Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 ingu hvarf Framsóknar- f lokkurinn eftir þessar kosningar og áhrif Sósíalista- f lokksins dvínuðu. Ástæð- an fyrir minnkandi áhrifum Sósíalistaflokksins voru vitaskuld skipulagðar árásir stjórnvalda á verkalýðshreyfinguna og þó sér- staklega róttækan arm hennar, en ekki síður sú að Demókrataflokk- urinn tók mörg baráttumál beggja flokka upp á sína arma. (Sósíalista- flokkurinn var að vísu ekki alveg úr sögunni, því Eugene V. Debs fékk 3,4% atkvæða í forsetakosningun- um 1920, þrátt fyrir að sitja á bak við lás og slá meðan á kosningabar- áttunni stóð.) Áhrif framboða Dixiekratanna Strom Thurmond og George Wallace urðu svo til þess að kljúfa íhaldssama kjósendur í Suðurríkj- unum út úr Demókrataflokknum og opna dyrnar fyrir Suðurríkjastra- tegíu Richard Nixon og umpólun flokkakerfisins á eftirstríðsárunum. Og framboð Ross Perot gerði fjár- lagahallann að einni mikilvægustu pólitísku spurningu síðustu ára- tuga, því fram að því hafði hvorug- ur stóru flokkanna í raun eytt neinu púðri í hann. Bólusetningaráhrif Ralph Nader Gott gengi smáflokka í einstaka kosningum hefur líka grafið und- an vinsældum þeirra með öðrum hætti. „Mótmælaatkvæði“ greidd frambjóðendum sem eiga engan séns á að sigra geta nefnilega haft afgerandi áhrif á niðurstöður kosn- inga, jafnvel að tryggja þeim fram- bjóðanda sigur sem kjósendur flokksins vildu síst sjá vinna. Það má finna fjöldann allan af dæmum um þetta í kosningum til þings og öldungadeildar og enn fleiri í fylk- isþingum þar sem smáflokkar sem draga aðallega atkvæði frá öðrum stóru f lokkanna tryggja hinum þeirra sigur. Nærtækasta dæmið eru auðvit- að forsetakosningarnar 2000. Í aðdraganda þeirra höfðu margir frjálslyndir og vinstrisinnaðir Bandaríkjamenn lýst yfir óánægju með Al Gore sem þeim þótti of hægrisinnaður: Það væri því sem næst enginn munur á stóru flokk- unum tveimur og stefnumál þeirra í raun mjög lík. Í valdatíð Bill Clinton hafði Demókrataflokkurinn, líkt og stórir jafnaðarmannaflokkar víða í Evrópu, færst í átt að miðjunni. Clinton hafði t.d. beitt sér fyrir endurskoðun á almannatrygginga- kerfinu en vinstrimenn töldu að sú endurskoðun hefði grafið undan fé- lagslegum jöfnuði, og einnig stutt afreglun Wall Street. Á sama tíma rak George W. Bush kosningabar- áttu sem gaf til kynna að hann hefði í hyggju að færa Repúblikanaflokk- inn nær miðju. Ralph Nader og Græningjaflokk- urinn urðu farvegur kjósenda sem vildu uppstokkun flokkakerfisins og róttækari stjórnmál. Í kosningun- um fengu Græningjar alls nærri þrjár milljónir atkvæði, eða 2,7%. Það voru hins vegar atkvæði flokks- ins í Flórída, 97.488, sem réðu úr- slitum: Þar sem Bush sigraði í Flor- ída, með aðeins 537 atkvæðum, er skiljanlegt að kjósendur hafi velt því fyrir sér hvað hefði orðið hefði Nader ekki verið á kjörseðlinum. Reynslan af kosningunum árið 2000 varð enda til þess að bólusetja marga kjósendur fyrir öllu tali um „þriðju flokka“ og fylgi við Græn- ingja, sem höfðu verið í nokkurri sókn á níunda áratugnum, hrundi. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist hins vegar að nú sé hugsan- lega nógu langt um liðið til að þessi áhrif séu farin að dvína. Fylgi þriðjuflokksframbjóðenda lækkar eftir því sem nær dregur kosningum Ef marka má söguna er mjög ólík- legt að Stein og Johnson eigi eft- ir að bæta við sig miklu fylgi fram að kosningum. Þvert á móti er líklegra að kjörfylgið verði um- talsvert minna en það mælist nú, þegar tveir og hálfur mánuður eru til kosninga. Þannig mældist John Anderson með 24% fylgi síð- sumars 1980, en fékk aðeins 6,6% í kosningunum í nóvember. Ross Perot mældist með 33% og forystu í könnunum um sumarið 1992, en fékk tæp 19% í kosningunum og fylgi Ralph Nader dalaði líka eftir því sem nær dró kosningum 2000, féll úr rúmum 3% í 2,7%. Ástæðan er sú að kjósendur virð- ast eiga erfiðara með að mótmæla tveggja flokka kerfinu í kjörklefan- um en í könnunum. Þegar á hólm- inn er komið telja kjósendur mik- ilvægast að koma í veg fyrir sigur þess frambjóðandi sem þeir hafa mesta óbeit á og kjósa því skárri kostinn af tveimur illum. Þá hef- ur verið bent á að stuðningsmenn Frjálshyggjuflokksins og Græningja séu flestir ungt fólk, sem skilar sér oft ekki á kjörstað, sem geti skýrt af hverju flokkarnir mælast æv- inlega með langtum meira fylgi en þeir svo fá á kjördag. Aðstæður nú eru óvenju- legar Það eru hins vegar ýmis merki um að þróunin nú verði ólík því sem hún hefur verið og að fylgi Gary Johnson og Jill Stein gæti átt eftir að aukast á næstu vikum. Upplausn foresta- framboðs Trump og vaxandi óvin- sældir draga úr þeirri pressu sem kjósendur á vinstrivængnum finna fyrir, sérstaklega í fylkjum þar sem Hillary hefur örugga forystu. Um leið fjölgar hægrimönnum sem sjá engan tilgang í því að kjósa Trump, eða skammast sín beinlínis fyrir að kjósa hann. T.d. hafa bæði Mitt Romney og Jeb Bush gefið í skyn að þeir kunni að lýsa yfir stuðningi við Johnson. Vaxandi óvinsæld- ir Trump hafa þannig orðið vatn á myllu bæði Græningja og Frjáls- hyggjuflokksins. Enn sem komið er á Stein langt í land með að ná 15% markinu til að komast í sjónvarpssal. John- son virðist hins vegar eiga séns: Í könnun NBC, sem tekin var fyrir viku, mældist hann með 11% og í könnun CNN, fyrir mánuði, mæld- ist hann með 13%. Ef Johnson tekst að komast yfir 15% í könnunum á næstu vikum gæti hann orðið þátttakandi í fyrstu kapp- ræðunum sem fara fram 26. september. Að vísu eru sjónvarpskapp- ræður frambjóðendanna í uppnámi, og alls óvíst að þær verði með sama sniði og síðustu þrjá áratugi. Donald Trump hef- ur gefið í skyn að hann kunni að hafna þátttöku nema óskilgreind- um skilyrðum hans verði mætt og á stjórnmálaferli sínum hefur Hillary forðast kappræður og opna blaða- mannafundi. Þar sem Johnson þyk- ir viðkunnanlegur og kemur einnig vel fyrir í sjónvarpi hafa Hillary og Trump því bæði hvata til að halda honum fyrir utan kappræðurnar. Reynsla Bill Clinton og George H.W. Bush af því að samþykkja þátttöku Ross Perot í sjónvarps- kappræðum 1992 gæti einnig haft áhrif. Perot, sem hafði mælst með allt að þriðjungs fylgi í könnunum um sumarið, dró öllum að óvörum framboð sitt til baka um haustið til þess eins að endurnýja það í október. Perot gekk illa að endur- heimta fyrra fylgi sitt, þar til í sjón- varpskappræðunum þar sem hann þótti bera af bæði Clinton og Bush. Stóru flokkarnir lærðu sína lexíu og í kosningunum 1996 var Perot ekki með í kappræðum Clinton og Bob Dole. Sögulegar kosningar? Sjónvarpskappræðurnar gætu hæglega orðið mikilvægasta stund þessara kosninga. Ef Johnson tekst að komast í sjónvarpskappræðurn- ar yrði það því í fyrsta skipti í nærri aldarfjórðung sem kjósendur fá að sjá fleiri en tvo forsetaframbjóð- endur saman á sviði. Um leið gæti Johnson tekist að sannfæra kjós- endur um að það sé óhætt að kjósa aðra en stóru flokkana. Afleiðingin gæti orðið kaflaskipti í bandarískri stjórnmálasögu: Endalok ægivalds þess tveggja flokka kerfis