Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 30
Hið kommúníska 1983 var líka á
dagskrá RÚV síðasta vetur, í þátt-
unum Deutschland 83, sem fjöll-
uðu um ungan austur-þýskan njósn-
ara í Vestur-Þýskalandi. Þarna var
tækifæri til að endurskapa þenn-
an heim njósnara og gagnnjósnara
og tveggja aðskildra heima í miðri
Evrópu (þættirnir gerast bæði í Aust-
ur- og Vestur-Þýskalandi) án þess að
taka pólitíska afstöðu, sem var nán-
ast ómögulegt árið 1983. Af þessu
leiðir að ráðamenn bæði austurs- og
vesturhlutans birtast manni sem
nett paranojaðir – og þeir hæstsettu
hættulega ofsóknarbrjálaðir, en
kjarni átakanna byggist í raun fyrst
og fremst á misskilningi á gjörðum
og ætlunum andstæðingsins.
Áratugurinn endaði svo með
hvelli, árið 1989 var viðburðaríkasta
ár mannkynssögunnar síðan 1967
og skyndilega hrundi heimsmyndin
– ný lönd urðu til í miðri Evrópu og
svart-hvítur heimur hvarf og í ljós
kom að það voru ekki bara komm-
únistablokkir í austrinu heldur líka
ósnortnir miðaldamiðbæir, sem
höfðu verið líkt og í formalíni í hálfa
öld. Nostalgískir vesturlandabúar
gátu farið í austurveg til að sjá sína
eigin löngu horfnu miðaldafortíð
um leið og þeir gátu séð kommún-
istafortíðina á meðan hún umbreytt-
ist í nostalgíu fréttatíma og njósna-
þrillera kalda stríðsins.
En Vesturlönd leituðu bara ennþá
lengra í austur eftir nýjum óvini og
hafa verið með stríðsrekstur í Mið-
-Austurlöndum lengst af síðan. Eft-
ir stendur er að það er auðvelt að
sjá fyrir sér níunda áratuginn sem
saklausa áratuginn áður en heims-
myndin hrundi. En við vitum vel
að þetta er ekki svo einfalt, það er
ekki eins og valdatíð Reagans og
Thatchers hafi verið nein gullöld
friðar og manngæsku. Mögulega
erum við líka að líta aftur til þess að
sjá hvar pólitíkusar nútímans urðu
til – er Donald Trump mögulega bara
eðlileg endastöð frjálshyggjuveg-
ferðarinnar sem Ronald Reagan hóf?
Back to the Future II gefur raunar
einmitt það í skyn – hún býður okk-
ur upp á tvær mögulegar framtíð-
ir; aðra þar sem hægt er að skauta á
svifbrettum, hina þar sem illmennið
Biff (sem er ískyggilega líkur Donald
Trump) ræður öllu út á illa fenginn
auð.
Eitís verður næntís
Þessar eitísmyndir sem við notum
til að flýja nútímann eru líka ósjald-
an að flýja eigin samtíma; Winona
Ryder var sæta lúðastelpan sem
ranghvolfdi í sér augunum yfir inn-
antómum samtímanum undir lok
níunda áratugarins – en svo kom tí-
undi áratugurinn, óhamingjusama
goth-stelpan fullorðnaðist og varð
skyndilega fánaberi X-kynslóðarinn-
ar í Reality Bites, hún leiddi okkur á
milli tveggja áratuga en missti svo
jafnvægið á 21. öldinni og hvarf nán-
ast alveg þangað til núna, þegar hún
leiðir okkur til baka til okkar sameig-
inlegu fortíðar.
Winona Ryder var alin upp í
kommúnu og það kristallar dálítið
spennuna sem var í loftinu, börn
blómabarna voru sum í materíalískri
uppreisn gegn kynslóð hippaforeldr-
anna en önnur reyndu að verja arf-
leifð þeirra. Þessi togstreita sést vel í
fyrstu Back to the Future myndinni.
Þar er farið aftur í tímann til ársins
1955. Þá var sjötti áratugurinn nefni-
lega tíminn sem menn leituðu í til
að finna horfið sakleysi, rétt eins
og sá níundi er núna. Á milli voru
hins vegar öllu róttækari tímar – og
þegar Marty McFly tekur lag fyrir
fiftís unglingana sem þau eru ekki
alveg tilbúin fyrir þá svarar hann
þögninni með orðunum: „Your kids
will love it.“ Þannig lýsir senan bæði
nostalgíu eftir saklausari Ameríku
sem og nostalgíu eftir róttækari Am-
eríku sem var handan við hornið –
fortíðarþráin er ekki alltaf rökrétt,
kynslóðir rekast á og skarast og við
getum þráð jöfnum höndum sak-
leysi bernskunnar og uppreisnar-
girni unglingsáranna. Eins er ekki
ólíklegt að á meðan við förum aft-
ur til Reagans til að átta okkur á því
hvernig Trump gæti komist til valda
hafi samtímamenn Reagans leitað
aftur til Eisenhower-tímans að sam-
bærilegum svörum.
