Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 24
kall til þess að eiga sviðið. Breska hljómsveitin The Who spurði um árið hvort þeir eldri gætu ekki ein- faldlega látið sig hverfa – „Why don’t you all fade away?“ Mörgum þótti nóg um. Síðan líður tíminn og allir eldast, líka rokkstjörnur. Þegar tugunum fjölgar, segjum að þeir verði bráðum fjórir eða þaðan af fleiri, þá hellist yfir sum okkar ríkari tilfinning fyrir því hve heimurinn er upptekinn af æskudýrkun. Við eigum misauðvelt með að eldast, en það er mikilvægt að reyna eldast af stóískri ró, án þess að missa takið á hugsunum sínum. Nýleg dýrkun Æskudýrkun virkar eins og rótfast lögmál í vestrænum samfélögum. Þeir sem eldast eiga til með að hugsa „hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?“ – og þá jafnvel án þess að velta fyrir sér hvort alvara fylgi spurningunni eða hvort þeir myndu virkilega öfunda sjálfa sig 20 eða 30 árum yngri. Aðdáun okkar á æskunni er samt ekki meitluð í stein eða eitthvað sem fylgt hefur mannkyni um aldir. Ung- lingamenningin, sem kom til á sjötta áratugnum og breiddist um heim- inn, breytti öllu. Þá varð unglingur- inn í fyrstu óskiljanlegur þeim sem eldri voru en síðar fóru þeir eldri að öfunda unglinginn og frelsi hans. Fyrir þessi skil var alls ekki eins al- gengt að viðhorf eldra fólksins til þess yngra kristallaðist í andvarp- inu: „Ó, bara að maður væri orðinn ungur aftur.“ Sú vonlausa óskhyggja er þannig tiltölulega ný af nálinni. Og nú þegar horft er á forrituð ungmennin gera alla mögulega og ómögulega hluti suður í Brasilíu með sínum ungu stæltu kroppum og unglingarnir virðast ýmist fastir í sínu „snapchati“ eða pókemonveið- um, þá má velta því upp hvort eitt- hvað sé ekki að molna undan æsku- dýrkun og æskuöfund. Má maður ekki vera frjáls á öllum aldri nú til dags? Varla er frelsið frátekið fyrir þá sem eru undir fertugu. Að eldast á 21. öld Samtíminn er snúinn, en kannski var hann það alltaf. Við tölum stundum um að ákveðinn aldur sé nú orðinn hinn nýi einhver annar aldur. „Fimmtugt er hið nýja fer- tugt,“ segir fólk þá kannski, jafnvel til að hughreysta þann sem er að ná umræddum „tímamótum.“ Nýr áratugur í lífaldri er vitanlega vonlaus mælikvarði á tímamót eða félags- legan þroska einstaklingsins, en samt er það eitthvað í samfélagslegri umgjörð þess hvernig sem tölum um aldur sem gerir það að verkum að við miðum við tugina. Það virðist vera ákveðið „flot“ á hugmyndum okkar um aldur. Þegar maður var yngri sá maður fyrir sér að einn daginn yrði maður fullorðinn og taldi sig þá vera með ákveðnar hugmyndir um það hvað það væri að vera fullorðinn. Svo er eins og tíminn þrýsti fullorðinsár- unum á undan sér og tilfinningin kemur einhvern veginn aldrei alveg yfir mann. Maður vaknar ekki upp einn daginn og segir við sjálfan sig: „Gott og vel, í dag er ég orðinn fullorðinn.“ Samt er maður löngu orðinn það í augum annarra. Eitt er víst að þeim fullorðnu mun fjölga. Þeir sem eru 65 ára og eldri verða 20 prósent jarðarbúa árið 2050. Heimsendaspámenn hræð- ast þetta mjög en líklega munu þeir rosknu um leið gera háværara til- kall til þess á þá sé hlustað og þeir fái möguleika til að njóta sín þegar þeir eldast. 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Ár hafa tilhneigingu til að raðast upp í tugi og þegar líður að nýjum áratug í lífi manns er stundum eins og hvert ár verði einhvern veginn aðeins þyngra. Þetta upplifa flestir, nema kannski þeir heppnu sem upp- lifa glasið alltaf hálf fullt. Þeir ungu hugleiða sjaldan hvern- ig það er að komast á miðjan aldur, eða þaðan af lengra fram á ævi- skeiðið. Unga fólkið markar sér sér- stöðu með tónlist, lífsstíl og skoðun- um. Það vill rykkja sig frá þeim sem eldri eru. Hver ný kynslóð gerir til- Að eldast eins og rokkstjarna eða Elísabet drottning – þar er efinn Hvernig á maður að eldast? Er til einhver uppskrift að því verkefni og getur verið að það að eldast sé að breyt- ast? Er hentugt að finna sér fyrirmynd í þessu ævilanga verkefni. Tíminn líður, það eitt er víst. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Bandaríski aktívistinn Maggie Kuhn varð níræð. Eftir að henni var gert að hætta störfum, 65 ára, stofnaði hún Gráu pardusdýrin sem börðust fyrir bættri aðstöðu eldra fólks og aldursfordómum. Gráum pardusdýrum mun fjölga hratt. Myndir | Getty Sagan segir að Pete Townshend hafi samið lagið My Generation af því að drottn- ingarmóðirin, móðir Elísabetar II, lét draga burt bílinn hans í Belgravia hverfinu í London. Hún var þreytt á að sjá bílinn á ferðum sínum um hverfið. Mikið úrval! Álfar, riddarar, dýr, ofurhetjur osfrv. www.krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 Handmáluðu fígúrurnar frá SCHLEICH fást í verslun við Gylfaflöt 7 ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.