Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 60
„Ég hélt að ég væri farinn. Ég fylltist
örvæntingu og lungun mín voru að
fyllast af vatni. Þegar ég komst aftur
upp á yfirborðið, eftir að hafa spark-
að af mér skónum, svimaði mig og
ég fékk hausverk,“ segir matreiðslu-
meistarinn Gordon Ramsay.
Ramsay rifjaði í vikunni upp
Íslandsheimsókn sína fyrir átta
árum þegar hann dó næstum því
við lundaveiðar í Vestmannaeyj-
um. Hann hrasaði þegar hann var
að klifra í klett um og datt í sjó inn
og hélt að hann myndi ekki lifa af.
Ramsay lifði þessa raun af og tókst
á endanum að veiða lunda og éta
hjarta úr einum þeirra. „Ég trúi
ekki að þú hafir látið mig éta þetta,“
sagði hann við leiðsögumann sinn.
alla föstudaga
og laugardaga
Hann reyndi að brjóta sér leið inn í húsið á
ýmsan hátt og einu sinni komst hann inn.
Sema Erla Serdar í viðtali í amk á morgun
Þegar Gordon Ramsay lenti í lífshættu á Íslandi
Datt í sjóinn við lundaveiðar.
Urban Decay
til Íslands
Snyrtivörumerkið Urban
Decay er væntanlegt til Íslands
í nóvember og að því tilefni var
nokkrum íslenskum lífsstíls- og
förðunarbloggurum, eða sam-
félagsmiðladrottningum öllu
heldur, boðið í partí í Danmörku
í vikunni á vegum merkisins.
Þórunn Ívars dóttir var ein þeirra.
Leyfði hún fylgjendum sínum
á snapchat að fylgjast vel með
öllu sem fram fór, en að sjálfsögðu
var mikið um dýrðir í partíinu.
Sam félagsmiðladrottningarnar
fóru svo ekki tómhentar heim
og hafði Þórunn orð á því að hún
hefði varla komið öllum snyrti-
vörunum í töskuna sína.
Áhugafólk um förðun og
snyrtivörur getur heldur betur
farið að hlakka til góðrar við-
bótar við snyrtivöruflóruna hér
landi, en Urban Decay vörurnar
eru þekktar fyrir að vera litríkar
og skemmtilegar.
Ligeglad-skaup í ár
Nú þegar fer að hausta hefst
undirbúningur Áramótaskaups
Ríkissjónvarpsins fyrir alvöru.
Ekki vantar efniviðinn enda einkar
líflegir mánuðir að baki og
hópurinn sem skrifar skaupið
verður því nokkuð öfundsverður.
Ekkert hefur verið gert opinbert
um handritshöfundana en
samkvæmt heimildum amk...
verður hópurinn sem gerði hina
vinsælu sjónvarpsþætti Ligeglad í
brúnni. Það þýðir að við fáum að
sjá nóg af Önnu Svövu Knúts-
dóttur og Vigni Rafn Valþórssyni.
Og vonandi Helga Björns líka.
Kveðja frá
Gústafi
Níelssyni
Útvarpsmaður-
inn Frosti Logason
eignaðist í vikunni
son með unnustu
sinni, Helgu Gabríelu
Sigurðardóttur, og
hefur drengurinn fengið nafnið
Logi. Frosti svífur um á bleiku skýi
og er einkar duglegur að birta
myndir af frumburðunum á
samfélagsmiðlum, þar sem margir
samgleðjast, en yfir 2300 manns
hafa sett „læk“ á fyrstu myndina
af Loga litla. Gústaf Níelsson er
einn þeirra sem hefur óskað
Frosta til hamingju með soninn en
í kveðju sinni til fjölskyldunnar
sagðist Gústaf meðal annars
fagna því að ungt fólk skyldi
nenna að eignast börn.
Í lífshættu Gordon Ramsay féll
í sjóinn við Vestmannaeyjar og
hélt að hann myndi deyja.
Sérlega áhrifaríkt 12 vikna
námskeið fyrir þær sem vilja
losna við aukakílóin fyrir fullt
og allt.
12 vikna námskeið
fyrir konur
Heilsuáskorun Heiða Björk Gunnarsdóttir
losaði sig við 40kg
á 12 mánuðum.
Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is
Sérlega áhrifaríkt námskeið fyrir þær
sem vilja losna við aukakílóin fyrir fullt
og allt.
Á námskeiðinu er mikil áhersla á
stuðning, fræðslu og aðhald. Þú lærir
að tileinka þér varanlega lífsstíl sem
bætir heilsu þína, líðan og útlit svo um
munar. Þú setur þér skýr markmið sem
þú vinnur markvisst að.
Nánari upplýsingar og
skráning á www.hreyfing.is
Heiða áður en hún tók málin
föstum tökum