Listin sem tímavél
Sagnalistin er þannig notuð sem
tímavél, vél til að leiðrétta bæði
gallaðan nútíma og gallaða fortíð,
um leið og hún endurskapar þessa
tíma. Endalaust framboð af sögu-
legum skáldskap í ýmsum myndum
skilgreina fortíðina fyrir okkur – og
jafnvel samtímaheimildir eru ekk-
ert endilega öruggar, við vitum ekki
endilega hvort höfundar reyndu að
skrifa talmál eða hversu nákvæm-
lega þeir reyndu að endurskapa
raunveruleikann. Vandinn við sam-
tímaheimildirnar er að oft höfum
við engan til að túlka þær sem var
á staðnum – og ef þeir eru til staðar
er minnið oft gloppótt. Ég man til
dæmis svo illa eftir níunda áratugn-
um að ég þarf sjónvarpsþætti til að
hjálpa mér að muna.
Og þegar við reynum að greina af-
urðir draumaverksmiðjunnar þá rek-
um við okkur oft á hve Hollywood er
skitsófrenísk; hún er hluti af kerf-
inu en þarf að þóknast fólkinu og
selja þeim draumana þeirra. Hún
er því alltaf að spila á mörkum þess
að halda með byltingarsinnunum
eða óbreyttu ástandi – jafnvel inn-
an sömu bíómyndar, jafnvel innan
sömu senu.
Sú sagnalist sem Hollywood sér-
hæfir sig í er oft kallaður escapism á
ensku – leið til að flýja raunveruleik-
ann – og þegar tímaflóttinn bætist
við þá sjáum við að það er hægt að
flýja endalaust. Í Midnight in Paris
flýr fortíðardýrkandinn Owen Wil-
son tæpa öld aftur í tímann, til þess
eins að verða ástfanginn af öðrum
fortíðarfíkli. En hún þráir nítjándu
öldina – sem var hins vegar full langt
seilst fyrir sjúkdómshræddan nú-
tímamann. Þannig vitum við að ef
við förum nógu langt aftur þá end-
um við sem einfrumungar á óbyggi-
legri plánetu – en óttumst um leið að
mögulega sé það ástand miklu nær
í framtíðinni heldur en í fortíðinni.
Kannski er sá handanheimur nær
en okkur grunar, tilbúinn til þess að
gleypa okkur á hverri stundu.
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016
-menningu í þáttunum, eins og
vikið er að hér til hliðar. En þótt
eitís-kúltúrinn sé alltumlykjandi
þá minna þættirnir ekki síður á ný-
legri verk á borð við Donnie Darko,
Midnight Special, Super 8 og sjón-
varpsþættina Freaks and Geeks,
enda sækja þær í sömu smiðju.
Donnie Darko gerist þegar níunda
áratugnum er að ljúka og heimurinn
er á heljarþröm, mögulega þó bara í
hugarheimi Donnie – en athugum
þó að Bandaríkin eru um það bil að
kjósa Bush hinn fyrri til valda og
fyrsta Íraksstríðið er skammt und-
an. Rétt eins og í Stranger Things þá
setur hugvitsamleg endurvinnsla
á tónlist níunda áratugarins tón-
inn, með blöndu af rímixum (Peter
Gabriel með ábreiðu af Bowie-laginu
Heroes til dæmis) og neðanjarðar-
tónlist áratugarins.
Midnight Special gerist vissulega
í óljósum nútíma, en öll frásagnar-
aðferðin og þemun eru beint frá ní-
unda áratugnum; við sjáum pabba
sem reynir að flýja með ungan son
sinn, son sem hefur illskiljanlega of-
urkrafta og er því hundeltur af NASA
og öðrum skuggalegum leyniþjón-
ustum. Strákurinn er skuggalega lík-
ur Eleven, þótt föruneyti hans sé
allt öðruvísi samsett.
Öll þessi verk eru frá þessari öld –
en þau deila eitís nostalgíunni með
Stranger Things. Þetta er tíminn
sem okkur dreymir um að hverfa
aftur til. En hinkrum þó aðeins –
persónurnar vilja líka flýja. Flýja
þennan fábreytta níunda áratug,
flýja heim bernskunnar, flýja tíðar-
anda sem þeim finnst ómerkilegur,
flýja í hlutverkaleiki og hliðarheima
ímyndunaraflsins, flýja illmennin og
fullorðna fólkið sem ekkert skilur.
