Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Þróunin í skuldsetningu sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyj- um vegna viðskipta með aflaheimildir í sjávarútvegi, sem teiknuð er upp í skýrslu norska hagfræðingsins Torbjørns Trondsen, er eins og smækkuð mynd af þróuninni á Íslandi síðastliðna áratugi. Færeyingar ákváðu að breyta fiskveiði- stjórnarkerfinu hjá sér og taka upp uppboðskerfi til að hámarka þau auðlindagjöld sem skila sér í ríkiskassann. Samtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi treysta sér ekki til að segja að uppboð á aflaheimildum muni skila meiri tekjum til ríkisins. Á Íslandi er bitist um uppboðsleiðina og verður málið líklega eitt af stóru kosningamálunum í haust þar sem meirihluti stjórnarandstöðunnar vill taka upp uppboðskerfi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Mun Ísland velja Færeyjaleiðina eftir kosningarnar í haust? fiskiskipunum í landinu tilteknum veiðidögum – á tíunda áratugnum reyndu Færeyingar að taka upp kvótakerfi svipað því íslenska en það var lagt af vegna aflaleysis. Í lok síðasta mánaðar bauð rík- isstjórn Færeyja upp 10 prósent af aflaheimildum landsins í tilrauna- skyni og hefur það útboð verið tals- vert til umræðu hér á landi vegna þess fordæmisgildis sem það getur haft fyrir Ísland. Hærra verð á uppboðinu Um var að ræða makríl- og síldar- kvóta, auk botnfiskskvóta í Barents- hafi, aðallega þorsk. Niðurstaða þessa útboðs var sú að kílóverðið sem færeyska ríkið fékk fyrir þess- ar aflaheimildir var miklu hærra hlutfallslega séð en þau gjöld sem íslenska ríkið fær í formi veiðigjalda frá íslenskum útgerðarfyrirtækjum fyrir hvert kíló af sömu tegundum. Í tilfelli þorskkvótans var kílóverðið sem færeyska ríkið fékk rúmlega fimm sinnum hærra en verðið sem íslenska ríkið innheimt- ir í veiðigjöld fyrir kíló af þorski og verðið fyrir kílóið af síld og makríl var ríflega tuttugu sinnum hærra en veiðigjöldin sem ríkisvaldið á Ís- landi fær fyrir þessar tegundir. Sér- staka athygli vekur kannski verðið á þorskkvótanum en hann er ekki veiddur á miðunum við Færeyjar heldur í Barentshafi og því þurfa færeysku útgerðirnar að sækja hann langt að sem leiðir til hærri kostnaðar. Getur ekki lofað hærra verði Tilraunir Færeyinga með uppboð á aflaheimildum hafa leitt til margs konar viðbragða á Íslandi síðustu vikurnar: Fréttaskrifa, svara frá Samtökum fyrirtækja í sjávarút- vegi (SFS en áður LÍÚ), aðsendra greina í dagblöðum og svo fram- vegis. Ástæðan er sú að þróunin í Færeyjum er mátuð upp á Íslandi og borin saman við stöðu kvóta- mála hér í landi. Í svari frá upplýsingafulltrúa SFS, Karen Kjartansdóttur, til Fréttatím- ans við þeirri spurningu hvort sam- tökin telji að uppboð á aflaheim- ildum myndi skila sér í hærra eða lægra verði fyrir afnot af heimildun- um en veiðigjöldin gera kemur fram það mat samtakanna að ómögu- legt sé að segja til um það. „Það er ómögulegt að segja til um hvaða verð fengist ef uppboðsleið yrði far- in enda liggur ekki nein útfærsla á uppboðsleið fyrir. Fyrirkomulagið í dag er innheimta veiðigjalda og að 5,3% af heildarafla er ráðstafað í ýmsar aðgerðir.