fyrir skúffuna er að mati Ferdinands að fá annað fólk og önnur sjón- armið að ljóðunum …“ „… svo fer smaladrengur- inn í gang og gengur yfir Tower Bridge og með- fram bökkum Thames árinnar og raðar saman íslensku orðunum.“ „Ég er umvafinn og dekraður af þessari fjölskyldu minni sem er yndisleg, mikil kær- leikskeðja. Þau hafa leyft mér að vera úti. Ég hef samviskubit yfir því enda- laust og auðvitað kem ég heim fyrr en síðar.“ Náttúrudýrkun er leiðarstef í báðum bókum Ferdínands. Mynd | Hari 30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.