Kommúnistaeitís
Forsjáin olli því svo að mitt í Stranger
Things glápi mínu skrapp ég á mynd
í bíó sem sömuleiðis gerðist árið
1983. Myndin heitir Kennslukonan
(Ucitelka) og fjallar um ófyrirleitna
kennslukonu í barnaskóla í úthverfi
Bratislava í þáverandi Tékkóslóvak-
íu. Hún lætur það vera sitt fyrsta
verk að komast að því hvað foreldr-
ar barnanna gera – og þær upplýs-
ingar notar hún svo til þess að biðja
foreldrana um alls kyns viðvik. Fljót-
lega verður flestum ljóst að einkunn-
ir barnanna ráðast frekar af því
hversu greiðvirknir foreldrar þeirra
eru heldur en námsgetu. Og þar
sem kennslukonan er líka formaður
hverfisráðs kommúnistaflokksins er
hún í raun mögulega valdameiri en
sjálfir skólastjórnendurnir.
Þetta er heldur grámóskulegri út-
gáfa af 1983 – og ég veit ekki alveg
hvað það merkir að mér finnst það
minna meira á hið raunveruleika
íslenska eitís eins og ég man það
heldur en ameríska eitísið. Ísland
þessa tíma var auðvitað bullandi
haftasamfélag og einangrað á sinn
hátt, rétt eins og kommúnistarík-
in. En svo er líka spurning hvað sé
raunveruleiki og hvað sé bíóraun-
veruleiki. Möguleg kenning er að
eftir ritskoðun kommúnismans hafi
leikstjórar kommúnistaríkjanna
fyrrverandi tekið fagnandi hverju
tækifæri til þess að birta óritskoð-
aða, raunsanna mynd af árunum
fyrir byltingu, á meðan amerískir
leikstjórar eru sáttir við að endur-
vinna 30 ára gamla drauma. Önnur
kenning gæti svo verið sú að þetta
sé endurlit til þess tíma þegar ennþá
sást virkilegur munur á Ameríku og
Evrópu, þegar Tékkar og Slóvakar
þurftu ennþá að drekka kóklíkið
Kofola af því Coca Cola fannst hvergi
í búðum og Íslendingar þurftu að
fara til útlanda til að drekka bjór.
Áhrifavaldar:
Alien & Predator
Skrímslið er ná-
skylt ófreskjunum
sem Stan Winston
skóp fyrir Alien og
Predator-myndirnar
– og undir lokin eru
ýmsar vísbendingar
um að í næstu seríu
gæti eitt stykki skrímsli komið út úr
maga einnar aðalpersónunnar.
Close Encounters of the Third Kind
Þar sem blikkandi ljós eru notuð til
að eiga samskipti við aðra heima og
heimilisfaðirinn virðist hægt og ró-
lega missa vitið – en er bara að upp-
götva alvöru geimverur.
The Empire Strikes Back
Aðalpersónurnar tala aldrei um
mögulega svikara, þess í stað tala
þeir um að einhver
sé mögulega Lando,
og vísa þar í Lando
Calrissian, sem svíkur
Han Solo í annarri
Star Wars myndinni –
en bjargar honum svo
í þeirri þriðju.
John Carpenter
Mínimalísk synþatónlistin gæti verið
beint úr smiðju Carpenters, sem sem-
ur líka oft tónlistina fyrir myndirnar
sínar, og The Thing er í sjónvarp-
inu í einu atriði myndarinnar. Þá er
margt með líkt með þáttunum og
The Fog, þar sem íbúar í smábæ læra
að standa saman gegn dularfullum
óvættum.
A Nightmare on Elm Street
Skrímslið í Stranger
Things gómar ekki
ungmennin þegar
þau eru sofandi,
en notar samt um
margt svipaða
tækni og gómar
þau þegar þau eru
einmana og ber-
skjölduð – og birtist
fyrst sem bunga í vegg. Þá heitir
meira að segja einn þátturinn „The
Weirdo On Maple Street.“
Poltergeist
Will og mamma hans, Joyce, horfa
á Poltergeist skömmu áður en Will
hverfur – og ýmislegt úr myndinni
endurtekur sig svo, raddir fara að
heyrast úr veggjum hússins hennar
eftir að sonur hennar týnist og ung
stúlka reynist vera sjáandi.
Silkwood
Silkwood er
einmitt frá
árinu 1983
og Winona
Ryder bað
einfaldlega
um sömu hárgreiðslu og Meryl Streep
er með í myndinni til þess að passa í
1983 tískuna. Svo var Karen Silkwood
sömuleiðis kona sem engin trúði
þegar hún fullyrti að það væri ýmis-
legt vafasamt í gangi í kjarnorkuver-
inu sem hún vann hjá.
Donnie Darko. Bandaríkin eru um það bil að kjósa Bush eldri til valda og fyrsta Íraksstríðið er skammt undan – og þessi
risakanína er mögulega að fara að valda heimsendi.
Tvífarar. Er Donald Trump mögulega Biff úr Back to the Future?
Hægt er að fá allar upplýsingar um
æfingar yngri flokka á heimasíðu
félagsins undir liðnum „Barnastarf“
www.haukar.is/aefingatoflur