sem hef- ur verið við lýði síðan um miðja 19. öld. En þar sem bandarísk stjórn- málasaga sýnir líka að stóru flokk- arnir hafa tilhneigingu til að gleypa smáflokka um leið og stefnumál þeirra ná einhverju flugi, gæti vel- gengni Johnson og Stein frekar orðið til þess að stóru flokkarn- ir breyttust. Ef svo færi gætu lög- leiðing kannabisefna, friðsamari ut- anríkispólítík og umhverfisvernd, stefnumál sem Stein og Johnson hafa á stefnuskránni verið gert hærra undir höfði í bandarískum stjórnmálum. Sem fæli líka í sér söguleg kaflaskil. um, heldur af kjörmannaráði, og frambjóðendurnir keppa um kjörmenn einstaka fylkja, sem hafa undantekningarlítið úthlutað öll- um kjörmönnum fylkisins til þess frambjóðanda sem fær flest atkvæði í fylkinu. Þetta kerfi skapar sterkan hvata fyrir tvo stóra flokka, því at- kvæði greidd smærri flokkum falla í raun dauð. En það kemur f leira til. Ein stærsta hindrunin í vegi þess að frambjóðendur annarra f lokka en stóru flokkana tveggja geti náð fjöldahylli hefur verið sú að kjós- endur þekkja þá einfaldlega ekki. Könnun AP í Júlí sýndi t.d. að 76% kjósenda sögðust ekki vita nógu mikið um Gary Johnson til að mynda sér skoðun á honum og 82% sögðu það sama um Stein. Lykilatriðið er að ná 15% Til að ná til fjöldans þyrftu fram- bjóðendur Græningja og Frjáls- hyggjuflokksins því að komast í sjónvarpskappræður með hin- um flokkunum. Það er hins vegar hægara sagt en gert: Sjónvarps- kappræðum er stýrt af nefnd sem heitir „Commission on Presidential Debates“ sem ákveður hvenær og hvar kappræður eru haldnar, hverjir spyrlarnir eru og hvaða sjónvarpsstöðvar sjónvarpa hverri kappræðu. Nefndin er hins vegar sam- ráðsvettvangur stóru f lokkanna tveggja, skipuð þremur fulltrúum frá hvorum þeirra. Markmið henn- ar er því ekki að stuðla að opnum skoðanaskiptum eða jöfnu aðgengi allra frambjóðenda að fjölmiðl- um, heldur að sætta ólík sjónar- mið frambjóðenda flokkanna. Árið 2000 setti nefndin sér formlegar reglur um hvaða frambjóðendum yrði boðið í kappræður. Frambjóð- endur þurfa að vera í framboði í nógu mörgum fylkjum til að geta fræðilega tryggt sér 270 kjörmenn, og þeir þurfa að hafa mælst með meira en 15% stuðning á landsvísu í minnst fjórum viðurkenndum skoð- anakönnunum. Það gefur auga leið að það er hægara sagt en gert fyrir fram- bjóðendur að mælast með yfir 15% stuðning meðan yfirgnæfandi meirihluti kjósenda þekkir ekkert til þeirra. Pólitískar býflugur En þó smáflokkar hafi ekki náð að vinna kosningar er langt frá því að þeir hafi verið áhrifalausir í banda- rískum stjórnmálum. Sögulega hafa þeir ýmist komið mikilvægum mál- um á dagskrá stjórnmálanna eða ýtt öðrum hvorum stóru f lokk- anna í nýja átt. Árið 1955 lýsti sagn- fræðingurinn Richard Hofstadter þessu hlutverki með eftirminni- legum hætti: „Þriðjuflokkarnir eru eins og býflugur. Um leið og þeir hafa stungið, drepast þeir.“ Sögulega hafa smærri f lokkar oft náð að blómstra á jaðri stjórn- málanna þegar þeir taka upp á sína arma stefnumál sem stóru flokkarnir hafa hunsað, eða tala til kjósenda sem finna sig í hvor- ugum stóru flokkanna. Sósíalista- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn (The Progressive Party) í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar tutt- ugustu eru góð dæmi. Sósíalistar börðust fyrir kosningarétti kvenna, banni við barnaþrælkun og 40 stunda vinnuviku og hlaut Eugene V. Debs, frambjóðandi flokksins, 6% í forsetakosningunum 1912. Framsóknarflokkurinn, undir for- ystu Theodore