Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Munu kosningarnar í haust verða upphafið að enda- lokum bandaríska tveggja- flokkakerfisins? Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Það hefur margsinnis verið bent á að Hillary Clinton og Donald Trump eru tveir óvinsælustu for- setaframbjóðendur bandarískrar stjórnmálasögu og kannanir síð- ustu mánaða hafa sýnt að kjósend- ur eru langt frá því að vera sáttir við frambjóðendur stóru flokkanna. Könnun NBC í júní sýndi t.d. að 52% repúblikana og 45% demókrata vildu „einhvern annan“ en fram- bjóðanda f lokksins. Í ljósi þess hversu mikil eftirspurn er eftir valkostum við Hillary og Trump vaknar spurningin: Stendur valið aðeins milli þeirra? Gæti frambjóð- andi sem stæði utan flokka eða byði sig fram fyrir einhvern annan flokk unnið forsetakosningarnar? Stutta svarið er nei... Þessi spurning hefur vaknað í að- draganda allra forsetakosninga síð- ustu áratuga, og sagan segir okk- ur að stutta svarið við því hvort frambjóðendur, sem ekki eru full- trúar tveggjaflokkakerfisins gætu unnið forsetakosningar, sé af- dráttarlaust nei. Síðan núverandi tveggja flokka kerfi varð til upp úr miðri 19. öld hefur það aðeins gerst í níu kosningum að aðrir flokk- ar en Repúblikanaflokkurinn eða Demókrataflokkurinn hafi fengið svo mikið sem fimm prósent at- kvæða og síðustu hundrað ár hef- ur enginn fengið meira en 19% at- kvæða. En það er ekki þar með sagt að það sem kallaðir eru þriðjuflokkar (third parties) í Bandaríkjunum geti ekki haft áhrif og það er reyndar margt sem bendir til þess að kosn- ingarnar í ár gætu verið upphafið að nýjum kafla í sögu tveggjaflokka- kerfisins. Gríðarlegar óvinsældir Hillary og Trump hafa nefnilega skapað gríðarleg sóknarfæri fyrir tvo mikilvægustu smáflokka Banda- ríkjanna, Frjálshyggjuflokkinn og Græningja. Þriðjuflokkar („third parties“) Hugmyndin um að kjósendur hefðu fleiri en tvo raunverulega valkosti í nóvember hefur verið á dagskrá alveg síðan í upphafi prófkjörsbar- áttunnar. Trump hótaði því t.d. margsinnis, meðan á prófkjörum Repúblíkanaflokksins stóð, að yrði hann ekki valinn forsetaframbjóð- andi myndi hann einfaldlega bjóða sig fram utan f lokka og margir stuðningsmenn Bernie Sanders gældu sömuleiðis við þá hugmynd að hann myndi bjóða sig fram utan flokka ef hann tapaði fyrir Hillary. Í byrjun árs lýsti borgarstjóri New York og margmilljónamæringurinn Michael Bloomberg því sömuleiðis yfir að hann væri að íhuga framboð sem fulltrúi „hinnar breiðu póli- tísku miðju“. Ekkert varð úr fram- boði Bloomberg í ár, frekar en 2008 og 2012 þegar hann var líka orðað- ur við sjálfstætt framboð. Niðurstöður prófkjöra stóru flokkanna urðu svo til að endur- vekja umræðu um þriðjuflokka- -framboð, sérstaklega á hægri væng bandarískra stjórnmála, þar sem andstæðingar Trump virðast enn halda í þá von að þeir geti fundið annan valkost. Síðasta útspilið er framboð Evan McMullin, fyrrver- andi háttsetts yfirmanns hjá CIA, en hann lýsti því yfir í byrjun mánað- ar að hann færi fram sem „íhalds- samur valkostur við Trump.“ Óvinsældir opna á valkosti Mikilvægustu þriðjuflokksfram- bjóðendur þessara kosninga eru hins vegar Jill Stein og Gary John- son, frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins. Kannanir hafa sýnt Stein og Johnson með allt að 14% stuðning, samanlagt. Sem er magnaður árangur, sérstak- lega í ljósi þess að í kosningunum 2012, fékk hvorugt þeirra yfir 1% at- kvæða. (Sjá rammagrein) Óvinsældir Trump og Hillary eru helsta ástæða velgengni Græningja og Frjálshyggjuflokksins, því eins og fyrr segir eru Hillary Clinton og Donald Trump meðal hötuðustu forsetaframbjóðenda bandarískr- ar stjórnmálasögu. Trump á reynd- ar metið: Í sögu kannana Gallup hefur enginn forsetaframbjóðandi mælst með jafn neikvæða ímynd. Í júní sögðust 59% kjósenda hafa neikvæða eða mjög neikvæða mynd af Trump, en aðeins 16% mjög já- kvæða. Og Hillary Clinton fylgir fast á hæla hans: 50% hafa mjög nei- kvæða