“ Að mati SFS er því ekki hægt að fullyrða að það að láta markaðinn ráða verðmæti kvótans muni leiða til hærri greiðslna til rík- isins en nú er. Þá bendir Karen á að samanburð- ur við Færeyjar sé villandi þar sem aðstæður í sjávarútvegi séu aðrar á Íslandi. „Samanburður við Fær- eyjar er líka villandi þar sem fyr- irkomulag veiðigjalda hérlendis er öðruvísi og ráðstafa þeir ekki afla í sérstakar ráðstafanir líkt og hér er gert og greiða til dæmis ekki fyrir veiðar á bolfiski innan færeyskrar lögsögu. Einnig voru stærstu þátt- takendurnir í uppboðunum í Fær- eyjum erlendir aðilar en erlend- um aðilum er ekki heimilt að eiga aflaheimilidir við Íslandsstrendur. Uppboðið í Færeyjum var líka á tak- mörkuðum hluta af úthafsskvóta þeirra en ekki var boðinn upp kvóti við strendur Færeyjar þar sem það liggur fyrir að þorskstofninn við Færeyjar er í hættu og þarf veru- lega að draga úr veiðum þar.“ Deilt um uppboðsleiðina á Íslandi Til marks um umræðuna um kvóta- mál Færeyinga á Íslandi voru á þriðjudaginn í þessari viku birtar tvær aðsendar greinar í Fréttablað- inu þar sem andstæð sjónarmið um uppboð á aflaheimildum komu fram. Hagfræðingurinn Jón Steinsson, sem um margra ára skeið hefur fjallað um uppboð á aflaheimild- um á Íslandi og fært fyrir því rök að slíkt fyrirkomulag sé skynsam- legt, notaði tilraunir Færeyinga til að spyrja spurninga um hvort sams konar uppboð væri ekki mögulegt á Íslandi líka. Telur Jón að upp- boð sýni fram á hversu mikils virði aflaheimildir séu í raun á markaði þar sem það sýni hversu verðmæt- ar aflaheimildar séu í huga útgerð- anna þegar þær bítast um þær á markaði. „Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiði- heimildirnar í rauninni eru. Ráða- menn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frænd- ur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?“ Meginrök Jóns eru Uppboðsleiðin í sjávarútvegi, sem Færeyingar hafa ákveðið að fara, verður líklega eitt af stóru kosningamálunum á Íslandi nú í haust. Í síðasta mánuði buðu Færeyingar upp tíu prósent aflaheimilda í landinu og fengu miklu hærra verð en útgerðir á Íslandi greiða í veiðigjöld. Myndin sýnir höfnina í Þórshöfn í Færeyjum. „Það er þetta sem er svo mótsagna- kennt. Hvernig geta útgerðarfyrir- tækin veðsett eða selt eitthvað sem þau eiga ekki? Auðlindin tilheyrir íslenska samfélaginu, fólkinu, en ríkisvaldið veitir fjármálafyrirtækj- unum þessa heimild til að taka veð í þessum auðlindum. Þannig er ríkisvaldið búið að lýsa því yfir að það gangi í ábyrgð við fjármálafyr- irtæki út af skuldum sjávarútvegs- fyrirtækja,“ segir Torbjørn Trond- sen, hagfræðingur við háskólann í Tromsö, sem vann skýrslu um upp- boð á aflaheimildum fyrir Jafnaðar- mannaflokkinn í Færeyjum í fyrra. Í skýrslunni sýnir Tørbjörn fram á þær slæmu afleiðingar sem sala og veðsetning aflaheimilda í Færeyj- um hafði á árunum 2004 til 2015 og af hverju mikilvægt væri fyrir Fær- eyinga að taka upp annars konar kerfi við úthlutun á fiskiveiðiheim- ildum. Yfirskrift skýrslu Torbjørns var „Hvernig er hægt að hámarka auðlindagjaldið í færeyskum sjáv- arútvegi fyrir samfélagið?