Roosevelt, fékk 27% í sömu kosningum, en hann hafði líka gert kosningarétt kvenna og bætt kjör verkamanna að kosninga- málum sínum. Þrátt fyrir þessa glæsilegu kosn- Hindberjajógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ! Tveir raunhæfir val kost­ ir við Trump og Hillary? Jill Stein, frambjóðandi Græningja, læknir og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Lexington Massachusetts. Flokkurinn rekur rætur sín- ar aftur til ársins 1991, þegar landssamtök græningja mynd- uðu stjórnmálaflokk á lands- vísu. Flokkurinn hefur tekið þátt í forsetakosningum síðan 1996, en aðeins einu sinni feng- ið meira en 1% atkvæða, árið 2000 þegar Ralph Nader fékk 2,74%. Velgengi Nader varð hins vegar til þess að koma illu orði á flokkinn, því margir kenndu honum um sigur Bush í kosningunum það ár. Stein hefur gert tilraun til að höfða til yngri kjósenda sem muna fæstir eftir kosningun- um 2000 og stuðningsmanna Bernie Sanders. Samkvæmt meðaltali Real Clear Politics fyrir dagana 1.-14. ágúst nýtur Stein stuðnings 3% kjósenda. Gary Johnson, frambjóðandi Frjálshyggju- flokksins, athafnamað- ur og fyrrver- andi fylk- isstjóri Nýju Mexíkó. Flokk- urinn, sem var stofn- aður 1971, hefur boðið fram í öllum forsetakosningum síð- an 1972, en aðeins einu sinni fengið meira en 1% atkvæða: Árið 1980 fékk flokkurinn 1,06% atkvæða. Varaforseta- efni flokksins það ár var Ed Koch, annar Koch-bræðranna. Koch bræður, sem eru með- al auðugustu manna heims, voru meðal stofnenda flokks- ins, en hafa síðan fært sig yfir í Repúblíkanaflokkinn þar sem þeir hafa fjármagnað framboð liðsmanna Teboðshreyfingar- innar og róttæka hægrimenn. Johnson hefur reynt að mýkja ímynd flokksins og færa hann frá þeirri hörðu frjáls- hyggju sem hefur einkennt hann. Þó hann styðji róttækar skattalækkanir og niðurskurð hins opinbera styður hann umhverfislöggjöf og hefur bent á að almenningur þurfi vernd fyrir ágangi stórfyrirtækja. Þá hefur hann gert lögleiðingu kannabis að einu helsta bar- áttumáli sínu. Samkvæmt meðaltali Real Clear Politics fyrir dagana 1.-14. ágúst nýtur Johnson stuðnings 8,5% kjósenda, en hann hefur mælst með allt að 11% í sumum könnunum. Þriðjuflokksframbjóð­ endur sem hafa unn ið kjörmenn síðan um miðja 19. öld: Kosningakerfi Bandaríkjanna gerir smærri flokkum mjög erfitt fyrir að vinna kosningar á landsvísu. Forseti Banda- ríkjanna er t.d. kjörinn af kjörmannaráði þar sem hvert fylki hefur jafn marga kjör- menn og það hefur þingmenn. Hvert fylki setur sér svo sjálft reglur um hvernig frambjóð- endur vinna kjörmenn þess, en undantekningarlítið hef- ur þeim verið útdeilt til þess frambjóðanda sem hlýtur flest atkvæði í fylkinu. Þetta þýðir að frambjóðendur smærri flokka þurfa að eiga sér öruggt bakland í einhverj- um ákveðnum fylkjum til að fá nokkra kjörmenn. George Wallace og Strom Thurmond, sem börðust gegn afnámi að- skilnaðarstefnunnar í Suður- ríkjunum, sóttu t.d. fylgi sitt þangað. ○ George Wallace, 1968: 13,5% atkvæða, 49 kjörmenn og fimm fylki (Alabama, Ark- ansas, Georgia, Louisiana, Mississippi) ○ Strom Thurmond, 1948: 2,4% atkvæða, 39 kjörmenn og fjögur fylki (Alabama, Louisiana, Mississippi, Suð- ur Karólína) ○ Robert La Follette 1924: 16,6% atkvæða, 13 kjörmenn og eitt fylki ○ Teddy Roosevelt, 1912: 27,4% atkvæða, 88 kjörmenn og sex fylki ○ James B. Weaver, 1892: 8,5% atkvæða, 22 kjörmenn og fimm fylki ○ Millard Filmore 1856: 21,5% atkvæða, 8 kjörmenn og eitt fylki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.