Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 54
Unnið í samstarfi við Balsam Marine, auk Spirulina og Chlorella frá Natural Health Labs, er talin ein hreinasta næring sem völ er á, samkvæmt David Wolfe. Marine, sem inniheldur einnig Spirulina og Chlorella, er öflug blanda af sjávar- og ferks- vatnsþörungum sem eykur orku, úthald og einbeitingu auk þess sem það kemur aukið jafnvægi á líkama og sál. Eykur orku og bætir líðan Marine er öflug blanda þriggja þörunga, Marine, Spirulina og Chlorella, og sameinar allar bestu heilsubætandni eigin- leika þörunganna. Marine og Spirulina næra frumur líkamans, margfalda orku, jafnar ph gildi líkamans, skerpa heilastarfsemi, minni og einbeitingu. Chlorella er sérstaklega hreinsandi og losar líkamann við ýmis auka- og eit- urefni. Þörungarnir innihalda Glycogen sem er uppspretta lík- amans á skammtíma- og lang- tímaorku og auðveldar þess vegna líkamanum að fylla á orkubirgðir sínar. Þeir styrkja varnir líkamans gegn ýmsum vírus- um og bakt- eríum og eru því öflug vörn gegn flensu og kvefpest- um. Þörungarn- ir örva meltingu og flýta fyrir losun eiturefna úr líkaman- um. Hátt hlutfall af GLA kvöldrósar-fitusýrum styrkir taugakerfið, dregur úr streitu og reynist vel gegn athyglisbresti. Einbeiting eflist og efni dregur úr ofvirkni og pirringi. Eins eru þör- ungarnir mjög hreinsandi fyrir líkamann. Þör- ungarnir innihalda einnig Chlorophyll sem er blað- græna og eykur súrefnismett- un í blóðinu og fólk verður hressari en ella, vellíðan eykst og dregur úr sætindaþörf það eð jafnvægi kemst á blóðsykurinn. Marine er oft kallaður gimsteinn hafsins. Þörungurinn framleiðir meira en 50% - 70% af súrefni jarðar og býr þar með til aðstæður fyrir nánast allt líf á jörðinni. Þar sem svifþörungur- inn finnst, þrífst alltaf líf. Marine Phytoplankton markar upphafið í fæðukeðju hafsins þar sem lítil áturkíli sem borða svifþörunginn eru étin af stærri fiskum sem eru síðan étnir af enn stærri fiskum og alla leið upp í steypireyði sem halda góðri heilsu hátt í 150 ára aldur. Þannig má líta á Marine Phytoplankton sem eina hreinustu nær- ingu sem fyrirfinnst á jörðinni. Spirulína er unnið úr ferskvatns blá- grænþörungum og er sérstak- lega næringar- rík. Hún inni- heldur yfir 100 lífræn næring- arefni, sérstak- lega mikið magn próteina, lífsnauðsyn- legra fitusýra og annara næringarefna. Einnig er Spirulína rík af SOD, sem er eitt mikilvæg- asta varnarensím líkamans. Þör- ungurinn er talinn styrkja varnir líkamans gegn ýmsum bakterí- um, auk þess að vera öflug vörn gegn flensu, kvefpestum og streitu. Chlorella er grænn ferskvatns- þörungur sem inniheldur mikið af B-12 vítamíni, lífsnauðsyn- legar amínósýrur, steinefni, beta karótín, járn, kalk, selen og zink. Chlorella hjálpar til við að hreinsa líkamann af eitur- efnum og hreinsa lifr- ina. Hún er einnig talin vera bakt- eríudrepandi, örva brennslu, styrkja ristil- flóru, lækka kól- esteról og vinna gegn öldrun. Vissir þú að mannslíkaminn á auðveldara með upptöku næringarefna úr þörungunum en nokkurri annarri fæðu? Fyrir hverja er Marine? Fullorðna, unglinga, börn á öllum aldri, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. Einnig fyrir íþróttafólk, skólafólk og alla sem eru undir miklu álagi. Líf- ræn uppbygging næringarefnanna er í fullkomnu jafnvægi og sam- ræmi við starf- semi líkamans og er því ákjósanleg fyrir alla fjöl- skylduna. Marine er fá- anlegt í öllum helstu apótekum landsins, Hag- kaupum, Fjarðar- kaupum, Heilsuveri, Heilsutorgi Blómavals, Orkusetrinu, Heilsu- lausn.is og á Heimkaup.is. Ráð- lagður dagskammtur er eitt hylki á dag. Orka, einbeiting og jafnvægi Þriggja þörunga blanda sem eykur orku og vellíðan. „Marine hefur áhrif á orkustigið yfir daginn, ég finn aukna orku. Ég er meira vakandi og ein- beitingin er betri. Svo áttaði ég mig á því fyrir nokkrum dögum að þessi kaffiþörf, sem blossar oft upp um tvöleytið, er ekki lengur til staðar, ég hef ekki verið að fá mér kaffi seinnipartinn í vinnunni sem ég gerði alltaf áður. Annað sem hefur skipt mig máli með þessa vöru er að hún er 100% náttúruleg og vegan. Í svona vörum er gjarnan gelatín í hylkjunum og það er oft unnið úr svínaafurðum. Ég tek ekki mikið af bætiefn- um en þetta er alltaf það fyrsta sem ég kanna. Mér finnst líka mikill kostur að Marine er ríkt af B-vítamíni sem skiptir mig máli sem græn- metisæta.