Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Aldursaðgreining Vestræn samfélög eru upptekin af því að flokka fólk eftir aldri og greina svo hópana vandlega í sundur. Ein djúpstæðasta tvíhyggja í þessum samfélögum er andstæðuparið: Æska og elli. Þessu tvennu viljum við alls ekki blanda saman. Hóp­ arnir tveir eiga helst ekki að hittast of mikið og við smíðum alls konar klisjur um það hvernig einstaklingar innan þeirra eiga að haga sér. Samt er í raun ekkert merkilegt við aldur. Að eldast er það sem við gerum alveg frá því að við drögum fyrsta andardráttinn. Ástandið varir alla ævi og því nærri óskiljanlegt hvað við erum upptekin af neikvæð­ um hliðum þess að eldast, í ljósi þess um hve eðlilegt ferli er um að ræða. „Hagaðu þér eftir aldri!“ er stund­ um sagt við þá sem virðast ekki vilja gangast við því að hafa náð ákveðn­ um aldri og vilja haga sér eins og unglingar langt fram eftir lífi. Slíkt getur stundum verið vandræðalegt en klisjur um aldur, sem eins og aðrar klisjur hjálpa okkur að skilja heiminn, þarf að uppfæra á hverj­ um tíma. Til dæmis mun þeim eldri konum fækka sem tilbúnar eru til að fara í peysufötin og róa fram í gráðið. Er drottningin með þetta? Þó að Elísabet Englandsdrottning sé tæpum 20 árum eldri en rokkgoðin tvö sem eftir lifa úr hljómsveitinni The Who, Roger Daltrey og Pete Townshend, þá teljast þau öll þrjú til eldri borgara Bretlands í dag. Á meðan rokkararnir leiddu æskulýð­ inn með lögum sínum í gamla daga, þá tilheyrði drottningin alltaf heimi hinna fullorðnu og þá einhvers kon­ ar öfga útgáfu af þeim heimi, slík var reglufestan og hefðablætið. Elísabet drottning er, eins og heimsbyggðin veit, nýorðin ní­ ræð. Þar bættist við einn tugur í viðbót hjá henni sem hún hefur þó varla haft miklar áhyggjur af því. Kannski er það of seint og kannski hefur hún ekki áhyggjur af neinu nema fjölskyldunni, þegnum sín­ um og kannski ríkjasambandinu nú til dags. Í gegnum tíðina hefur Elísabet auðvitað ekki þurft að hafa áhyggj­ ur af mörgu í því sem einkennir dag­ legt lífs þorra fólks. Hún þarf ekki að skipuleggja ferðir sínar, velta fyrir sér verði á lestarferðum eða flugmið­ um. Hún þarf ekki að þrífa klósettið eftir allt of langa bið áður en gestir­ nir koma í heimsókn og þarf ekki að vaska upp svo hún geti með góðri samvisku eldað nýrnaböku fyrir sig og sína. Hún er með fólk í þessu öllu. Elísabet kann að virka lítt hófstillt manneskja við fyrstu sýn, opinbera útgáfan af henni er nú einu sinni með demantsetta kórónu á höfði. Samt kann drottningin að lifa lífinu. Þó að líklega hafi nú dregið göngu­ túrum hennar í seinni tíð þá gekk hún áratugum saman um landar­ eignir sínar, yfir þýft landslagið í vönduðum og skjólgóðum úti vistar­ fatnaði, tweet­fötum og vaxborn­ um jökkum. Þar fylgdist hún með fuglum af stóískri ró og naut nátt­ úrunnar sem allt of margir þegnar hennar ná ekki nægum tengslum við í  borgum Bretlands. Göngutúrar­ nir, ásamt hestamennskunni og hóf­ stilltu mataræði (ef litið er framhjá kóngaveislunum), hafa líklega reynt hæfilega mikið á stoðkerfið. Ketil­ bjölluæfingar og spandex­hjól reiðar hafa ekki verið hennar tebolli, frekar en rokk og ról. Fjölmargir hund­ ar hafa líka haldið drottningunni félags skap enda er líklega oft æði einmanalegt á toppnum. Hugsað um aldur Margir eru hræddir við aldur og það að eldast. Menningin elur á þeim ótta. Ellin og það að eldast er umfjöllunarefni sem við viljum oft mála sterkum og dökkum litum í listum og fjölmiðlum. Útlits dýrkun og auglýsingamennska í kringum hana er líka risavaxið vandamál sem elur á óhamingju margra, fær þá til að klípa í aukakíló frammi fyrir speglum og telja hrukkur á enni. Sölumenn alls konar krema og aldursmildandi lausna vita þetta vel og þeir nýta sér þann ótta, skiljan­ lega. Aldur er þannig iðnaður og risavaxin hagstærð. Við þurfum við að temja okkur opnari hugmyndir um aldur og það að eldast, reyna að vinna til dæm­ is gegn félagslegri aðgreiningu milli kynslóðanna. Við þurfum að brjóta niður klisjur um aldur eða alla vega uppfæra þær í samtímanum. Lagið góða, My Generation, sem þeir félagar í The Who sungu og léku árið 1965 er eins konar þjóðsöngur enskrar unglingamenningar. Í text­ anum segir á einum stað „I hope I  die before I get old.“ Svo liðu árin. Á sextugs afmælinu sínu, árið 2005, lýsti höfundur lagsins, Pete Townshend, því yfir að hann væri miklu hamingjusamari en hann var þegar hann gerði þessi orð ódauð­ leg. Townshend er allt önnur mann­ gerð en Elísabet drottning. Ætli það sé ekki best að finna sér fyrirmynd einhvers staðar mitt á milli þeirra. Höfundur er að reyna að skrifa sig frá „tímamótum“ sem eru fram  undan. Að ganga um í náttúrunni, skoða fugla og leika sér við hundana hefur skilað Elísabetu II langt. „Að eldast er það sem við gerum alveg frá því að við drögum fyrsta andardrátt- inn. Ástandið varir alla ævi og því nærri óskiljanlegt hvað við erum upptekin af neikvæðum hliðum þess að eldast, í ljósi þess um hve eðlilegt ferli er um að ræða.“ volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM V H /1 6- 03 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.