“. Áhrif íslenskra banka Eitt af lykilatriðunum í skýrslu Tor- bjørns er aðkoma og þátttaka fjár- málafyrirtækja í Færeyjum í því að blása upp bókfært verðmæti aflaheimilda í skjóli ákvarðana rík- isvaldsins í landinu. Í skýrslunni bendir hann meðal annars á að þessi þróun hafi hafist í Færeyjum eftir að íslenskir bankar opnuðu þar útibú á síðasta áratug. Í skýrslu hans kemur fram að um helmingur af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyjum, fyrir fjármagnsliði, hafi farið í að greiða fjármagnskostnað til banka vegna skulda sinna, meðal annars vegna uppkaupa á aflaheim- ildum. „Bankarnir sáu viðskipta- tækifæri í því að lána fyrir kvóta gegn veði í honum og að auka útlán sín með þessum hætti. Bankamenn eru stór drifkraftur í allri þessari þróun; þeir lánuðu peninga til sjáv- arútvegsfyrirtækjanna og fengu góða vexti til baka,“ segir hann. Í skýrslunni ræðir Torbjørn að það sé óeðlilegt að fjármála- fyrirtæki taki svo stóran hluta af arðinum út úr grein sem byggir á veiði og sölu á auðlind sem er skil- greind sem eign færeysku þjóðar- innar. Þróunin varð því sú að með tímanum varð bókfært verðmæti aflaheimilda sjávarútvegsfyrirtækj- anna í Færeyjum hærra en bók- fært eigið fé þeirra, segir Torbjørn. „Ríkisvaldið í Færeyjum heimilaði þannig útvöldum fyrirtækjum, sem voru í góðri stöðu á þessum tíma, að búa sér til verðmæti. Það er pólitíkin sem drífur í gegn þessar breytingar. Sama gerðist víða um lönd, til dæmis í Rússlandi á sínum tíma þar sem olígarkarnir fengu ókeypis aðgang að auðlindum og eignum samfélagsins […] Það má ekki veita einhverjum fáum útvöld- um einkarétt að auðlindum sam- félagsins. Þá er komið í veg fyrir samkeppni í samfélaginu. Markmið samfélagsins hlýtur að vera að fá sem mestar tekjur fyrir auðlindir sínar. Þetta eru hagsmunir samfé- lagsins.“ Skýrsla í aðdraganda breytinga Skýrsla Torbjørns var innlegg í umræðu í Færeyjum sem síðan leiddi til þess að ríkisstjórn lands- ins ákvað að hefja uppboð á öll- um aflaheimildum í landinu frá og með árinu 2018. Ríkisstjórnin, sem keyrir í gegn þessar breytingar, er vinstri stjórn Jafnaðarmannaflokks- ins, Þjóðveldis og Framsóknar og tók sú stjórn við völdum í landinu í fyrrahaust. Árið 2018 munu Færeyingar taka upp nýtt fisk- veiðistjórnunarkerfi sem byggir á annarri hugsun en núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi landsins sem byggir á því að ríkisvaldið úthlutar Rökin með og á móti uppboði kvóta, að mati jafnaðar­ mannaflokks Færeyja – úr skýrslu Torbjørns Trondsens: Á móti ○ Lengdin á leigutíma kvótans er mikilvæg vegna fjármögn- unar og fjárfestinga ○ Leigan á kvótanum mun minnka eigið fé sjávarútvegs- fyrirtækja verulega ○ Fjármálafyrirtæki vilja ekki lána peninga vegna kaupa á kvóta á uppboðum ○ Útgerðarmenn eiga ekki að þurfa að borga fyrir að fara í vinnuna ○ Hættan á því að útlendingar kaupi upp fiskveiðiheimild- irnar Með ○ Pólitísk úthlutun á aflaheim- ildum er ekki heppileg leið. Mikill munur á því fyrir ríkið að fá 8 krónur danskar fyrir kíló af makríl en 1 krónu. ○ Núverandi úthlutunaraðferð- ir bjóða upp á spillingu ○ Réttlátari og heppilegri leið til úthlutunar aflaheimilda – ef þú ert ekki með símanúm- er ráðherra þá ertu ekki í góðum málum Myndin sem norski hagfræðingurinn Torbjørn Trondsen teiknar upp af kvótamálum Fær- eyinga er eins og smækkuð mynd af Íslandi. Hann segir frjálst framsal og viðskipti einkaðila með aflaheimildir alls staðar leiða til samþjöppunar og fákeppni í sjávar- útvegi. Frá kr. 119.095 KRÍT 29. ágúst í 10 nætur m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 119.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Porto Platanias Village Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann SPOTT PRÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.