Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 48
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni verk eftir sjálfa mig en að mestu leyti hef ég verið að vinna við „portrait“ og „commercial“ ljósmyndun, taka myndir fyrir tískubæklinga og tískuþætti. Svo hef ég líka svolítið verið að vinna með listamönnum, þar á meðal Ragnari Kjartanssyni, Hrafnhildi Árnadóttir og Kristínu Önnu,“ segir Elísabet Davíðsdótt- ir, ljósmyndari og fyrrverandi of- urfyrirsæta, sem opnar í dag, föstu- dag, sína fyrstu ljósmyndasýningu í gallerí Mengi á Óðinsgötu. Sýningin nefnist SURFACE. Fékk spark í rassinn Ljósmyndun hefur verið hennar aðalstarf síðastliðin sex ár, en hún hefur ekki gefið sér tíma til að setja upp sýningu fyrr en nú. Reyndar hefði hún örugglega aldrei farið út í þetta verkefni nema af því hún fékk smá spark í rassinn frá fram- leiðanda sýningarinnar, Ragnheiði Pálsdóttur. Elísabet hefur verið með heim- ili í New York í 17 ár og fékk Græna kortið fyrir nokkrum árum. Hún er í sambúð með manni sem rekur gallerí þar í borg og saman eiga þau 15 mánaða gamlan son, en fyrir á Elísabet son sem er 11 ára. Hún tal- ar samt ennþá um Ísland sem heima og býst ekki við því að það breytist. Fann ró í götumerkingum „Ég hef alltaf reynt að fara heim tvisvar til þrisvar á ári en undan- farin tvö ár ég hef ég bara kom- ist heim einu sinni á ári. En alltaf þegar ég kem heim finn ég hvað það er gott að fara út á land og ná jarð- tengingu. En verkefnið spratt út frá því að finna þessa ró í New York,“ útskýrir hún. Ég hef alltaf verið mjög upptekin af áferð og formum, bæði í íslenskri náttúru og víðar. Götumerkingarn- ar í New York vöktu þess vegna athygli mína. Þegar maður fer að skoða þetta nánar þá getur mað- ur alveg gleymt sér, segir Elísabet. „Ég er með 15 mánaða gamalt barn þannig þetta hefur verið minn tími – að fara út að mynda,“ bætir hún við og brosir. En afraksturinn kem- ur nú fyrir sjónir almennings. Í lýsingu á verkum sýningar- innar segir meðal annars: „Á sýn- ingunni SURFACE eru einstök at- riði götumerkinga einangruð sem leiðir fram nýjar myndbyggingar, óþekkjanlegar frá upprunalegum tilgangi sínum. Teknar af jörðinni og lyft í augnsýn, stöndum við eftir með hugleiðingu um það sem við lítum oftast framhjá, jafnvel þegar við stöndum á orðinu STOP.“ Elísabet tók ársnám í ljósmyndun í ICP og námskeið hjá Mary Ellen Mark. Hún býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á tískubransanum frá því hún var sjálf fyrir framan myndavélarnar, sem hefur nýst henni mjög vel. Ætlaði að verða læknir Fyrirsætuferill Elísabetar hófst árið 1994, þegar hún sigraði í Ford fyr- irsætukeppninni hér á landi. Hún var þá 18 ára og í raun fór hún ekki á fullt fyrr en hún var um tvítugt. „Í dag þykir þetta gamalt. Ég byrj- aði mjög seint. Ég ætlaði bara að taka mér spá pásu frá námi þegar ég kláraði menntaskólann, fara út í ár og koma svo aftur heim.“ Elísabet hafði hug á því að fara í læknisfræði áður en örlögin gripu í taumana og stýrðu henni inn á allt aðra braut. Hún sér alls ekki eftir þeirri U-beygju. „Það fór að ganga svo vel hjá mér og þá var erfitt að stoppa. En það tók smá tíma að síast inn. Það var sama uppi á teningn- um þegar ég byrjaði að mynda. Ég Skemmtilegra fyrir aftan myndavélina Elísabet Davíðs, fyrrverandi ofurfyrirsæta, heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu. Hún prýddi forsíður allra helstu tísku­ tímarita í heiminum á fyrirsætuferlinum, en er nú komin hinumegin við myndavélina. var að taka myndir og reyna að vera fyrirsæta líka en að lokum varð ég að velja. Taka ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera. En þá var líka kannski kominn tími til að koma sér út úr fyrirsætubransanum,“ segir Elísabet, en það var einmitt brans- inn sem kveikti áhuga hennar á ljós- myndun. „Ég hefði sennilega aldrei farið ljósmyndaleiðina ef ég hefði ekki verið fyrirsæta. Mér finnst ljósmyndunin eiga vel við mig. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegra fyrir aftan vélina heldur en fyrir framan hana. Og hafði alltaf mik- inn áhuga á því sem var að gerast bak við tjöldin.