mynd af henni og rétt 22% hafa jákvæða mynd. Það þarf að leita allt aftur til ársins 1964 til að finna jafn óvin- sæla forsetaframbjóðendur en það ár höfðu 47% kjósenda nei- kvæða mynd af Barry Goldwater, frambjóðenda Repúblikanaflokks- Stendur valið aðeins á milli Hillary og Trump? ins. Mörgum þótti Goldwater vera óstöðugur öfgamaður og Lyndon B. Johnson hamraði á því í kosn- ingabaráttunni að það gæti beinlín- is verið hættulegt að hleypa hon- um til valda. Kjósendur nú virðast upplifa valið með svipuðum hætti, að atkvæði greitt öðru sé í raun at- kvæði greitt gegn hinu. 55% kjós- enda Trump segjast vera að greiða atkvæði gegn Hillary, frekar en með Trump, og 50% sem segjast ætla að kjósa Hillary gera það til þess eins að stöðva Trump, ekki vegna þess að þeir vilji endilega sjá Hillary sem forseta. Ægivald tveggjaflokkakerfisins Það fer dálítið eftir því hvernig talið er, en það eru um eða yfir 80 manns í framboði til forseta Banda- ríkjanna í haust. Og alls hafa yfir 50 skipulegir stjórnmálaflokkar boðið fram til forseta í gegnum söguna. En þrátt fyrir að fjöldinn allur af stjórnmálaflokkum sé starfræktur í Bandaríkjunum og að á seinustu áratugum hafi tugir flokka boðið fram í kosningum á öllum stigum stjórnkerfisins, eru stóru flokkarn- ir tveir, Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn, með nánast algera einokun í landsmálunum. Aðrir flokkar hafa þó oft náð ár- angri á sveitarstjórnarstiginu eða í fylkjunum. Sjónvarpsglímukappinn Jessie Ventura, sem var fylkisstjóri Minnesota á árunum 1999-2003, er sennilega frægasta dæmið, en hann bauð sig fram fyrir Umbótaflokkinn (The Reform Party). Auðkýfingur- inn frá Texas, Ross Perot, var fram- bjóðandi flokksins í forsetakosn- ingunum 1992 og 1996. Í dag eru aðeins tveir áberandi stjórnmálamenn sem ekki eru með- limir annað hvort Repúblikana- flokksins eða Demókrataflokksins, þeir Angus King, öldungadeildar- þingmaður Maine og Bernie Sand- ers, öldungadeildarþingmaður Vermont. Það er svo auðvitað til marks um mikilvægi tveggjaflokka- kerfisins að báðir starfa með þing- flokki demókrata og Sanders hafi tekið þátt í prófkjörum flokksins sem forsetaefni hans, þó þeir hafi kosið að bjóða sig fram utan flokka. Tök stóru flokkanna tveggja á forsetaembættinu eru enn traust- ari. Þó fulltrúar annarra flokka hafi tekið þátt í öllum forsetakosningum frá 1860, þegar núverandi tveggja flokka kerfi festi sig í sessi, þá hefur þeim aldrei tekist að veita frambjóð- endum stóru flokkanna raunveru- lega samkeppni. Það þarf að fara allt aftur til miðrar síðustu aldar til að finna dæmi um að frambjóð- endur annarra flokka hafi tryggt at- kvæði í kjörmannaráðinu (the elect- oral college) sem velur forsetann. (Sjá rammagrein) Af hverju komast bara tveir að? Mikilvægasta ástæða þessa er kosn- ingakerfi Bandaríkjanna: Forsetinn er ekki kosinn beint af kjósend- Gengi þriðjuflokksframbjóðenda síðan 1992 Fyrir utan John B. Anderson, sem fékk 6,6% atkvæða í konsingunum 1980 eru aðeins tveir frambjóðendur sem hafa hlotið meira en 1% atkvæða í forseta- kosningum síðustu áratugi, auðjöfurinn Ross Perot árin 1992 og 1996, og Ralph Nader árið 2000. Engum hefur hins vegar tekist að tryggja sér kjörmenn. 1992 1996 2000 2004 2008 2012 Græningjar 0,71% 2,74% 0,10% 0,12% 0,36% Frjálshyggjfulokkurinn 0,28% 0,51% 0,37% 0,33% 0,4% 0,99% Aðrir: Pat Buchanan 0,43% Ralph Nader 0,38% 0,56% Ross Perot 18,91% 8,4% Samtals 19,19% 9,62% 3,54% 0,81% 1,08% 1,35% Ralph Nader er sennilega best þekkti og áhrifamesti þriðjaflokksframbjóðandi síðustu áratuga. Þrátt fyrir að hafa fengið innan við 3% í forsetakosningunum 2000 hafði hann meiri áhrif á framgang banda- rískra stjórnmála en Ross Perot, sem fékk 19% í kosningunum 1992. Margir fyrrverandi stuðningsmenn Bernie Sanders hafa gengið til liðs við Jill Stein. Kannanir sýna þó að á milli 70% og 90% fyrrum stuðningsmanna Sanders hyggjast kjósa Hillary í Nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.