“ Lína Petra Þórarinsdóttir Reykjavíkurmaraþon-ið fer fram á morgun, laugardag, og fer því hver að verða síðastur að heita á hlauparana sem langflestir hlaupa til styrktar góðu málefni. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um 55 milljónir króna en upphæðin hækkar hratt. Nokkr- ir hlauparar eru í sérflokki hvað varðar upphæð sem þeir hafa safn- að. Hægt er að heita á hlauparana á síðunni hlaupastyrkur.is Hleypur vegna dóttur sinnar Á toppnum trónir Skorri Rafn Raf- nsson sem hleypur tíu kílómetra til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna. Þegar þetta er skrifað hefur hann safnað rétt tæplega 1.500.000 krónum. „Dótt- ir mín greindist 11 mánaða gömul með æxli við heila og hefur verið í lyfjameðferð síðastliðna 7 mánuði. SKB hefur stutt við bakið á okkur í þessari erfiðu baráttu við þenn- an hræðilega sjúkdóm. Þess vegna ætla ég að hlaupa 10 kílómetra og styrkja þessi frábæru samtök í leiðinni,“ skrifar Skorri á heimasíðu Hlaupastyrks. Greindist með krabbamein Baldvin Rúnarsson er sem stendur í öðru sæti og hefur safnað tæplega 1.400.000 krónum. Hann ætlar að hlaupa 21 kílómetra til styrkt- ar Krabbameinsfélagi Akureyr- ar og nágrennis. „Hæhæ, Ég heiti Baldvin og er 22. ára Akureyring- ur. Fyrir þremur árum greindist ég með heilaæxli sem ég er enn að berjast við. Síðasta sumar þurfti ég að flytja suður til að hefja geisla- og lyfjameðferð og Krabbameinsfélag Akureyrar sá til þess að ég fengi íbúð til að vera í á meðan með- ferðinni stóð. Þessvegna ætla ég að hlaupa hálfmaraþon og styrkja þetta frábæra félag í leiðinni,“ skrif- ar Baldvin. Vill styrkja systur sína Í þriðja sæti er Heimir Vilberg Arnarson sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir Styrktarsjóð Þór- dísar, en tilgangur sjóðsins er að afla fjár til að styrkja rannsóknir á CMT4A taugahrörnunarsjúk- dómnum í þeim tilgangi að finna lækningu og jafnframt til að styrkja Þórdísi Elísabetu vegna ýmissa fjárútláta sem fylgja sjúkdómn- um. Hann hefur safnað tæplega 1.300.000 krónum. „Mig langar að hlaupa fyrir systur mína, hana Þór- dísi og styrkja hana þannig,“ skrifar Heimir. Hleypur fyrir Bergmál Lárus Guðmundur Jónsson hleypur 21 kílómetra til styrktar Bergmáli líknar- og vinafélags. Hann er fjórði í söfnuninni sem stendur. „Hjá Bergmáli starfa allir sem sjálfboða- liðar með það sameiginlega mark- mið að sinna og hlúa að blindum, krabbameinssjúkum og langveik- um. Bergmál býður einstaklingum í viku dvöl á Sólheimum oft á ári, þeim að kostnaðarlausu. Á þriðja þúsund einstaklinga hafa þegar notið dvalar hjá Bergmáli, en nú er þörf á stækkun á húsnæði þeirra með tilheyrandi kostnaði, og hef ég því ákveðið að hlaupa til styrktar því verkefni. Endilega kynnið ykk- ur góða starf Bergmáls inn á www. bergmal.is,“ skrifar Lárus. Hleypur í prinsessukjól Erna Katrín Árnadóttir er í fimmta sæti, en hún hleypur 10 kílómetra fyrir AHC samtökin. Erna ákvað að hún myndi hlaupa í prinsessukjól ef hún næði að safna 200 þúsund krónum, sem hefur heldur betur tekist, og gott betur. Þegar þetta er skrifað hefur hún safnað rúm- lega 820.000 krónum. „Ég hleyp fyrir elsku Sunnu mína sem greind er með AHC. AHC er einn flókn- asti taugasjúkdómur sem til er og rannsóknir á AHC munu nýtast við rannsóknir á mörgum öðrum sjúkdómum t.d. Parkinson’s og CP. Sunna er algjör hetja sem berst við lömunarköst og krampaköst á hverjum degi án þess að kvarta yfir sínu hlutskipti. Hún kennir manni að njóta hverrar stundar og taka lífinu eins og það kemur. Hún er algjör nagli og frábær karakter sem pælir mikið í kjólum, skarti og tiltekt. Hjálpaðu mér að hjálpa börnum með AHC sem og milljón- um annarra með svipaða sjúkdóma með því að heita á mig,“ skrifar Erna. Síðustu forvöð að styrkja gott málefni Enn er hægt að heita á hlauparana í Reykjavíkurmaraþoninu. Hér er listi yfir þá fimm efstu sem sumir hafa farið langt fram úr væntingum sínum. …heilsa kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Vissir þú að mannslíkamin n á auðveldara m eð upptöku nærin garefna úr þörungunu m en nokkurri anna rri fæðu? Vissir þú að.. „Marine er mögulega mikilvægasta lífvera jarðar samkvæmt NASA.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.