“ Á forsíðu franska Vogue Elísabet starfaði sem fyrirsæta víða um heim og prýddi forsíð- ur margra stærstu tískablaðanna, meðal annars franska Vogue. „Ég er mjög sátt við það sem ég er búin að gera, en ég veit ekki hvort ég myndi þrauka í dag. Það eru allt aðrir tím- ar. Instagram og þessir samfélags- miðlar skipta svo miklu máli. Mað- ur þarf að vera mjög duglegur að koma sér sjálfur á framfæri. Þegar ég var í þessu þá sá skrifstofan að miklu leyti um að stýra ferlinum mínum,“ segir Elísabet og á þar við Ford skrifstofuna í New York. „Ég skipti reyndar eitthvað um stofur, en ég var alltaf með góðan umboðs- mann.“ Þá segir Elísabet að tilkoma staf- rænu myndavélanna hafa breytt miklu. Þegar hún var að hefja sinn feril þá var enn notast við filmur að miklu leyti og þar af leiðandi fór meiri tími í hvert verkefni. „Maður var að fara í lengri ferðir. Í staðinn fyrir að vera í einn dag í tökum þá voru þetta kannski fjórir dagar. Þá fékk maður meira tækifæri til þess að upplifa að vera á staðnum. Yfir vetrartímann var oft farið á eyj- ar í Karíbahafinu og jafnvel alveg yfir höttinn. Það var meira fjár- magn sett í tökur en í dag. Það er miklu meiri hraði núna og stelpur í bransanum verða alveg örmagna á skömmum tíma. Það eru örfáar sem þrauka lengi.“ Ljósmyndarastarfið erfiðara Þó Elísabet hafi fengið að ferðast mikið og sjá heiminn þá var fyr- irsætulífið alls ekki dans á rós- um. „Þetta var oft erfitt andlega, sérstaklega á hátindinum. Ég var kannski að vinna allan daginn í New York, fór svo í flug og vaknaði í Par- ís þar sem ég þurfti að vinna allan daginn. Ég var alltaf annað hvort sofandi í flugi, eða að vinna. Ég var því svolítið útkeyrð á tímabili.“ Svo fylgdi það vissulega starfinu að missa af stórviðburðum inn- an fjölskyldunnar, sem og missa tengslin við vini. „Alltaf ef ég gerði einhver plön þá kom upp verkefni. Það var nánast undantekningalaust þannig. Ég var alltaf að bíða og til- búin að stökkva í verkefni.“ Elísabet segir ljósmyndastarfið þó að mörgu leyti erfiðara en fyrirsæt- ustarfið, enda þarf ljósmyndarinn bæði að undirbúa tökuna og vinna myndirnar þegar henni er lokið, á meðan fyrirsætan mætir á staðinn og er svo laus allra mála. Aðspurð hvaða verkefni standi upp úr frá fyrirsætuferlinum seg- ir hún það að prýða forsíðu Vogue, vissulega hafa verið mjög stórt. „Þá urðu ákveðin tímamót á mín- um ferli. Ég fór úr því að vera bara einhver fyrirsæta yfir í að vera til- tölulega þekkt. Svo voru líka ljós- myndarar sem maður lítur upp til og er gaman að hafa unnið með. Svo voru það alls ekki alltaf mest spennandi verkefnin sem voru skemmtilegust, og öfugt.“ Nafnið ekki í fersku minni fólks Verkefnin sem Elísabet hefur fengist við sem ljósmyndari eru heldur ekki af verri endanum, en hún hefur meðal annars verið að mynda fyrir L’uomo Vogue , Another Magazine og New York Times. Hún segir það ekkert hafa hjálp- að sér á ljósmyndaferlinum að hafa einu sinni verið ofurfyrirsæta, enda sé langt um liðið og nafnið henn- ar því ekki í fersku minni fólks. En það kemur stundum fyrir að hún hittir fólk sem hún starfaði með sem fyrirsæta. „Ef ég hefði ver- ið byrjuð meira að mynda þegar ég starfaði sem fyrirsæta þá hefði það kannski hjálpað. Það er svo mikill hraði í þessum bransa. Nú er stelpa kannski „The It girl“ eitt „season“ og svo kemur ný. Það er líka ódýrara fyrir viðskiptavinina að skipta út,“ útskýrir hún. Hann er harður bransinn. Elísabet er mjög sátt við sinn nýja feril og hana hefur ekki skort verk- efni og sér ljósmyndunina fyrir sér sem framtíðarstarf. Fram að þessu hefur hún sjálf séð um að bóka ver- kefni en hún segir alveg að fara að koma tími á umboðsmann. „Ljós- myndarar vilja gjarnan finna sig aðeins áður en þeir fá sér umboðs- mann og ég held að ég sé komin á þann stað.“ Fyrsta ljósmyndasýningin Elísabet hefur ekki gefið sér tíma til að halda halda ljósmyndasýningu fyrr en nú, þrátt fyrir að eiga heilmikið af efni. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Þetta var oft erfitt andlega, sérstaklega á hátindinum. Ég var kannski að vinna allan daginn í New York, fór svo í flug og vaknaði í París þar sem ég þurfti að vinna allan daginn. Ég var alltaf annað hvort sof- andi í flugi, eða að vinna. Ég var því svolítið útkeyrð á tímabili. majubud.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.